Templar - 31.12.1907, Blaðsíða 1

Templar - 31.12.1907, Blaðsíða 1
TEMPLAR. XX. ár. Reykjavík, 31. Des. 190Y. Aðflutnings- og tilbúnings-bannlög Finnlendinga. —o---- í skýrslu minni til síðasta stórstúkuþings (Þingt. St.st. bls. 43) tek eg það fram, að Finnland muni verða fyrsta landið hér í Norðurálfu er fái bannlög, þessi spá mín virðist nú vera að rætast, því löggjafar- þing þeirra hefir með miklum atkvæða- mun samþykt lög er banna allan tilbún- ing áfengis á Finnlandi og allan aðflutn- ing á því til landsins. Finnar hafa löngum verið fremstir allra þjóða hvað bindindismálið snertir, og nú hafa þeir stígið enn lengra áleiðis, gert áfengið að fullu og öllu landrækt, en til þess að lög þeirra öðlist gildi verður Rússa- keisari að samþykkja þau, en samþykki hans er enn ófengið. Svo langt voru Finnar komnir, að af 482 sveitarfélögum, sem þar eru, voru að eins um io er leyfðu sölu með áfenga drykks á veitingahúsum. Fyrir nokkru síðan var þar skipuð nefnd mætra manna til að íhuga áfengislöggjöf. ina, og sú nefnd bar fram frumvarp um héraðssamþyktabann. En svo tóku þeir upp bannlagahreyfinguna. Og þeir gerðu það ekki með neinu káki eður hálfvelgju, heldur fylgdu þeim fram hiklaust og einarð- lega, og meðhöndluðu þau eins og rétt er, sem þá einu hugsunarréttu afleiðing at þekk- ingu vorri á áfengum drylckjum og áhrifum þeirra. Áfengisbannið var því skoðað þar eins og ópíumsbann og sámkvæmt þvíýór engin -atkvœðagreiðsla ýram um málið. En hins vegar er það full kunnugt, að mikill meiri hluti þjóðarinnar fylgir lögunum fast og óskorið. Á löggjafarþingi Finnlendinga eiga 5 politiskir flokkar sæti. Rétt eftir að þing var sett báru þrir flokkarnir fram málið, ■og möttust þeir um það, hver þeirra heíði orðið fyrstur til þess. Orsökin til þess, mun vera sá, að við síðustu þingkosning- ar var lögð afarmikil áhersla á bindindis- málið, og mikill meiri hluti þingmanna varð að heita því að fylgja bannlögunum fast fram á þinginu. — Það ættum við að gera líka. Nefnd var sett í málið, og gaf hún ýt- arlegt nefndarálit, og lagði fram frumvarp til laga um bann gegn tilbúningi og að- flutningi áfengis. Er lagabálkur þessi yfir 30 greinar. Nefudarálitið. í nefndarálitinu er meðal annars komist svo að orði, eftir að búið er að gera grein ifyrir frumvarpinu: »Eins og kunnugt er, þá hefir hvorki áfengislöggjöf vor eða bindindisfélagsskap- ur fullnægt kröfum þjóðarinnar. Árið 1904 setti stjórnin nefnd manna til að rannsaka alt það er lítur að áfengislöggjöf. Nefnd þessi lagði til að áfengislöggjöfin væri að fullu og 'öllu byggð á grundvelli héraðs- samþyktabanns. I því sniði kom málið fyrir landdaginn 1904—05, og var það þá í ályktunarformi, og rjármálanetndin er hafði malið til meðferðar var sömu skoðunar, en af kunnum ástæðum féll málið niður. Síðan hafa landstjórnarmál vor þroskast með afarmiklum hraða. Þjóðin ýékk hlut- töku í löggjöýimii og vaknaði við það úr dróma og veit aý tilveru sinni. Þessi stóri kjósendafjöldi1, sem hingað íil hefir þegandi orðið að þola bölvun á- fengisins, getur nú látið heyra til sín hér í landdeginum. Og afleiðingin af því er sú, að þessi hluti kjósenda, er hefir þroskaðar skoðanir um skyldur heildarinnar gagnvart bindindishreyfingunni, hefir enn betri tals- menn en áður. I því efni nægir að benda á það, að 113 nöfn (ianddags-fulltrúa) frá öllum flokkum standa sem meðmælendur bannlaganna«. Nefndin leggur svo fram skýrslu um eymd þá og volæði er orsakast af áfeng- inu. Að því loknu tekur hún fyrir ýms — ef ekki öll — mótmæli gegn bannlög- um t. d.: að sumar stéttir séu með þeim þvingaðar á móti vilja sínum að láta af gömlum vana; að þau séu skerðing á frelsi einstaklingsins; að þau dragi úr ferða- mannastraumnum til landsins o. s. frv. Þessu svarar nefndin meðal annars með hinni algildu skoðun nútímans, að rétlur emstakra borgara og ímyndaður réttur megi sín minna og eigi að víkja ýyrir hinum miklu líýskröfum þjóðarinnar. Því hefir verið haldið fram, sem ástæða gegn bannlögum, að þjóðin ætti r.