Ungi hermaðurinn - 01.11.1920, Síða 7
Ungl hermaSurlnti.
87
kona ein kom inn og nálgaðist
litla hvíta rúmið.
>Elskan mín!« — konan and-
varpaði, og tárin komu fram í
augun á henni.
»Mamma, elsku góða mamma!«
Litli kryplingurinn var vaknaður,
og lagði nú mjóu handleggina
um hálsinn á henni, sem var
honum dýrmætust af öllu í heim-
inum.
Ferðin hafði verið löng og
þreytandi fyrir móðurina; hún
hafði orðið að þola miklar þreng-
ingar, og enda þótt hún reyndi
af öllunn mætti að vera sterk,
og láta ekki barnið sjá hvað hún
tók út, þá leið þungt andvarp
af vörum hennar.
»Mamma, góða mamma mín,
af hverju græturðu, viltu ekki
syngja fyrir mig? syngdu fyrir
mig sönginn, sem þú ortir sjálf,
mér þykir langvænst um hann«.
»Eg get ekki sungið, barnið
mitt!«
Og veslings móðirin grúfði and-
litið ofaní koddana og grét há-
stöfum.
Barnið leit angistaraugum á
hana, og litli kroppurinn skalf
af ,geðshræringu.
Nokkur augnablik lá hann
kyr og strauk hið fagra dökka
hár móður sinnar með hendinni,
því næst tók hann aftur um
hálsinn á henni, og urn leið og
bann þrengdi sér upp að henni,
bvíslaði hapn að henni;
»Mamma, eg skal syngja söng-
inn þinn fyrir þig, og kanske
Jesús láti þig þá syngja hann
með hjartanu«.
Og í næturkyrðinui heyrðist
skær barnsrödd, sem söng hvert
versið á fætur öðru, og litlu hand-
leggirnir þrýstu sér æ fastar
um hnakka móðurinnar. Alt í
einu hætti hann að syngja, og
hvíslaði: »Mamma min, er nú
ekki farið að syngja í hjarta
þínu?*
Og hjarta móðurinnar, sem
reynslan hafði gert hart og kalt,
opnaðist fyrir Guði, sem litli
drengurinn hennar treysti svo
fastlega. Aftur byrjaði drengur-
inn á fyrsta versinu, og þegar
það var á enda, tók móðirin und-
ir með honum, þrýsti barninu að
brjósti sér, og meðan tárin
streymdu ofan kinnarnar á henni,
söng hún' með skjálfandi röddu
sinn eigin söng um traust og trú.
Iiálfri stundu síðar sjáum vér
hana ennþá krjúpandi hjá rúm-
inu; höfuð drengsins hvílir upp
við brjóst hennar og fögru aug-
un hans eru lokuð þvi hann sef-
ur vært.
»Æ, Guð minn góður«, hvíslar
hún um leið og hún kyssir á
enni litla drengsins síns, »fyrir-
gefðu mér harðúð hjarta míns,
og taktu á móti þakklæti mínu
fyrir þessa barnssál. Afmáðu
það alt úr hjarta mínu, sem gerir
raér erfitt að segja: Verði þinn
vilji!«
Vilt þú ekki líka, lesari litli,
syngja sönginn um Jesú fyrir hana
mömmu þína.