Templar - 22.08.1907, Blaðsíða 3
T E M P L AR.
63
ast hugur um það, að útgefandanum hefir
prýðilega tekist að leysa þetta verk af hendi
og gera útgáfuna liina hestu.
Yið livern sálm er lag það er á við hann,
og er i eftirmála við sálmana gjörð skýr grein
lvrir uppruna laghoðanna og er hún samin
af íniklum fróðleik, og vér efumst mikið um
það, að aðrir hefðu gelað leyst það heluraf
hendi en útgefandinn heíir gert. Pað er gríðar
þarft verk er útgef. heíir þar gert, því það
er liörmung að vita liinar sífeldu og óþörfu
breytingar lagltoða og laga. Slíkt á að halda
sér í fyrstu mynd, og síðari höf. eiga eigi að
breyla því.
Um Passíusálmana sjálfa er óþarfi að fjöl-
yrða. Pá kannast hvert barn á landinu við,
og engin bók hefir náð jafnmikilli útbreiðslu
hér á landi, enda ekkert sálmaskáld slíkt
sem séra Hallgrímur l’étursson.
Það gelur því eigi lijá því farið, annað en
útgefandinn l'ái einróma þakkir fyrir útgáf-
una, belri. vcmilaðri og tillölulega ódýrari út-
gáfa af Passíusálmunum liefir eiyi sést hér
fyr. Það cr lireinasta furða, að útgef. skuli
geta sell sálmana iai'n ódýrt og hann gerir,
að eins 2 kr. 50 aur., eigi livað síst er þess
er gætt, að hann lielir sýnilega ekkert sparað
til þess að útgáfan væri prýðisvel úr garði
gjörð á allan hátt, enda hefir það tekisl fyrir
honum.
Vér getum þvi eigi stilt oss um að þakka
lionum fyrir útgáfuna og hina miklu elju er
hann hefir sýnt i því starfi sinu, og jafnframt
þeim er hafa aðstoðað hann, og vér efumst
eigi um, að sálmarnir »komist á hvert heim-
ili í landinu.« F*að æltu þeir líka að gera.
Og hverjum sem kaupir sér Passíusálma
viljum vér óhikað ráða til að kaupa sér þessa
útgáfu af þeim.
Sigfús Eiuarsson: Hörpu-
hljó m a r. Bók aversl u n
Guðm. Gamalielssonar.
Rvík 1905, 31 bls.
Pær eru tiltölulega fáar islensku söngbæk-
urnar. Peir liafa verið sparir á aðgefaþær
út, hefir það að líkindum hamlað talsverl, að
útgáfa þeirra er dýr, en liitt mun þó hai'a
ráðið meiru, að söngfræðingana hefir vantað.
— Pað er því ástæða til að fagna hók þess-
ari, eins og öðruin i þeirri grein.
í bókinni cru alls 15 lög og eru 4 þeirra
gömul íslensk þjóðlög — Bára blá, Olafur
liljurós, Svíalin og hrafninn og Vögguvisa —
og hefir hr. Sigfús Ein. raddsett þau.
Flest lögin (5) eru eftir S. E. og eru þau
öll mjög lagleg, en sá galli er á þeim öllum,
að þau eru raddsett alltof hátt, svo hátt, að
óliælt mun að fullyrða, að þau séu ósyngj-
andi svo nokluir söngur sé nema fyrir æfðar
söngraddir. Getur vel verið, að það liafi hér
nokkur áhrif, að lögin eru hér gefin út, eins
og »Söngfélag íslenskra stúdenta í Iiaup-
mannaliöfncc hefir sungið þau. En þessi radd-
setning kemur víðar fram á lögum hr. S. E.
og er stórgalli á lögunum, því meðan svo er,
þá verða lögin alltaf óalpýðleg. Auk þess
virðast þau, einkum er þau eru raddsett svona
hátt ná yfir fullangt tónsvið er þau ná yfir
meira en oktövu t. d. í 13. laginu: Afhimn-
um háa.
Hin lögin eru eftir Svb. Sveinbjarnarson,
Árna Thorsteinsson, Jónas Helgason, Helga
Helgason og sr. Bjarna Pórsteinsson.
