Ungi hermaðurinn - 01.06.1922, Qupperneq 6

Ungi hermaðurinn - 01.06.1922, Qupperneq 6
46 Ungi hermaðurinn. Móðurást. Eftir að þurkar höfðu verið um langan tíma sumar eitt í Ameríku, geysaði ógurlegur sléttu- eldur, sem svifti marga nýbyggj- endur öllum eignum þeirra. Þegar eldurinn loks hætti að geysa, fór flokkur manna, sem bjargast höfðu, að rannsaka hve víðtæk væri eyðileggingin, og þegar þeir gengu fram hjá bruna- rústum af kofa einum, þá kom einn af hópnum auga á eitthvað, er líktist svartri hænu þar úti á enginu. Þegar hann kom nær, sá hann að það virkilega var hæna, hún var svört og mikið brend. Hænan sat með útbreidda vængi og í svo einkennilegum stelling- um, að það vakti athygli manns- ins, og hann langaðu til að vita hverju það sætti. Hann velti henni því með fætinum, en á Bama augnabliki komu í ljós 3 litlir ungar. Með fádæma þreki hafði þessi vesalings móðir staðist hinn æð- andi eld. Hún hafði setið hreyf- ingarlaus, og heldur kosið að brenna sjálf til dauða, ef hún með því gæti bjargað lífi litlu ung- anna sinna. Menn segja stundum, að hæn- ur séu heimskar, eða það virðist vera svo, en af þessari sögu getur þú séð, að þær eru ekkí heimskari en það, að þær geta elskað og að þær geta lagt líf sitt í hættu fyrir þá, sem þær elska Það er meira, en margir menn með heilbrigðri skynseffli geta eða gera. ' Vorar þreyttu mæöur. Ef nokkur á það skilið að vera auðsýnd alúð og virðing, þá ei' það hin þreytta, iðna móðir. Hver sá, sem hefir séð hirú1 iðnu hönd og hin mörgu spor hennar dag eftir dag, veit hví- líka byrði hún hefir að bera. Það þarf mikinn dugnað til þess að halda heimili í góðu lagi. Hugur hennar er sístarfandi* ekki við stórar eða miklar ráða- gerðir, en við óteljandi smámuni) sem verða að framkvæmast og má ekki vanrækja. Þegar aH gengur sinn rólega sama gang> þá ber lítið eða ekkert á starfl hennar, það er fyrst þegar veik- indi aftra henni frá að vinna að það finst hvernig hún hefir hald' ið heimilinu uppi. Hin þreytta móðir er þreyttust okkar allra- Það sem er erfitt, já ómögulegt fyrir manninn það tekur hún á sig með gleði, af því að kær- leikur hennar er svo innilegui

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.