Templar - 31.12.1907, Blaðsíða 2
94
TEMPLAR.
áfengi fær í fyrsta sinn minsta kosti IOO
marka sekt, en í annað sinn að minsta
kosti 3 mánaða fangelsi, og sé brotið oft
verður hegningin — hæðsta hegning fang-
elsisvinna — ærumissir — í þrjú ár.
Minni lilutinn
í nefndinni var á móti ýmsum greinum
laganna. Þannig voru 4 á móti því að
skipa ríkinu að setja á fót brugghús og
einn vildi hafa áfengisstyrkleikann nokkru
hærri 2V2°/o af víninu en 7% á malt-
drykkum, en tveir voru að fullu og öllu á
móti lögunum og vildu láta fella þau.
Umræður
urðu miklar um þau á landdeginum. Síðast
er þau voru til umræðu stóðu umræðurnar
1 8 stundir. Allir jafnaðarmenn og ung-
finnar er tóku til máls voru með lögunum
en nokkrir, einkum af sænska flokknum
töluðu á móti þeim.
Umræðunum lauk svo, að lögin voru
samþykkt með miklum atkvæðamun og
aigreidd sem lög frá landdeginum.
En nú vantar samþykki Rússakeisara
en vonandi fæst það.
Heill og heiður sé Finnum fyrir dugnað
þeirra. Vonandi að fleiri þjóðir beri gæfu
til þess að feta í fótspor þeirra.
Skrifstofa Stórstúku Islands 22/12
Pétur Zophóniasson
s. g. kosn.
Grein þessa eru umboðsmenn beðnir að lesa
upp í stúkum sínum.
Ný stúka.
Nýa stúku stofnaði eg 8. Des, á Vatns-
leysuströnd í Barnaskólahúsinu í Norður-
koti; stofnendur 18 að tölu stúkan heitir
*L'ógbergi nr 146. Þessir kosnir og skip-
aðir til emhætta:
æ. t. Margret Amadóttir ungfrú Kálfatjöm,
v. t. Erlendsína Helgadóttir ungfrú Litlabæ,
r. Erlendur Magnússon yngism. Tíðagerði,
fj. r. Guðjón Benediktsson yngism. Hellukoti,
g. Halla Matthíasdóttir húsfrú Norðurkoti,
d. Margrót Helgadóttir ungfrú Bjargi,
kap. Þorlákur Árnason yngism. Hellukoti,
a. r. Kristín Árnadóttir ungfrú I.andakoti,
a. dr. Sigurbjörg Sigurðardóttir ungfrú Götu,
v. Jón Sigurðsson ingism. Götu,
u. v. Magnús Magnússon yngism. Goðhól,
f. æ. t. Guðrún Jónsdóttir húsfreya Goðhól.
Sem umboðsmanni stórtemplars var mælt
með ungfrú Maríu Eiríksdóttir Landakoti.
Stúkan hefir fundarstað í skólanum þar
sem hún var stofnuð. Skýrslan ber með
sér að hér hafa ekki eldri menn sveitar-
innar verið stofnendur. Nei! það er yngra
fólkið sem kom hér til bardagans með oss
móti Bakkusi. ■ Eg hef fyr stofnað stúku
með ungmennum eingöngu og oft hefir
það borið góða ávexti. Guði sé lof fyrsta
st. sem eg stofnaði hún var nær eingöngu
skipuð ungfólki, og allir vita hvaða ávexti
hún hefir borið. Þeir eldri koma ekki alt
af fyrstir að þessu verki. Þeir hafa komið
eftir nánari íhugun og orðið þá málefninu
hinir þörfustu. Eg óska að svo verði líka
á Vatnsleysuströnd..
Sigurður Eiríksson.
Nú eða aldrei.
—o---
Hver sá maður, sem nokkuð hugsar, um
að styrkja framgang bindindismálsins, hlýt-
ur að sjá, að nú eru tímamót sem afdrátt-
arlaust kalla alla þá krafta, sem fáanlegir
eru hjá íslensku þjóðinni málinu til sigurs.
