Templar - 04.01.1904, Síða 4

Templar - 04.01.1904, Síða 4
2 Félagslíf. Flestir hugsandi framfaramenn álíta það, að félagslíf sé eitthvað með því helzta til þess að hefja þjóð vora á braut framfara. Félagsandinn er líka altaf smámsamán að komast meir og meir inn í meðvitund manna, enda má óhætt segja að vér vær- um ilia staddir án hans. Yér íslendingar erum yfjrleitt svo smáir, og svo efnalitlir, að hver einn einstaklingur má sín iítils, og hið eina ráð við þvi, er það að sameina kraftana, mynda félög. Sundrunar- og tortrygnis-andinn er hefir ríkt hér í landi svo lengi er nú að smá- hverfa, enda er' sundrungin búin að gera oss ísiendingum nóg mein þó hún ekki geri það meir. En samt ei of mikið af sundrunginni enn, fjöldi manna sem hverki kann eða vill meta félagsskapinn eins og hann á skiiið. Þannig hefi eg hitt einn bú- anda norður í Strandasýslu, er viðurkendi engann félagsskap, ekki einu sinni búnað- arfélög sem eg hélt að flestir nú orðið myndu viðurkenna að gera mjög mikið gagn. Og hvað er orsökin til þess að menn ekki enn eru farnir að viðurkenna nytsemi félagsskaparins ? Eg býst við því að svör- in verði mörg, og eg geti ekki svarað því til fullnustu. Ekki getur það verið vegna þess að félagsskapur hafi eigi verið brýnd- ur fyrir þjóðinni. Fjöldi manna hefir gert það. Tryggvi bankastjóri Gunnarsson hefir sífelt verið að því t. d. í Almanakinu sem er mjög útbreitt. Þórhallur lector hefir og unnið mjög að því. Og þó er árang- urinn fremur lítill. Raunar má benda á ýmsar framfarir á síðari árum sem eru að þakka félagsskap t. d. mjóikurbúin, kaup- félögin, ræktunarfélag Norðurlands o. fl. en það er of lítið. Þjóðin virði.st ekki vera fallin til fulls frá sundrunginni. En þessir menn er hafa verið að sýna fram á nytsemi fólagsskaparins eiga miklar þakkir skildar, þótt árangurinn mætti verða meiri- <0,. Eins nauðsynieg félög og búnaðarfólög- in eru, er í mörgum sveitum ekki til búnaðarfélag að eg ékki taii um lestra- félög eða bindindisfélög sem bæði eru til gagns og ánægju fyrir sveitina. Eg held að ein af aðalorsökunum til þess sé sú, að unglingarnir venjast engu félagslífi. Hver þeirra bograr sér út í horni, og sér engan félagsskap fyrir sór. Þótt búnaðarfélagsnefna sem annaðhvert held- ur einn fund eða engan á ári sé í sveit- inni getur hún ekki gert menn mjög félagslynda. Til þess þurfa félögin að halda fundi, og láta menn starfa sem mezt. Þá þegar einstaklingurinn fer að starfa fyrir félagið, þá fyrst vekst áhugi hans fyrir því, og hafi hann fengið áhug.r á cinu, fær hann það og brátt fyrir öðru. Af þeim fólögum er starfa hér á landi er ekkert þeirra eins vel falíið til þess að glæða félagsanda meðlimanna og gera þá áhugasama og Good-Templarfélagið. Um það þarf ekki að þrátta, það er margreynt, og er líka fjarska slriljanJegt þegar gætt er að lögum þess og venjum. Fundahöld í því eru, eftir því sem hér er, fremur mikil en hitt, og störfum er skift á með- limina. Það er því ekki nema eðlilegt að áhugi vakni fyr í því, en öðrum fólögum, og að meðlimir þess verði yfirleitt nýtari félagsmenn. Það má og benda á ótal dæmi til þess að sanna þetta. FéJagið tekur og við unglingunum meðan þeir eru ungir — ' 12 ára — þeir venjast félags- skapnum og ef til vill starfa eitthvað, þegar þeir svo verða eldri verða þeir hæf- ari til félagsstarfa, auk þess sem þeir oft- ast eru betri borgarar en þeir hefðu ella verið. Þeir verða betri að koma fyrir sig orði, kunna betur að hegða sér á mann- fundum o. s. frv. Þessi álirif Goodtemplarreglunnar met eg svo mikils, að eg álit að stúka ætti að vera í hverri sveit, enda er eg sarm- færður um það, að eftir nokkur ár mundi það koma í ljós að gagnið er mikið. Það er vitanlega gott að vera reglumaður og neyta eigi áfengis, en þegar þar við bæt- ist að maðurinn er fólagslyndari, frjálsari í framkomu, og getur betur komið sér á- fram, þá er auðsýnt að hann má sín betur en hinn sem, þótt hann sé reglu- samnr bograr sér, og vill ekkert eiga við fólagsskap. Og nú þegar mikið er rætt og ritað um framfarir og hið laklega ástand