Ungi hermaðurinn - 01.11.1920, Blaðsíða 4

Ungi hermaðurinn - 01.11.1920, Blaðsíða 4
84 Uugl henmaöurinn. hans héldu þó áfram að biðja og trúa. Bæn hina réttláta meguar mik- ils segir Biblian og það sýndi sig hér. Foreldranir voru nú skipuð til annars lands og Olafur varð að segja skilið við skólabræður sína og aðra sem honum þótti vænt um, Nú fór hann alvarlega að rannsaka sjálfan sig, og hann reyndi að komast að því, hvernig á því stæði, að hann væri svona óhamingjusamur og óánægður. Hann sá að löngunin eftir heimin- um og skemtunum hans hafði mest rúm í hjarta hans, og það þrátt fyrir það, að hann hélt sig frá mörgu, sem aðrir drengir leyfðu sér. Þetta, og svo það, að hann vissi að foreldrar hans báðu fyr- ir honum, gerði hann mjög óham- ingjusaman og iðrandi. Hvern sunnudaginn á fætur öðrum undruðust foringjar og her- menn yfir að sjá þennan 15 ára gamla dreng grátandi við bæna- bekkinn. Enginn vissi hvað hrærðist í hjarta hans, eða að í hvert sinn kom hann til þess að vinna nýjan sigur. Nú er hann með Guðs hjálp orðinn alt annar drengur. Smátt og smátt hefir Guð náð tökum á mótþróafullu hjarta hans. Litlu síðar fór Ólafur í skólann í einkennisbúningi Hjálpræðishers- ins. Hann fór til kennarans og bað hann að lofa sér að segja nokkur orð upp við púltið, og þegai' honum var leyft það, vitnaði hann fyrir félögum sínuin um afturhvarf sitt. Flestum drengjum líkar vel við þá sem eru hugaðir; flestir drengirnir voru alvarlegir, aðeins fáeiuii' brostu, og einu sagði: »A11 right«, héðan af skaltu vera trúboðinn okkar. Ólafur er nú hamiugjusamur og góður drengur, sem skammast sín ekki fyrir að ganga með for- eldrum sínum, og vonar að geta fetað í fótspor þeirra sem Hjálp- ræðisherforingi. Mér verður á að spyrja: Eru nokkrir drengir líkir honum Ólafi? Aðeins lítili drengur. Það er sagt frá trúboða einuin á Indlandi, sem fór eitt sinn til þorps eins til þess að taka inn í söfnuð sinn þó nokkuð marga Hindúa, sem höfðu snúist. Þegar hann var að tala við þá, tók hann eftir dreng, sem hlust- aði á með mikilli athygli. Að endingu kom hann fram og spurði hvort hann gæti ekki líka feng- ið að verða meðlimur i söfnuð- iuum. Trúboðinn varð hissa, og sagði, að hann væri svo ungur og gæti því varla skilið hvað þetta væri mikið alvörumál, »en«,

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.