Enda láta frömuðir bindindismálsins ekki
esitt ftir liggja, að undirbúa atkvæðagreiðsl-
una, sem fram skal fara næsta ár, bæði
með aðgerðum sínum á stórstúkuþinginu
síðasta, og ýmsu öðru í orði og verki síð-
an. Er það stór gleði, og um leið stór
uppvakning, fyrir alla þá, sem hafa ein-
beittan vilja að gera slíkt hið sama, þó
það hins vegar gjarnan komi tár í auga
þeim, sem finst lítið eða ekkert geta gert,
þó viljinn sé einbeittur. En — hverjir eru
þeir, sem ekkert geta gert. í fljótu bragði
sýnast þeir máske margir, en eru í raun
og veru í mínum augum mjög fáir. Veit
eg að vísu, að það getur aldrei átt sér
stað, að margir geti jafnast á við þá ágæt-
ismenn, sem bæði hafa lagt fram stór fé,
og næstum alla krafta sína, (í andlegum
skilningi), bindindismálinu til sigurs. En
samt sem áður geta allir orðið að liði,
sem ekki vantar viljann. — Skoðum að eins
ástæður gagnvart atkvæðagreiðslunni. —
Undirbúningur hennar útheimtir stór fé og
það fé er tæplega fáanlegt, nema allir
bindindisvinir, sameinist um að leggja það
fram; og það ætti að vera létt verk.
Það geta víst flestir, sem komnir eru yfir
fermingaraldur, lagt sinn skerf þannig til,
að kaupa „Templar«, (sem nú er kostaður
af stórstúkunni) — að minsta kosti eitt ár.
Þar með er tvent unnið: fjárhagslega styrkt
málefnið og um leið aflað sér nauðsynlegr-
ar þekkingar á málefninu. Þetta ættu allir
að gera, sem ekki treysta sér til að vinna
gagn á annan hátt. Hinir aðrir, sem fær-
ari eru, að hafa áhrif á þá, sem enn þá
ekki eru bindindissinnaðir, — ættu auk
þess að kaupa „Templar"—að nota hvert
tækifæri, til að koma mönnum í réttann
skilning um það, hvað fyrir hendi er að
gera.
Að minsta kosti þarf einn maður í hverj-
um hreppi á landinu, að vera búinn að
finna alla atkvæðisbæra menn að máli, fyrir
fyrsta sumardag næsta, og vita sem nánast
um hugsun þeirra — hvers um sig — að
hægt er. Og þetta ætti ekki að kosta
Stórst. einn eyrir. Fyrir þessu eiga Góð-
templarstúkurnar og bindindisfélög að gang-
ass, eins þótt nú kunni að vera lítið líf í
þeim víða. Eg geri ráð fyrir, að til sé
að minsta kosti, einn maður í hverjum
hreppi, sem fús er til að leggja svo mikið
í sölurnar, sem ferðast um sína eigin sveit,
einu sinni á þessum vetri, í slíkum erind-
um. Og eg verð að álíta það nauðsyn-
legt, alt eins þó eg viti, að von sé á okkar
hæfustu og máske kærustu mönnum með
vordögunum; og sem að sjálísögðu gera
mikið gagn. En það má ekki gleymast,
að margur atkvæðagreiðandinn getur farið,
og fer sjálfsagt, alveg á mis við allar verk-
anir þessara ferðamanna. Þeir hljóta að
gera sínar verkanir mest megnis með fyr-
irlestrum á vissum stöðum, og á þá staði
koma að eins þeir, sem áhuga hafa fyrir
málinu, en aðrir ekki. Og áhuginn verð-
ur ekki hjá öllum nema því að eins, að
notaður sé sá tími, sem fyrir hendi er, svo
vel sem vera má. Og mér sýnist það
framkvæmdarlegt, með þessu fyrirkomulagi,
sem eg hef bent á.
Kæru samverkamenn!