Hr. Sigf. Ein. hefir breytt raddsetningunni
i þremur síðustu lögunum, og teljum vér það
ver farið. Raddsetningunni á laginu: »Við
hafiðcc var sr. B. P. nýbúinn að breyta, og er
luin alveg eins góð og þessi. En hvi þarf
endilega að breyta raddsetningunum? Vel
vitum vér að það er rikjandi siður, og söng-
fræðingar eru alltaf að breyta hverhjá öðr-
um, — sýna snild sína? — en oss finst það
salt að segja mjög óviðkunnanlegt, og þóll
það hafi ríkt um langan aldur hjá öllum
þjóðum meira og minna, þá gelur eigi hjá
því farið, fyrr eða síðar, að það verði litið á
það með samskonar augum og litið er nú á
Iþað, ef einhver l'æri að yrkja upp eitthver
ljóðmæla þeirra Jónasar eða Bjarna. Eða
vilja söngfræðingarnir líla svo á, aðþeirséu
réttlausir gagnvart lögum sínum og liver
megi breyta þeim ei'tir eigin geðþótta, ef
liann þykist eigi brjóta reglur söngfræðinnar
að öðru leyti? Þessi aðferð er mjög óvið-
kunnanleg og ætti að hverfa, en sem sagt,
hér á ekki fremur lir. S. E. hlut að máli, en
aðrir söngfræðingar og vér vitum vel, að þeir
telja þetta hérvillu eina — og »hverjum sýn-
ist sinn fugl fagur.cc
En Hörpuhljóma ættu mcnn er söng iðka
að eignast — lögin eru al-íslensk og góð.
Nýar siiikibi*.
Templar hefir áður ílutt fregnir af
stofnun stúkna þeirra er hér getur, en
stofnskýrslur þeirra voru þá ókomnar,
og eru því birtar nú.
Stúkan Akureyvi nr. 137 var stofnuð
25. Maí síðastl. af br. Guðl. Guðmunds-
syni bæarfógeta.
Þar var embæltum skipað þannig:
Æ. t. Gisli Magnússon, v. t. Guðfinna Jóns-
dóttir, rit. Ilalldór Friðjónsson, íjr. Lárus J.
Rist, g. Hallgrímur Kristjánsson, dr. María
Árnadóttír, f. æ. I. Anton Ásgrímsson, kap.
Sig. Árnason, v. Óskar Bjarnason, ú. v. Pét-
ur Porgrírasson, a. r. Gunnl. Tr. Jónsson, a.
dr. Sigurjóna Jakobsdóttir allir á Akureyri.
Sem umhoðsmanni var mælt með br.
Sigurði Kristjánssyni. Stofnendur voru
alls 24 af þeim voru 3 mcð lausnar-
miða.
Sunnudaginn 16. Júni 1907 stofnaði
eg með aðstoð br. Hildimundar Björns-
sonar stúkn á Kirkjulelli í Eyrarsveit.
Stúkan var stofnuð með 15 meðlimum
og hlaut nafnið „Kirkjulell“ ni’. 138.
Embættismenn voru þessir:
æ. t. Björn Jóhannesson Kirkjufelli.
v. t. Hallgrímur Sigurðsson Látravík.
r. búfr. Kristján Tryggvason Gröf.
fj.m. r. Bjarni Brandsson Hallbjarnareyri.
gj. Þórsteinn Ólafur Björnsson Bryggju.
kap. Kristín Jóliannesdóttir ungfrú Kirkju-
felli.
dr. Ólafía Guðmundsd. ungfrú Bryggju.
v. Jón Ólafsson Rryggju.
ú.v. Sumárliði Einarsson Bryggju.
f. æ. t. Runólfur Jónatanss. Hallbjarnar-
eyri.
Mælt með sem umboðsmanni stór-
templars ungfrú Kristínu Þórsteinsdótl-
ur Gröf.
Eg liefi þá trú og von, að stúka
þessi, þótt ekki sé margmenn í fyrstu,
ellist íljótt, því bæði eru íélagsmenn
með heitum áhuga og einnig íólk í
þessari sveit mjög velviljað Reglunni,
enda margir þar, sem að eins eru ó-
komnir í Regluna.
Eg óska slúkunni af alhug góðrar
framtiðar og að hún megi dafna vel
undir liinu fræga Kirkjufelli.
