Ungi hermaðurinn - 01.10.1914, Page 3

Ungi hermaðurinn - 01.10.1914, Page 3
Ungl hermaðurlnn. 75 Árni Garborg skrifar, a5 fyrir pen- inga megi fá: mat, en ekki matarlyst; inntöku, en ekki heilbrigði; sængurfatn að, en ekki svefnj lærdóm, en ekki vit; skart, en ekki yndi; skemtun, en ekki ánægju; fólaga, en ekki vini; þjóna, en ekki trygð; hærur en ekki heiður, hæga daga, en ekki róserni. Hýðið af öllum hlutum má fá fyrir peninga, en kærleikur fæst ekki keyptur fyrir peninga. Heimskinginn. Svo bar til í faugahúsi, að einu af föngunum varð veikur; það var ungur maður. Móðir hans, sem var kona guð- hrædd, heimsótti hann oft og áminti hann um að taka sinnaskifti. Það var sérstaklega einn dag, er hún talaði mjög alvarlega til hans, að orð hennar virtust hafa talsverð áhrif á hina fangana, að minsta kosti suma. Þegar hún var gengin burt, var það í langan t/ma, að enginn fanganna talaði eitt- einasta orð, heldur sátu þeir hljóðir og hugsandi. Þó varð einn um síðir til þess að rjúfa þögnina og mælti: — Já, hún er ein af þessum gömlu konum, sem lifir á liðna tímanum; hún er ein af þeim sem enn þá trúa á biblí- una. Vór skulum ekki gefa mikinn gaum að slíku heimskuþvaðri; til þeas erum vér alt of skynsamir. — Það getur gjarnan verið, sagði ann- ar fangi, sem hafði fengið talsverða hug- arhræring af tali konunnar, að hún só þeimskingi, en eitt veit eg að hún hefir fram yfir oss hina, sem þykjast vera skyn- samari, og það er það, að hún kemur ekki hór í fangahúsið til að þola hegn- ing fyrir glæpi sína. -----3SS----- Sorg og gleði. Það er óslítandi samband á milli sorg- ar og gleði í andans heimi, vór getum hvorugrar án verið svo lengi sem vór lifum hór á jörðinni. Sá sem leitar eft- ir að lifa í sífeldri gleði án sorgar hór í heimi, hann eltir eintómar draummyndir sem engan veruleika hafa fremur ljós án skugga eða dagur án nætur, og sá sem ímyndar sór að hann hafi höndlað þetta hnoss, hann lifir í ósannsögli, hvort sem það er af því, að hann hefir aldrel lært að þekkja virkilegleika lífsins eða staðreynd þess, eða hitt, að hann heflr ekki hirt um að hafa augun opin til að sjá það sama, og táldregur svo sjálfan sig, eins og hinn, sem aldrei þykist sjá annað en einungis sorg og myrkur alt í kring. Hvergi getur maður sóð eða fundið inniiegra samband á milii sorgar og gleði en í lífi Jesú Krists. í sönn- um og hreinum kærleika er ætíð mikil gleði. Skyldi hann þá ekki í hverjum, að Guðs fullkomni kærleiki var opinber- aður, hvaða gleðinnar ljós skein út frá sér allstaðar, hvar sem hann kom fram, og það gerði hann, þakklætis og gleði- blóm spruttu upp í hans fótsporum. Með róttu heitir fagnaðarerindið um haun gleðinnar boðskapur. Það er þess skírn- arnafn, þess eina nafn, eins og englarn- ir nefndu það fyrir hirðunum á Betle- hems haglendinu. ^Mikla gleði«. Og þó — þó var það eins og allar sorgir

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.