Templar - 22.08.1907, Blaðsíða 1

Templar - 22.08.1907, Blaðsíða 1
TEMPLAR. XX. ár. Reykjavík, 22. Ágúst 190Y> F’i iÖr-ik VIII. Konungur vor, Friðrik hinn 8., er fæddur 3. júní 1843. elsta barn Ivristj- áns konungs vors hins 9. Hann varð þannig 64 ára gamall nú í sumar. Ekki er nema rúml. hálft annað ár síðan hann tók sjálfur við ríkisstjórn, 29. Janúar 1906, við andlát föður síns, en fylgl hefir hann rækilega með í stjórnmálum ríkisins mestan hluta ævi sinnar, og með því að hann er mjög góðum hæfilegleikum búinn, að- gætinn og alhugull, er kunnugleiki hans á mönnum og málefnum mjög mikill og glöggur. Hann er ágætlega mentaður maður og hefir selt sér það markmið, að skapa sér sjálfum sem réttástan og ýtarlegastan skilning á hag þegna sinna og áhugamálum þeirra, landsháttum og lífsskilyrðum. Vér getum verið þess íullvissir, að hann hefir allað sér glöggrar þekkingar á sögu vorri, lifnaðarháttum, atvinnu- málum og þjóðareinkennum og hann veit meira um skoðanir og framkomu mjög margra íslenskra manna í ýmsum málum en ílesta getur grunað. Og til Islands kom hann í sumar aðallega í þeim lilgangi. að sjá með eigin augum landsliáttu vora og lifnaðarháttu ogauka þeltking sína á mönnum. Hann gerði sér því far um að tala við sem llesta íslenska menn og konur; mun það hafa verið mörg hundruð manns, er liann heilsaði með handabandi og átli tal við meðan hann dvaldi hér. Hann er einkar Ijúfmannlegur í viðmóti og virðist það eiga mjög vel við hann, að vera innan um alþýðu, og það er bersýnilegt, að hann vill afia sér trausts og vinsældar almennings. IJað er heldur enginn eíi á því, að honum mun lakasl það, ljúf- menska hans er svo hjartanleg og brjóst- gæði hans svo bersýnileg. Hann er fríður sýnum og höfðing- legur, fremur grannvaxinn og meðal- maður á hæð, líkamaléttur og frár á fæti, fjörugur og glaðlyndur, sparneytinn og hófsamur. Hann er mælskur og á létt með að orða hugsanir sínar skírt og vel, röddin fremur há og skær, en 16. blað. ekki að því skapi karlmannleg og hljómsterk. Hann er guðhræddur og trúmaður og liefir valið sér fyrir einkunnarð: »Dom- inus mihi adjutor« (Drottinn er minn hjálpari). Drottning lians er Lovisa, dóttir Karls 15. Svíakonungs. f. 31. okt. 1851, lifa nú 7 af börnum þeirra: 1. Kristján krónprins (f, 1870, 2. Ivarl (f. 1872. Nú Hákon 7. konungur Norðmanna), 3. Haraldur (f. 1876), 4. Ingibjörg (f. 1878 gift Karli Svíaprins), 5. Þyri (f. 1880), 6. Gústav (f. 1887) og 7. Dagmar (f. 1890). H. J, Fábjánar — áfengi. Fábjánar eru þeir kallaðir alment, þar sem skynsemi og annar þroski vit- undarlifsins er á mjög lágu stigi. Sjúk- leika þenna taka þessir aumingjar ann- nðhvort þegar í móðurlífi eða rétt eí'tir fæðingu. A lægsla stigi eru fáhjánar gersamlega ómóttækilegir fyrir öllum utan-aðkomandi áhrifum. Þeir gela ekkert lært, vita aldrei hvar þeir eru, þekkja engan þeirra, er daglega cr með þá. Engin skynjun eða nokkur eigin- leg sjálfs(með)vitund. Sveiflur i vit- undarlífinu eru engar, engin sorg eða gleði, engin gremja eða ánægja. Þeim er alveg sama. livort þeir liggja í lirein- um rúmum eðu mesta sóðaskap. Fæð- una þekkja þeir ekki. Þeir gleypa eins gráðuglega kalk og möl og sykur og brauð, tuskur, málma og tré alveg eins ákaft og besta mat. Mál læra þeir ekkert, að standa og að ganga læra þeir mjög seint og mjög oft aldrei. Sumir eru á stöðugu iði, velta sér fram og aftur, skríða og nudda sér sitt á hvað. Sjúga á sár fingurnar, smyrja sig með munnvatni og óhreinindum; þeir ýlfra ol't líkt og hvolpar, gelta, væla og hrína. Hér um bil svona eru þeir lökustu. Sumir eru nokkuð betur þroskaðir, geta lært einstöku orð, þekkja einstöku menn, þeltkja matinn o. s. frv. Einnig eru þeir vanalega meira eða minna »vanskapaðir«; suina vantar eyr- un, á sumum cr gómurinn kloíinn, höf- uð langt, likt og á hundi, apa, eða hin- um og þessum öðrum dýrum. Eg get varla hugsað mér nokkurn slað, þar sem manni þykir jafnógeðfelt að koma, og á fábjánahæli. Sá »and- legi« og líkamlegi óskapnaður, er ber þar fyrir augu manns, hefir óafmáanleg

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.