Templar - 16.01.1906, Blaðsíða 4

Templar - 16.01.1906, Blaðsíða 4
T EMPLA R. 9 Templar keniur út annanhvern Priöjudag, alls 20 blöð. Verð árgangsins 2 krónur er borgist fyrír 1. Júlí. Uppsögn skrilleg fyrir 1. Okt. og pvi að eins gild að kaupandi sé pá skuldlaus. Afgreiðslimiaður blaðsins er br. Jólia/nn Kristj- ánsson, Austurstræti 3 í Reykjavik, og i>er að senda honum alt er viðkeimu- afgreiðslunni. Hann annast og auglýsíngar að öllu leyti. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: IPótm* Zójiliónías- son, Box 32 A, Reykjavík. fínar tilfinningar fyrir sannfæringu ann- ara til þess. Hjartsýni H. kom greinilegast fram í pólilík. Hann var luigrakkur og áreið- anlegur skoðanabróðir. Fylgi hans að málum var fýlgi, sem aldrei hrást. Slefn- an var ávalt hin sama. Stefna iians var svo bjartsýn, sem hún orðið gat vegna tröllalrúarinnar sem hann hafði á framtíð íslands. I’eirri trú gat ekkert bifað. Eiginliagsmunir voru þýðingar- lausir. Ef stefnunni og þeim lenli saman, því þá var hagsmunu nuni kastað fyrir borð. Þegar H. skrifaði um ísland einhverju sinni, sagði hann að í Geysisdalnum (Ar- ness- og Rangárvallasýslumjgætulifað 800 þúsund manns og á öllu Islandi mundu 5 miljónir manna geta fæðst og klæðst og mestrar gleði fékk það honum, að þessi ritgerð var lögð út á þýsku og þýðing- in þrentuð í tímariti þar. Auðvitað mun H. í þessum útreikningum sínum hafa flogið einna hæst. Hann lét sér ekki síður ant um andlegu framfarirnar en hinar. Meira ljós vfir landið vildi liann og el' hann hel'ði verið j)css um kominn, þá hefði hann gerl kral’taverkið, sem skáldið biður Guð um að gera i einu af þjóðhátíðarkvæðunum, og »lvft vorri ])jóðsál um J)úsund ár upp mót sólu«. Það er furða, hve lílið liggur eft- ir H. svo sjáanlegt sé. Það bar margt til j)ess. Honum fanst alt mann- legt hugnæmt og það dreiíir kröftunum. I pólitík er sá sterkastur, sem ekki berst fyrir fleiri málum, en einu í senn. H. var svo bjartsýnn, að inönnum mun liafa fundist að hann væii ekki hygginn í skoðunum og að þess vegna væri ekki ráðlegt að gera hans skoð- anir að sínum. Að síðustu skorti H. fegurð á vöxl, í limahurði og í látbragði, þótt hann væri liáttprúður, að hann naut sín ekki innan um ókunnuga fyrir því, og J>að ætla eg haíi mest hamlað honum frá þeirri forustu meðal manna, sem liæfilegleikar hans og þekking liel'ðu átt að leggja honum i skaut. Þegar menn fóru að þekkja H. livarl' þessi ytri fegurðarskortur og ])á fann liver maður brátt að H. liafði fagra sál, sem þyrsti eftir fegurð í útliti, listuin og hugsjón- um. 1. E. Nýar bækur. Southworth, E. D. E. N.: Kapitola. Kostnaðarm. Jóh. Jóliannesson. Rvík 1905. 814 bls. 8vo. Saga j)essi hefir áður verið gelin út í Vesturheimi og kom þá nokkuð af henni hingað, en það þó fremur Htið eins og venja er um þær bæk'ur. Sagan lielir því altaf verið sjaldgæf hér. Kapitolaer það, sem kallað er wframúrskarandi spenn- andi saga«, og það er engum efa undir- orpið, að tlestir er sögur lesa, munu vera svo gerðir, að J)eir vilja ekki hætta við liana í miðju kaíi og kasta bókinni, haldur lesa af kappi þar til sögunnierlokið. Allar þær sögur, sem svo eru, eru venju- lega að eins lil ánægju á meðan á lestr- inum stendur, en ilytja cngar liáíleygar kenningar um lífið eða lilgang ])ess, sið- IVæði eða annað þess háttar, sem nú er efst á baugi í skáldsagnaheiminum. Að- alsöguhetjan, stúlka að nafni Kapítóla, er svo dugleg, áræðin, snarráð og ein- beitt, að lesarinn dáist að henni. Það er litlum efa vafið, að saga þessi hlýtur að seljast vel, og ílestir ef ekki allir, er hana lesa, hafa ánægju af lestrinum. Cobb, Sylvanus: Vaídi- mar munkur. Kostn- aðarm.: Jóh, Jóhannes- son. Rvík 1905, 272 hls. 8vo. Um sögu þessa er hið sama að segja og hina lyrnefndu, að hún heíir áður verið áður prentuð í Vesturheimi, og þótti einliver besta sagan þar, en það segir eigi svo lítið, því svo mikið orð hafa þær Lögbergs og Heimskringlusög- ur á sér. Höfundur sögu |)essarar hefir ritað fjölda af skáldsögum og eru þær allar ætlaðar lil þess, að leggja ekki bókina frá sér fyr en hún er lesin spjalda á milli. Þetta tekst honum líka altaf og ekki hvað sísl í jVessari