Ungi hermaðurinn - 15.05.1913, Page 2

Ungi hermaðurinn - 15.05.1913, Page 2
34 Ungl hermaðurlnn. Garibaldi og lambið. Það, sem Jón Sigurðsson var íslenzku þjóðinni, var Giuseppe Garibaldi þjóð sinni, ítölum. Hann var nefndur »frels- ári Ítalíu«, og það er enginn vafi um, að hann hafi unuið meira en nokkur annar maður að því að veita þjóð sinni sjálfstæði sitt og fasta stöðu á meðal ríkja Norðurálfunnar. Faðir hans var fátækur fiskimaður og Garibaldi fókk þess vegna litla mentun, nema þá, sem hann gat veitt sór sjálfur. Hann var sjómaður fraraan af, þaugað til hann var 27 ára, er hann gerðist fólagi f því fó lagi sem kallað var.: »Unga Ítalía«. Yfirvöldunum erlendu þótti fólagar þess- ir hættulegir náungar, og Garibaldi var ásamt öðrum dæmdur til lífláts fyrir uppreist. Hann slapp úr varðhaldi og komst loksins til Suður-Ameríku. Þar hjálpaði hann 1/ðveldinu Rio Grande á móti Brasilíu, og aflaði sór frægðar sem herforingi. Þá gekk hann f lið með fylkinu Monte Video á móti Buenos Ayres. Árið 1848 sigldi hann aftur heim til Ítalíu og gerðist foringi sjálf- boðaliðsins til að hjálpa landi sínu gegn yfirráðum og kúgun Austurríkismanna. ^n hann var neyddur til að láta undan síga og settist hann þá að í Sviss um l)íma. Næsta ár fór hann þó aftur til Rómaborgar, til að hjálpa hinu nýstofn- aða lyðveldi gegn óvinum þess, og var settur yfir herinn. En liðsmunurinn var svo mikill, að hann varð aftur að hörfa undan og flýði frá Róm með 4000 mönnum. Á þeim flótta dó kona hans, sem hafði fylgt honum trúlega í öllum raunum hans. Hann komst undan og fór til Ameríku og var þar skipstjóri nokkur ár. Þá fluttist hann aftur til Norðurálfu og bjó í lítilli eyju við Sar- diníu. Arið 1859 og næstu árin þar á eftir var hann aftur á orustuvellinum við og við, og tók mikinn þátt í því, að sameina hin sundruðu ríki á Ítalíu f eina heild. Hann neitaði öllum laun- um og titlum og fór heim aftur til bús síns. Arið 1875 sat hann á þingi í Róm, sem þá var orðinn höfuðstaður allrar Ítalíu. Hann dó 1882. Það fara margar sögur um þessa frels- ishetju, sem sýna mikilleik mannsins, og er þessi, sem hór fylgir, ekki sú áhrifaminsta. Eitt kvöld er hann var á herferð, hitti hann fátækan hirði, sem hafði týnt einu lambi úr hjörð sinni og var mjög hrygg- ur yfir þvf, því honum þótti svo vænt um lambið. Garibaldi spurði menn sína hvort þeir vildu ekki lijálpa til að leita að lambinu í klettunum. Margir buð- ust til þess, og svo fóru þeir upp til fjalla til að leita týnda lambsins. En þeir fundu það ekki, þó að þeir leituðu í langan tfma, og sneru aftur einn og einn til herbúðanna. Næsta dag fór Garibaldi ekki eins snemma á fætur og hann var vanur, og þjónn hans fann hann sofandi, er hann kom inn til hans. Loks vakti hann hershöfðingjann, og þegar hann hafði nuddað stýrurnar úr augum sór, dró hann lamb upp úr rúmi sfnu og bað þjóninn að fá hirðinum það. Það var týnda lambið! Þó að hinir allir gæfust upp, hafði Garibaldi haldið áfraro um nóttina að leita þess, þangaö til hann hafði fundið það! Sá, sem leitað- ist við að frelsa þjóð sína frá óvinuro hennar, hafði samt líka tíma til að hugsa um eitt lítið lamb! Það er meiri frelsari en Garibaldi, sero er komiuu til að frelsa, ekki að eins

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.