Ungi hermaðurinn - 01.12.1927, Page 8

Ungi hermaðurinn - 01.12.1927, Page 8
Ungi hermaðurinn. 96 Ó, hvílíkur söngur! Heyrir þú ekki bergmál hans enn? Friður á jörðu, friður í þínu eigin hjarta. Þetta þýðir: Sátt við Guð og sátt við samborgara þína. Engir óvin- ir, að minsta kosti ekki af þinni hálfu. — Friður! fagra orð, mitt í þessa heims þrefi og sorg! Jóla-engill, engill barnanna, ver þú velkominn á mitt heimili! »Hversvegna skapaði Guð engl- ana?« spurði lítill drengur móður sína. Móðirin liafði ekki svar á reiðum höndum, en systir hans, ung að aldri, svaraði samstundis: »Skilur þú það ekki, að Guð var svo einmana og þráði ein- hvern fjelagsskap.« Já, kæru börn, Guð gerir alt í kærleiksríkum og vísdómsfullum tilgangi. Englana skapaði liann til að vera boðbera sína, til að vernda börnin og leiðbeina þeim, sem erfa skulu eilífa sælu. Leyf þú jólaenglinum bústað j hjarta þínu. Fuglunum gefið jólatrje. Nokkrum börnum, sem jeg þekki hugkvæmdist sjerkennileg ný- breytni síðastliðinn vetur, sem mjer þótti mjög fögur, og jeg er sannfærður um, að mörg börn fýs- ir að gjöra það sama, þegar þau hafa heyrt hvað þetta var. Börnin, sem jeg mintist á, áttu ljómandi fellegt jólatrje. og vitan- lega var það hlaðið ýmsum girni' legum gjöfum, Á nýjársdag buðu þau til sín mörgum leiksystkinum sínunr til að njóta þess sem á trjenu var; og þegar trjeð varal- rúið, var því kastað út. Meðan börnin stóðu við glugg' ann og horfðu á trjeð, sem þau höfðu þegið svo margt og mikið af, sáu þau smáfuglahóp þyrpast um trjeð og kroppa greinar þess. Þá kom einu barninu óskaráð í hug, það var dálítill drenghnokki. »Heyrið þið«, sagði hann. »Nú tökum við kökur og annað góð' gæti og hengjum á trjeð handa fuglunum. Þá fá þeir líka jólatrje!« Og það varð orð að sönnu. Fugl' arnir fengu sitt eigið jólatrje, og það var svo að sjá, sem þeir nytu þess engu miður, en börnin höfðu gert. Þetta skeði í einu af kauptún- unum okkar, þessvegna voru það ekki svo fáir, sem sáu þetta jóla' trje, er fuglarnir voru að gæða sjer af því, og margir drengir og stúlkur ákváðu þá þegar, að þetta sama skyldu þau gjöra næstu jól- Utg. eg ábm. Árni M. Jóhannesuon, leiöt. ísafoldarprentsmiSja h.f.

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.