Ungi hermaðurinn - 01.12.1924, Síða 2

Ungi hermaðurinn - 01.12.1924, Síða 2
90 Ungi hermaðurinn. Sönn jólagleöi. Fyrir börnin eine og hina full- orðnu er sameiginleg gleðiupp- Bpretta, og það er Jesús, hvers fæðingarhátíð vér höldum um jól- in. Ef að þú átt kærleika hans i hjarta þínu þá ertu hamingju- samur, þó þú eigir ekki margt tímanlegt til að auka jólagleðina. Vissasti vegurinn til þess að verða hamingjusamur er að gleðja aðra, þó það kunni að kosta sjálfs- afneitun. Aðfangadagskvöld eitt var veðr- ið svo vont, að það var varla komandi út fyrir dyr. Kristinn maður var á leiðinni heim til sín, þar sem hann vissi að kona og börn biðu eftir honum til að bjóða hann velkominn. Hann hlakkaði til að dvelja með þeim um kvöldið. En alt i einu datt honum ann- að heimili i hug, neyðarheimili, sem hann oft hafði vitjað, þar lá lítil stúlka, sem var krypling- ur. Hún átti engan föður, sem gat keypt handa henni brúðu, eða setið hjá henni um jólin. »Eg verð að fara þangað«, hugs- aði maðurinn með sér. Svo fór hann inn í búð, keypti brúðu, og flýtti sér til litlu stúlkunnar. Ó, hvað.’hún varð glöð, þegar hún sá vin sinn, og þegar hann gaf henni brúðuna, þá var eins og hún héldi á öllum auðæfuna heimBÍns i fanginu. Maðurinn fór glaður heim, og þó að það væri orðið svo framorðið, að Jitlu börn- in hans væru háttuð, var hann þó margfalt glaðari,af því að hann hafði gert kærleiksverk. Kæru börn, er ekki einhver vesalings drengur eða stúlka, sem þið getið hjálpað á þessum jólum — angurvært hjarta, sem þið get- ið glatt með ofurlítilli sjálfsaf* neitun? Hugsið um það! Læriö af sólinni. Veðrið hafði verið svalt um daginn, en er degi hallaði greidd' ust skýflókarnir sundur, og sóliú helti geielaflóði yfir héraðið. Þá heyrðist glöð barnsrödd hrópa: »Sko, faðir! Ó, sjáðu til> sólin skin eins bjart og henni er frekast unt«. »Skín hún eins og henni el frekast unt? Já, það gerir bdo vissulega«, svaraði faðirinn, ’°£ ef þú kærir þig um, þá getu’ þú likst sólinni*. , »Hvernig get eg það pabb1^ Segðu mér á hvern hátt eg Se það«.

x

Ungi hermaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.