ð ná bindindi á grundvellli frelsisins, og það ætti að sannfæra í því efni hvern einstak- ling en ekki þvinga hann. En menn hafa gleymt því, að sannfæringarleiðin, hversu vel sem henni er haldið fram, er ófram- kvæmanleg, og fórnardýr áfengisins eru alt af nóg, og að það, að hœtta að fullu og öllu við einhverja ýreistingu sýuir meira siðýerðislegt þrek hjá þjóðinni, en að skemta sér við bannvœnið við og við, og verða á valdi þess. Sú ástæða kom þar einnig fram — það bólar líka á henni hér á landi — að lögin séu slæm vegna þess að þau yrðu brotin og launsala færi vaxandi. En nefndin benti á löggjöf þeirra, er þeir sömdu árið 1866, og var brotin talsvert fyrstu árin, en minkaði meir og meir er frá leið, uns það hvarf með öllu. Það er líka t. d. aug- ljóst að það verður mun hægara áð koma í veg fyrir ólöglega vínsölu, þegar hver ölvaður maður bendir á ólöglegt áfengi, en svo ber að gæta þess, að þrám eftir 1 Þar á meðal konur. 24. blað. áfenginu minkar eitikum hjá hinum uþþ- vaxandi œskidýð, uns hún liverfur með öllu, þar sem þeir venjast ekki á það. Nefndin svaraði ö'.lum mótbárum, sem vanaiega eru bornar fram, þar á meðal fjár- hagsástæðunni, en ríkissjóður hefir á ári 10 milj. marka í tekjur af áfengi, eða tals- vert yfir 7 miljónir króna. Mikill hluti nefndarálitsins eru um vers- unarsamning Finna. Finnland er, eins og alkunnugt er, sameinað rússneska keisara- dæminu, og því héldu sumir að samningar þeir, er Rússar hafa gert við önnur lönd, einkum þar sem talinn er upp innflutning- ur á spritti, gæti orðið þröskuldur á vegi laganna, Nefndin finnur enga ástæðu til að líta þann veg á málið eftir orðalagi samning- anna. Auk þess hefir það lengi verið bannað hjá Finnum að flytja brennivín til landsins, og þótt sú vara væri flutt til Rússlands, hefir enginn fundið ástæðu til að kvarta yfir þessu banni. Lögin eru mjög nákvæm, og skal hér tilfæra helstu greinar þeirra: 1. gr. Með áfengu efni í lögum þess- um, eru talin öll þau efni er innihalda meira en tvö procent eftir rúmhlutfalli af etylalkohol við -þ 15 gráður á Celsius hita- mæli. Maltdrykkir, sem hafa meiri styrk- leika en fimm proent samkvæmt Ballings aðferð, ber að skoða sem áfenga drykki, þótt að drykkurinn við einhverja sérstaka meðhöndlun geti eigi náð meiri áfengis- styrkleika en fyr er greindur. 2. gr. Tilbúningur, imiflutningur, sala, flutnmgur og geymsla á efnum er innihalda áfengi eru leyýileg einungis í lœknisfrœði, iðnaði og visindalegu augnamiði. 3. gr. Tilbúningur og innjlutningur á efnum er innihalda áfengi er óskorinn rétt- ur ríkisins og er ekki hægt að veita öðr- um pennan rétt. 4. gr. er um hvernig eigi að haga á- fengistilbúningi rikisins og í 5. gr. er um hverjum megi selja áfengið frá ríkinu. Það má selja það a lyfjabúðum, sjúkrahúsum og vísinda- legum félögum, en rétt til að fá áfengið verða hlutaðeigandi að fá hjá senatinu b iðnaðar-fyrirtækjum t. d. þeim er búa til fernis, eter, tann- hár- húðar- og ylm- vatn o. fl. Þó má áfengisstyrkleikinn þá eigi vera minni en 50% eftir rúmhlutfalli og eigi má selja minna en 100 lítra í einu. Efni er innihalda áfengi og hafa verið ónýtt til drykkjar selur ríkið eftir reglum er síðar verða gefnar — af senatinu. Ekki má selja neinum meira en 20 grömm af áfengi í einu á lytjabúðunum, og læknisskipun þarf í hvert sinn. Hegningarnar eru allharðar — þó ekki um of. Sá er býr til, selur eða býður

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.