Ungi hermaðurinn - 01.11.1920, Side 5
Ungi hermaöurlnn.
I
85
sagði hann, »ef þú verður trúr
Drotni, og þeir sem þekkja þig
tala vel um þig, þá skal eg taka
þig-inn næst þegar eg kem. En
nú komu þeir fram, sem höfðu
verið teknir inn í söfnuðinn, og
Bögðu: »Þessi drengur hefir verið
verkfæri í hendi Guðs til þess að
snúa oss. Hanu ætti fyrstur að
verða tekinn inn í söfnuðinn,
hann hefir með vitnisburði sínum
og líferni samfæt oss um kraft
kristindómsins, og hann hefir
frætt oss um frelsisins vegc, sögðu
þeir.
Bandið sem fór í flækju
»Mamma, má eg ekki hjálpa
þér? spurði Árni litli, hann horfði
á að mamma hans var að vinda
fallegt rautt ullarband.
»Jú, það máttu vel, vinur minn;
en þú verður að fara mjög gæti-
lega að þvi, svo að þú hvorki
flækir það eða slítir Það er ekki
eins létt að vinda band, eins og
það lítur út fyrir að vera. Nú
Var Árni litli allra vænsti dreng-
ur; en honum hætti við að halda
a& hann gæti gert alt, og hann
yar líka mjög óþolinmóður.
‘Heldurðu ekki að eg geti það
^amma, það er ekki annað en
að láta bandið upp á hnikilinn,
eins og þú gerir, það er svo sem
ekki mikill vandi!«
Nú jæja, reyndu þá, eg skal
sýna þér hvernig þú átt að fara
að því!
Þú þarft svo sem ekki að sýna
mér það, mamma, eg get það vel.
»Það er gottc, sagði móðirin,
»nú getur þú reynt meðan eg
hátta litla bróður; en gættu þess
uú að taka ekki hespuna af stól-
bakinu, og slíttu það nú ekki!«
’ »Mamma heldur líka altaf að
eg sé smákrakki«, sagði Árni við
sjálfan sig, og flýtti sér að vinda
bandið.
Brátt fór hann að toga í band-
ið, svo þræðirnir fóru allir í ólag,
sumir voru slakir, aðrir voru
fastir, og hann gat engu tauti
komið við það.
»Þetta er ljóta bandiðc, hugs-
aði hann með sér, »hvernig stend-
ur nú á því, að það lætur svona?«
Hann togaði enn einu sinni í það;
en, nei, bandið var komið í flækju,
og hann komst ekki lengra.
»Nú veit eg það«, sagði hann
»það er stólnum að kenna, eg
skal taka bandið og láta það á
gólfið, og þá verður það víst gotU.
Þegar móðirin kom fram í
eldhúsið, þá sá hún drenginn
sinn sitja yfir einhverju, sem
liktist helzt flóknum, rauðum ull-
arlagði, það var hvorki hespa
eða hnikill.
Hún sagði ekkert, og þá sagði
Árni heldur ekki neitt; en hélt