íhugið þessi orð mín, og gerir fram-
kvæmdir eftir þeim, ef ykkur sýnist ekki
annar vegur betri. — Munið eftir því, að
samverkamennirnir okkar, sem að forfalla-
lausu heimsækja okkur á næsta ári, þakka
okkur best af öllu, ef við getum verið búnir
að greiða svo fyrir þeim, að starf þeirra
beri þann ávöxt, er þeir mest af öllu þrá.
Og meira að segja, getum fengið verðugt
lof, allra bestú manna bæði nú 0g síðar,
ef vel er unnið.
Sannleikurinn er sá, að nú er ástæða að
vakna eftir sumardvalann; nú eða aldrei.
Mjóaf. I2/t2. 1907.
G. Jónsson.
I. O. < M. T.
[Mörgum mun þykja það allfróðlegt, að fá
skýrslu yfir allar þær undirstúkur, sem stofnaðar
hafa verið hér á landi frá öndverðu. — Þess skal
getið, að nokkru ítarlegra hefi eg farið yfir sögu,
á undan stofnun Stórstúkunnar, en eftir, og kemur
það af því, að fáum mun vera vel kunnugt um
starf Reglunnar á þeim tíma, enda erfitt að fá
greinilegar skýrslur um það.
Jóhann Kristjánsson].
Eins og kunnugt er, var það Norðniaður
sem flutti Góðtemplarregluna hingað til lands.
Ilann hét Ole Lic skósmiður, og liafði um-
boð frá stórtemplar Norðmanna, lil að stofna
liér stúku. Ritaði hann 22. Nóv. 1883 grein
í »Fróða«, blað sem pá kom út á Akurcyri
og hvatti menn til að gerast Góðtemplarar,
lét ltann og fýlgja pví blaðí sérstaka grein,
er liann nefndi »IIversvcgna eg gerðist Mus-
terismaður». Sú grein var síðar prentuð í
»Norðanfara« 19. Jan. 1884.— Árangurinn af
pessu varð sá, að pann 10. Jan. 1884, stofnaði
hann liina fyrstu Góðtemplarstúku hér á landi
sem nefnd var ísa/old nr. 1, og voru stofn-
endur hennar 12 og á fundi 13. s. m. bættust
5 nýir félagar við. Fyrir stúkustofnun pess-
ari gengust sérstaklega auk Ole Lie, Friðbjörn
Steinsson bóksali á Akureyri, sem alla tíð síðar
hefir verið meðlimur pessarar stúku og mun
stúkustofnunin að mestu leyti haíá vcrið
honum að pakka, og Ásgeir Sigurðsson, sem
nú er kaupmaður hér í Reykjavík. Aukþess-
ara voru peir Jón Sigurðsson, Eðvald Jónsson
verslunarm., Sigurður Jónsson sjóm., Krist-
ján Kristjánsson járnsmiður og Pétur Tærge-
sen o. fl. stofnendur.—Ásgeirvarð bínn fyrsti
æ. t. stúkunnar, cn síðar mun Friðbjörn
Steinsson liafa orðið pað, en Ole Lie gerðist
pegar umboðsmaður Norðmanna, og var pað
um liríð; en Ásgeir var umboðsmaður R. W.
G.-Templ. til 24. Júní 1886 að Stórstúkan var
stofnuð. Ásgeir Sigurðsson fór vestur á Isa-
fjörð, og stofnaði par 29. Júní 1884 stúkuna
»Aurora« nr. 2, og hjálpaði norskur maður
Jón E. Johnsen til við pá stúkustofnun. Stofn-
endurnir voru 18, og var Halldór Halldórs-
son kosinn æ. t., Sigurður Pálsson ritari, en
Sigurður Andrésson faðir Ásgeirs varð deild-
arstjóri er svo var kallað, en það er sama sem
umboðsmaður. Litlu síðar stofnaði Ásgeir
stúku í Kræklingalilíð er Fjallkonan nr. 3
hét, og snemma i Jan. 1885 aðra á Bægisá
Freyju nr. 4. Eigi cr kunnugl um stofnmeð-
limi stúkna pessara, annað en pað að 11.
Apríl 1885 hafði stúkan Fjallkonan 14 með-