Ungi hermaðurinn - 01.12.1927, Page 2

Ungi hermaðurinn - 01.12.1927, Page 2
90 Ungi hermaðurinn JOLATRJEÐ. HELQISAQA. ,í|^éEGAR halda átti jólahátíð í fyrsta sinn á Norðurlöndum, bauð Guð taðir þrem englum sín- um að fljúga af stað og leita að jólatrje. Það voru þeir englar, sem honum voril allra engla kærastir: Engill trúarinnar, engill kærleikans og engill von- arinnar. Þeir flugu yfir akrá og engi, og stefndu áskóg- inn langt úti í víðblám- anum. Það var hörku frost. — Englarnir töluðu hver við annan. — Engill trúarinnar, er fagur fannhvítur engill með skær, blá augu, sem stara jafnan beint inn í heiðan himin Guðs. Hann sagði: »Eigi jeg að velja jólatrjeð; j)á vel jeg trje, sem er í líkingu við krossinn, en vex þó þráðbeint upp mót himni og sólu«. Engill vonarinnar sagðí: »Jeg vil velja trje, sem visnar ekki; það á að vera harðgert og standa sí- grænt í vetrar-hörkunum, eins og lífið. sem sigraði dauðann«. Engill kærleikans, sem var feg- urstur af þeim öllum, mælti: »Það trje sem jeg mundi frek- ast kjósa, á að vera hlýlegt út- lits og breiða greinar sínar til verndar öllum smáfuglum«. Og hverskonar trje völdu þeir svo? Hið blessaða grenitrje, sem ber kross á hverri grein, er sígrænt — vet- ur sem sumar — og teyg' ir greinarnar í allar átt- ir til skjóls og verndar smáfuglaskaranum. Þegar þeir höfðu fund- ið það, fýsti þá að gefa þvi sína gjöfina hver. Engill trúarinnar gaf því skínandi jólaljós, svo að það skyldi end' urspegla dýrð hinnar fyrstu jólanætur. Engill vonarinnar gaf því tindrandi stjörnú til að bera á kollinum. En engiH kærleikans hlóð á það jólagjöfuni hátt og lágt. Það er langt síðan þetta bar við, en æ síðan hefir jólatrjeð verið boðberi ljóss, friðar og guðlegs kærleika á hverri jólahátíð. Það er ævarandi tákn um nálægð barna- vinarins mikla, sem Guð gaf mann' kyninu í jólagjöf.

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.