Ungi hermaðurinn - 01.10.1914, Page 7
tíngi hermaSurinn.
79
sjómenn á leiðinni, og á meðan þeir
voru við vinnu sína á skipinu, heyrðu
menn þá oft syngja hina alþektu söngva
eftir þá Sankey og Moody, á sínu eigin
móðurmáli.
Þetta er gleðilegt fyrir kristniboðana
og alla, sem starfa að trúboði á meðal
heiðingja, því þar eru auðsjáanlega að
koma fram þau spádómsorð, sem standa
hjá Jesaja (60, 5—9): Við þá sýn
muntu gleðjast, hjarta þitt mun kom-
ast við af fögnuði, þegar auðlegð sjáv-
arins hverfur til þín, o. s. frv. Hverjir
eru þessir, sem koma fljúgandi sem ský
og sem dúfur til dúfnabúra? Það eru
fjarlægir strandbúar; sem langar á minn
fund, á undan þeim koma skip frá Tars-
isborg, sem færa þór sonu þína úr fjar-
lægum heimsálfum ; þeir hafa með sór
silfur sitt og gull, drotni Guði þínum
til vegs, því það er hanu, sem gjörir
þig 8vo vegsamlegan.
Basilíus mikli.
Um Basilíus mikla, biskup í Iíæsarea
(f 372), er saga þessi sögð: Það átti að
neyða hann til að taka hinni aríönsku
játningu, sem neitar guðdómi frelsarans,
en hann vildi eigi. Þegar landsherrann
þá í nafni keisarans hótaði honum eigna-
missi, svaraði Basilíus:
Taktu það, sem eg á; það eru nokkr-
ar gamlar bækur og slitnir fatagarmar.
Og þegar honum var næst hótað líf-
láti svaraði hann:
Dauðinu getur aldrei orðið mór annað
en ávinningur, því að þess fyr kem eg
heim til föðursins.
Þegar laudsherrann heyrði þesBÍ orð,
naælti hann:
Með slíkri djörfung hefir enginn ávarp-
að mig fyrri:
En Basilíus var skjótur til svars:
Þá hefir þá líklega aldrei fyr átt tal
við biskup.
Smavegis.
Kærleikurinn er engill, trúin og von-
in vængir hans.
* *
*
Trúarbrögð án sjálfsafneitunar eru
djöflinum hlátursefni.
* *
*
Gef ekki tungu þinni svo mikið frjáls-
ræði, að hún geri sjálfan þig að þræli.
* *
*
Menn lyfta oft upp höttum sínum,
þegar þeir mætast; ó, að þeim væri
eins tamt að lyfta huga sínum upp til
Guðs í bæn.
* *
*
Einhverju sinni töluðu fimm menn
saman um, hvaða meðal væri bezt til
að útrýma syndinni úr hjörtum mann-
anna.
Hver hafði sína skoðun.
Hinn fyrsti mælti: Að hugsa um
dauðann.
Annar: Að hugsa um dóminn.
Þriðji: Að hugsa um sælu himnaríkis.
Fjórði: Að hugsa um kvalir helvítis.
En Bá fimti mælti: Að hugsa um
Jesú kvalir á krossinum og
elsku haus til vor.
* *
*
Guð hefir fórnað sínum elskaða ein-
getna syni fyrir þig. Hverju hefir þú
fórnað honum aftur.
--------sse----------