Ungi hermaðurinn - 01.09.1916, Side 3

Ungi hermaðurinn - 01.09.1916, Side 3
Ungl hermaBurlnn. katlinum a eldstónni. Ó, hvað hér er notalegt, hugsaði konan með sór, stúlk- urnar hafa hlotið að fara snemma á fætur, fyrst þær eru búnar að taka svona vel til; þær eru nú samt sem áður ekki sem verstar; hafi þær marga galla, þá hafa þær þó líka sínar góðu hliðar. Þegar stúlkurnar komu úr fjósinu hafði húsmóðirin kaffið til, og stórt fat af Jólaköku stóð á meðal hinna góðu rótta á morgunverðarborðinu. »Komið þið nú og fáið ykkur heit- ann sopa«, sagði hún, »þið munuð þarfnast þess í þessum kulda«. »Það er þó dæmalaust hvað hús- móðirin er blíð í dag«, sögðu stúlk- urnar hver við aðra, og verkin gengu tvöfalt betur þann daginn. Börniti komu úr svefnherbergjum sín- um og settust til borðs. Augu móð- urinnar hvíldu á þeim. »Guði só lof að þau eru öll fr/sk«, hugsaði hún, »og væn eru þau nú líka, — þau gætu auðvitað verið betri; en þau valda mór þó eugrar verulegrar sorg- ar eða smánar. Borðið þið nú börrt, og svo skulnð þið fá jólaköku með kaffinu á eftir, og svo skulum við reyna að fá góðan dag í sameiningu«. Börnin litu hvert á annað. »Ósköp er mamma góð, við skulum reyna að vera reglulega væn svo það haldist allan daginn«, hvísluðu þau hvert að öðru. Svo kom bóndinn inn frá morgun- verkum sínum og settÍBt þögull við borðið. »Hann er svo þreytulegur og leiður á svipinn«, hugsaði konan, »já hann hefir nú sitt líka, eg er víst ekki ein um að bera byrðar!« Hún skar stóra sneið af jóla svíns- 67 lærlnu og lagði á diskinn hjá honum: »Borðaðu þetta góði minn«, sagði hún, »þú þarft eitthvað að styrkja þig á.« Bóndinn lelt forviða upp, hann hafði ekki vanist vinsamlegum orðum eða athöfnum hjá konu sinni um mörg ár, það glampaði á eitthvað í augum hans er hann fór að borða. »Eg held að við getum náð að kom- ast í kirkju í dag«, sagði konan litlu s/ðar, »það væri gott að fá að heyra guðs orð á þessum helgidegi«. Þegar kvöldið kom, sat bóndakonan aftur ein við gluggann. Hún var svo undarlega glöð og ánægð, sem hún hafði ekki verið / mörg ár. »Hvíl/k blessun er það sem hefir hvílt yfir þessum degi«, sagðl hún við sjálfa sig. Skyndilega kom henni / hng sýnin kvöldið áður, hún sló saman höndun- um — »það skildi þó aldrei hafa ver- ið einhver hæfa / þessu með nýju augun!« Hún lyfti hjarta sínu til Guðs: »Ó, faðir,« bað hún, »hafirðu gefið mór ný augu, og viljir þú hjálpa mór að gæta þeirra, þá held eg að það só enn þá framtið og v o n fyrir mig!« Bóndakonan öðlaðist farsælt ár. Það munu allir öðlast sem þarfnast fyrir ný augu og leita þeirra hjá Drotni. f kúlnahríð. Fornachon ofursti, leiðtogi Btarfs vors á Frakklandi var nýlega í London, og gaf þá ritstjóra euska Herópsins

x

Ungi hermaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.