land- búnaðarins, álit eg að hver bóndi eigi að hugsa um að gera börn sín sem bezt úr garði, og sveitinni sem mest gagn, og það gerir hann með því að láta börnin fara i stúku sem er í sveitinni. Só hún eigi þá er að stofna hana. Það mundi fljótt hafa þau áhrif á sveitina að menn yrðu áhugasamir og félagslyndari í öðrum málum, og þá — þá fyrst koma framfar- irnar svo að verulegt gagn er að þeim. Arvakur. þetta hefir á einstaklinginh og heimili hans er margfalt verra. Þegar einstaklingurinn er orðinn ölvaður fer virðing hans fyrir helgi jólanna minkandi og trúarlíf hans verður daufara en ella, enda kemur það og oft berlega í Ijós. Þannig var drukk- inn maður í dómkirkjunni á jóladaginn að „slá takt“ með höfuðfati og vasaklút sín- um, auk fleira slíks, er sást þar. Finnst mér slíkt bera ljósan vott um virðingar- skort fyrir kirkjunni, Og við hverju er að búast öðru, þegar menn eru ölvaðir—hálf- vitskertir. Ekki sást minna af því á götunni frá kl. 2—4 um nóttina. Ölvaðir karlmenn og hvennmenn voru allvíða. Þannig mætti einn heiðvirður borgari bæarins flokk karla og kvenna uin nóttina kl. að ganga 3, og voru allir ölvaðir, konur sem karlar. Þeg- ar hann gekk fram lijá, voru honum boð- in „gleðileg jól“, en um leið reið að hon- um högg, en hitti eigi. Það átti, að því er virtist, að vera kinnhestur. Það er æ- tíð leiðinlegt að hitta þvílíka náunga, en aldrei er það leiðinlegra eða á ver við en á jólunum, liinni lielztu liátíð vor kristinna manna. Það væri óskandi, að vaxandi siðmenn- ing og menntun takist að útrýma þessum ósið, þvi þótt mennirnir geti eigi staðist áfengisfreistinguna að jafnaði, sem auðvit- að væri hið alira bezta. þá ætti þó trú þeirra, umhyggja fyrir öðrum, siðmeiming: og menntun að kenna þeim það, að þeir stórhneyksla hvern heiðvirðan borgara með' „jólatúrnum" sínum. Vonandi er, að næstu jól verði betur haldin, og eigi jafnsvívirt af áfengisneyt- endunum og þessi jól hafa verið. Jólasveinn. Nýar stúkur. Jólin og* jólafagnaður. Flestir munu viðurkenna það, að einhver helzta hátíð ársins eru jólin, og til engr- ar hátíðar hiakka börnin jafnmikið og til þeirra, enda hefir mest verið haft við þau, Hveit heimili reynir að gera sitt til þess að verða sem mest aðlaðandi, börnin fá að fara i beztu fötin sín og eru gefnar jólagjafir, og hinir eldri reyna að gera sitt til þess að skemta sér sem bezt. Fólkið fer í leiki, spilar, dansar o. s. frv. Sumir, og það náttúrlega mest karlmennirnir, sitja og dreklca áfengi. Eg hefi eigi áður ver- ið hér um jólin, en tg tók eftir því nú, að ekki svo fáir hafa eytt þannig jólunum, og það bæði gamlir og ungir, heimilisfeð- ur og synir. Hvernig haldið þið, að jóla- hátíðin sé haldin hjá slíkum heimilisfeðr- ujn? Haldið þið, að jólin séu skemtileg fyrir konu hans og börn ? I-Iann kemur heim um nóttina kl. 2, 3, 4, jafnvel 6 ár- degis, blindfullur og slagandí, lieimtufrek- ur og skapillur, og hefir eytt fé frá konu sinni og börnum. Og ungu mennirnir sitja am'svalli, og koma svo þreyttir og dasað- ir héim, sumir bæði eyðilagðir á líkama ■og 'Sál. Þ;ið gerir minna, þótt ný föt og háttar séu gjöreyðilagt, en hitt, þver áhrif X Brimaldan nr. 89 heitir ný stúka er br. Hjörleifur Einarsson prófastur að UndirfeJli hefir stofnað að Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Nákvæmar um hana síð- ar. Q Garðarsey nr. 90 heitir ný stúka- er br. Sigurður Eiríksson stofnaði 5 f. m. á Miðnesi. Stofnendur hennar voru 14 að tölu. Þessir voru kosnir embættis- menn: Æ. T. Guðjón Jónsson. Ökrum. V. T. Eydís Ingibjörg Guðmundsdóttír. Rit. Tómas Guðnason, Busthúsum. F. R. Eir. Pétur Þórarinsson, Löndum. G. Ásbjörn Pálsson. Kap. Guðný Guðnadóttir. D. Kristjana Þórey Jóhannsdóttir. V. Magnús Hákonarson. Ú. V. Magnús Pálsson. A. R. Felix Magnússon. A. D. Vigdís Sigurðardóttir. F.Æ. T. Júlíus Helgason. Sem umboðsmanni var mælt með Magn- úsi Þörarinssyni Löndum. X Valkyrja nr. 91 heitir ný stúka er br. Bent Bjarnason stofnaði á Patriksfirði 8 Nóv. s. 1. Stofnendur stúkunnar voru

x

Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.