Bróðurlegast.
Hjálmar Sigtirðsson.
Nýa Góðtemplarastúku stofnaði eg
4. Ágúst að Lundi í Lundarreykjadal í
Borgarfj.sýslu. Stofnendur 15. Stúkan
heitir „Karítasu nr. 139. í embætti
voru kosnir og skipaðir:
æ. t. Sigríður Narfadótlir húsfr. Gullberast.
v. t. Sólveig Jónsdóttir unglrú Brennu.
r. Sigurður Jónsson prestur Lundi.
fj r. Guðný Jónsdóttir ungfrú Brennu.
g. Böðvar Jónsson yngispiltur Brennu.
kap. Ástríður Ásmundsdóttir ungfrú Múla-
koti.
d. Kristín Jónsdóttir ungfrú Brennu.
a. r. Vigfús Pétursson bóndiGullberaslöðum.
a. dr. Elsa Pórðardóttir lnisfrcya Arnþórs-
liolti.
v. Anna Einarsdóttir ungfrú Brautartungu.
u. v. Hildur Einardóttir ungfrú Brautar-
tungu.
f. æ. t. Guðrún Sveinsdóttir frú Lundi.
g. u. t. Guðmundur Guðmundsson bóndi
Snartastöðum.
Sem umboðsm. st.templars var mæll
með séra Sigurði Jónssyni á Lundi.
Aðrir stofnendur st. voru:
Þórdis Pétursdóttir húsfreya Snarta-
stöðum.
Jóreiður Jónsdóttir ekkja Oddsstöðum.
Allir þeir, sem þekkja þessa nýu
reglubræður og systur, munu ekki efast
um, að þeir muni vinna máli voru mik-
ið gagn, og að stúkan Karítas í Lund-
arreykjadal verði talin góð og starfandi
stúka. Guði sé lof fyrir alt, sem mið-
ar í áttina voru kæra máli (bindindis-
málinu) til sigurs. Það er sannlæring
mín, ekki síður nú en áður, að lífs-
nauðsynlegt sé að fjölga meðlimum Regl-
unnar, bæði á þann hátt að stofna stúk-
ur og svo fá fleiri í þær stúkur, sem
áður eru til. Allir bræður og systur í
Reglunni þurfa nú að vinna að þessu
með trú og dygð. Eg get ekki skilið,
livernig hægl er að hugsa sér, að þjóð
sem ckki á marga bindindismenn geti
fengið lög, sem banni innflutning á á-
fengum drykkjum. Já. Sú þjóð þarf
sannarlega að eiga marga bindindis-
menn, bæði karla og konur, sem gelur
vænst sér þess, að fá slík lög, enda er
það fyrsta og sjálfsagt sannasta grund-
vallarsetningGóðtemplarareglúnnar þetta:
»Fyrst bindindi fyrir einstaklingana, og
næst á eftir bannlög fyrir þjóðirnarcc.
Og fyrir það að við íslendingar eigum
þó þetta marga bindindismenn, höfum
við í^dstu vonir um, að löggjafarþing
vort semji og samþykki aðilutnings-
bannslög á áfengum drykkjum á nálæg-
um tíma. Annars hefði það ekki verið
hugsanlegt. Þetta hafa þeir líka séð
yfirmenn Reglunnar hér á landi nú á
síðari árum, fyrst br. Indriði Einarsson
fyrverandi stórtemplar og þá ekki siður
liinn núverandi st.templar Þórður J.
Thoroddsen læknir. Báðir þessir menn
liafa lagt sérstaka áherslu á það, að
fjölga meðl. Reglunnar. Enginn taki
orð mín svo, að eg efist um, að marg-
ur góður drengur, sem stendur utan
Reglunnar muni leggja aðflulningsbanns-
málinu lið. Fjarri fer því. Eg þekki
marga góða menn utan Reglunnar, sem
eg er viss um, að greiða muni atkvæði
silt með aðflutningsbanni og styðja að
því á marga vegu. En mér er spurn:
Er það ekki fyrir áhril' hinnar slerku
bindindislireyfingar í landinu? Jú, vissu-
lega. Og eftir því sem Reglan verður
sterkari og fjölmennari eftir því hljóta
áhrif hennar að verða meiri, til bless-
unar fyrir þjóðina.