sögu, J)ar sem Pétur mikli Rússakeisari er látinn starfa sem dularklæddur munkur og koma því til leiðar að elskendur ná saman og lá að unnast. Walsh, George E.: Kyn- legur þjófur. Hættu- leg hagnýting dáleiðsl- unnar. Þýtt af M. IJ. Kostnaðarm., Jóh. Jó- hannesson. Rvík 1905 170 bls. 8vo. Saga J)essi er eins og hinar »s])enn- andi saga«, en hún er jafnvel talsvert meira. Hún getur gerl talsvert til ])ess að vekja eftirtekt manna, bæði á dá- leiðslu, hættum þeim sem gela stafað af henni, og á J)vi, hve gott það sé að vera gætinn og eftirtektasamur. Sagan skýr- ir frá lækni, er dáleiðir mann og lætur liann meðan hann er dáleiddur stela fyrir sig. Jalnframt þessu er valið inn í söguna ástmáli og nauðsynlegum spæ- urum, og gerir það að verkum, að sagan örfar lesandann til lestursins. Málið á bókinni er fremur gotl, en J)að er meir en hægt er að segja um fýrri sögurnar. Hinn óttalegi leyndar- dómur eða brúðkaups- kveldið sem enginn skyldi. Saga frá Ame- ríku, Koslnaðarm. Jóh. Jóhannesson. Rvík 1905 223 bls. 8vo. Hún er af sama sauðahúsinu og hin- ar þessi saga, en þó lalsverl ólík þeim; maigir viðburðirnir í henni eru svo ótrú- lega lýgilegir að stór furða er. Sögu- hetjurnar »fara í eld og brenna ekki, fara fyrir björg og brolna ekki og fara í sjó og sökkva ekki«. Meira að segja þó þær séu lagðar með rýting og síðan kastað i sjóinn, J)á Iifa þær sainl besla lífi; J)urfa raunar nokkurn tíma lil þess að ná sér, en þó fremur stuttan, sem ekki er undravert. Samt munu ýmsir hafa gaman af sögun’ni. Fjórblaðaði smárinn. Pýtt úr dönsku. Útg.: Jóh. Jóhannesson. Rv. 1905. 15 bls. 8vo. Smásaga þessi skýrir frá smádreng, sem með sérstakri ásl getur komið miklu góðu til leiðar. Sagan er óhikað góð handa unglíngum. Bawr. Blindi maður- inn. Frönsk saga. Kostnaðarm. Jóh. Jó- hannesson. Rvík 1904. 48 bls. 8vo. Saga J)essi lýsir dreng, sem af ein- skærri meðaumkvun og góðvild stvður og hjálpar gömlum og blindum inanni. Við hjálp drengsins kemst á fót hin tryggasta og besta vinátta milli drengs- ins og mannsins. er verður síðar dreng- nuin til hins hesta. Það er hið sama að segja um þessa sögu, eíns og Fjórblað- aða smárann, að luin er einkum ætluð lýrir unglinga, enda hlýtur liún að hafa góð áhrif á ])á. Allar þessar hækur, sem hér eru tald- ar, lieíir br. Jóhann Jóhannesson gelið út síðastl. ár, og það erekki svo lítið, jafn- vel mjög mikið, þegar litið er lil þess, að þetta er fyrsta ár lians sem hókaút- gefanda, og að liann hefir eigi úr mjög mildu að miðla. En á komanda ári mun hann gefa út margfalt meira, enda hafa hækur lians selsl mætavel. Eins og vikið er að hér lýr, hafa tvær ])essar bækur áður verið gefnar út í Vesturheimi og liann liefir því látið ])renta þær upp. Þetla verðum vér að álíta að sé illa farið, og vonandi verður ráð- in bót á þessu með rithöfundaréltarlög- unum er öðlast gildi 23. Febrúar n. k. Fyrir þetta mætti br. Jóh. Jóh. ofurlít- illi mótstöðu af félagi bókaútgefenda, og bóksölum var bannað að selja bækur lians. Það er þvi enn meiri ástæða til þess að dást að dugnaði br. Jóh. Jóh. að vera búinn að selja allar bækur sín- ar. En nokkuð virðist það vera ein- kennilegt.að Bóksalafélagið sé stórreitt(ll) út al' þessum gerðum br. Jóli. Jóli., því víst er um þnð, að eigi eru öll handrit meðlima þess svo vel fengin, að eigi yrði eitthvað \ ið eignarréttinn að allniga samkvæmtrithöfundarétts-lögunumvænt- anlegu. ---— • • « — — Bæarfulltrúa-kosningm fór frain hér 3. |). m. Voru þar kosnir (5 hæarfulltruar af hærri gjaldendum bæarins. Kosningin var fremur vel sótt, því alls kusu 280 al’ 428 er voru á kjör- skrá, en af þessum 280 atkv. voru 3 atkv. ógild. Næst áður þegar kosið var, var hlutfallið 188 af 293. Það var í fyrsta skilti nú, sem kosið var eftir hlutfallslögurium, er voru sam- þykt á þinginu 1903, og munu flestir hafa sannfærst mn það, að þau eiga alls ekki við hér. Menn kunna ekki að notfæra sér þau, og flokkaskifting sú, sem á sér stað hér, er ekki þannig vax- in, að á henni sé rétl að byggja slíkar kosningar. Ekki voru þeir færri en 8 listarnir er kjósa átli eftir, en þó voru að eins 12

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.