Templar - 16.01.1906, Blaðsíða 3

Templar - 16.01.1906, Blaðsíða 3
TEMPLAR. XIX. ár. Reykjavík. 16. Jan. 1906. 1. blað. Jafnframt því er Templar byrjar 19. árgang sinn, vill hann óska kaupend- um sínum og lesendum alls góðs á nýa árinn. Síðastliðið ár hefir verið allviðburða- ríkt fyrir málefni vort. A því var haldið stórstúkuþing og voru þar tekn- ar ýmsar mikilsvarðandi ákvarðanir, en frá þeim hefir áður verið skýrt í blaðinu. 1 sumar á Alþingi komst málefni vort góðtemplara lengra áleið- is cn jafnvel nokkuru sinni fyr, þar sem þingið samþykti að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu um aðllutn- ingsbann á áfengi. Þessi atkvæða- greiðsla verður að vera oss til sóma og vér templarar verðum »beita voru ítrasta megni« til þess að svo verði. Síðasta ár hefir Templar flutt mynd- ir af ýmsum góðtemplurum og bind- indissinnuðum mönnum, alls voru þær 11. í þessum árgangi verða enn fleiri myndir, verða þær aðallega af templ- urum og þingmönnum þeim, er fylgja aðflutningsbanninu, eða hafa styrkt það. Erum vér þess vissir, að kaup- endur kunna þakkir fyrir þær. Auð- vitað er það, að blaðið verður útgef- endunum nokkuð dýrara fyrir. Á síðasta stórstúkuþingi var þess óskað, að blaðið breytti um nafn, en vér höfum eigi fundið næga ástæðu lil þess, erida er það áreiðanlegt, að marg- ir eru því móthverfir. I’á var sam- þykt að ræða lleira en bindindismál- efni og' mun það verða gert að svo miklu leyti sem rúni og föng leyfa. Þegar litið er yfir árið 1905, þá verða templarar að vera glaðir yfir lramför- um Reglunnar á því ári. Gerðir þingsins einar væri meira en nóg til þess, en auk j)esshctir Reglanbreiðst mikið út. Reglu- boði vor, br. Sig. Eiríksson, befir eigi verið aðgerðalaus; hann hefir stofnað margar stúkur. Reglan er því að ná yfir fleiri og fleiri sveitir, en þeim mun fleiri verða fyrir hinum heilnæmu kenningum liennar. Komandi ár verður undirbúningur- inn undir siðari tíma (1908). Starf vorl verður að beinast sem mest að þvi að úrslit atkvæðagreiðslunnar verði góð. Vér megum ekki sitja aðgerða- lausir og halda að oss höndum, enda sæmir það eigi fyrir meðlimi af I.O.G.T., því Reglan krefst starfsemi og fram- takssemi. Vér verðum að sýna að vér erum hlutverkinu vaxnir. Templar óskar þess af heilum hug, að svo sé, og að vér sigrum í baráttunni. Heill sé hverjum þeim er styður baráttuna gegn áfenginu Og hjálpar til þess að áfengið sé gert landrækt! fæddisl í Rangárvallasýslu 28. Septern- ber 1857, ólst [>ar upp. Hann gekk á Möðruvallaskólann og útskrifaðisl þaðan 188-1 með fyrstu einkunn. Hann kvænt- ist nokkuru síðar Jónasínu Sigurbjörgu Sigurðardóttur frá Brúnagerði í Fnjóska- dal, sem dó löngu á undan lionunr. Einn son átlu þau hjón sem Ásgeir heit- ir, og sem enn er lílt upp kominn sak- ir æsku. Hjálmar heitinn var á Eyrar- bakka bæði við kenslu og verslun. Hann varðmeðlimurstúkunnar Eyrarrósin þegar hún var stofnuð* 2 3 Var æ. I. þeirrar stúku unr ') Faöir hans var Siguröur bóndi á Vind- ási í Hvolhrepp, Rergsteinssonar hrepþstjóra á Argilsstööum, Sigurðssonar á Árgilsstööunr (f 4 */7 3 79G), Sigurössonar. Móöir lians var Margret Jónsdóttir ská/ds i Skarfanesi, er kallaðurvar »Torfabróðir« og nafnkunnur er fyrir kvæöadeilur sinar við séra Pál skálda. 3) Pað var 10/7 1880 seui br. H. S. gerðist templar, 1887 tók hann stórstúkustig og 10 Júni 1901 hástúkustig. hriðog framarlega í öllum hennar málum. Kringum 1890 flutti hann sigtil Ileykjavíkur og gaf þar út Norðurljósið 1893, og hafði kenslustörf á höndum. Varð skrif- ari hjá amtmanninum í Suður- og Vest- uramtinu og gjaldkeri við holdsveikra- spítalann og hafði báðum þeim störfum að gegna þegar hann dó 24. Sept. 1903 eftir langa sjúkralegu. Hjálmar Sigurðsson var einkar vel gefinn maður að mörgu leyti. Hann hafði fágætar sálargáfur og þeir sem með honum voru á Möðruvöllum sögðu, að það væri ekki til sem hann ekki gæli lært og skilið. Hann var skáldmæltur vel, en orkti eða samdi aldrei annað en það sem faflegt var. Hann liélt góðar ræður, hver setning var mergjuð og liann lagðist djúpt þeg- ar hann talaði, liklega ofdjúpt fyrir llesta af áheyrendum þeim, sem liann vana- lega hafði. Þegar hann talaði við aðra kom það undir eins i ljós, hve vel mentaður maður hann var. Hann hafði ckki taíið sig á því og sjálfsagt ekki haft tækifæri til þess heldur, að læra latinu og grísku, enda hjálpar kunnátt- an í þeim málum sjaldnast um umtals- el’nið. H. hafði stundað náttúruvisind- in umfrain flest annað, en var alstaðar lieima í gagnfræðum — sem svo eru köll- uð. Hann Ias mikið og þekti llestar liugsanastefnur vorra tíma miklu betur en alment gerist, jiótt eingöngu sé átt við mentaða menn. II. var einn hinna áhugamestu bind- indisvina, sem Reglan hefir ált. Hann var bjartsýnn í bindindismálinu, eins og í öllum öðruin málum. I Stórstúkunni Jjjónaði hann ýmsum embættum. Hann var s. g. u. t. eitt kjörbil; enginn skrif- að stórhugaðri bréf en hann; það kom af bjarlsýni lians, sem kastaði morgun- roðageislum á alt ókoinið og óskeð sem liann leit á. Al' þessari gullroðnu fram- tíð fékk liann að eins lítið að sjá, því honum entisl ekki aldur til þess að lil'a fram yfir J>á daga sem nú eru. Hann var einhver liinn áreiðanlegasti bind- indisvinur sein Reglan hetir átt og hefði getað sagt, ef hann hefði litið yíir 17 ára bindindisslarf sill rétt áður en liann dó »eg stend þar sem alt af eg stóð«. Jafnvel eftir að hann lagðist bana- leguna hafði liann afskifti af bindindis- málinu lyrir ulan sjúkraherbergið. Hjálmar heitinn liafði j)á trú, sem al- ment mun vera hjá mentuðum mönn- um; liann trúði á Guð og annað líf. Aldrei lieyrðu menn hann segja nokk- urt orð, sem gat hneykslað þá, sem trúa öllum kenningum kirkjunnar, aann var annaðhvort of grandvar eða hafði of

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.