Templar


Templar - 04.02.1908, Side 1

Templar - 04.02.1908, Side 1
UPPLAG 4000 EINTÖK 21 árg. Kemur út hvern þriðjudag. Kostar 2 kr. d ári. Auglýsingaverð : I kr. þml. Afgr. Þingholtsstr. 23. Rvik. 5. b/að Uvaö kostar áfengiö ? Cr reiknlnírum Maasachusetts-fylkisins. Fylkið Massachusett setti nefnd valinna manna til að íhuga bindindismálið, og í tilefni af því rannsakaði »Massacliusett’s State Bureau of Labor« alt það, er fjárhag snertir, mjög ná- kvæmlega. Rannsóknirnar stóðu yfir meir en ár, og var komist að þessari niðurstöðu: 75 af hverjnm 100, er fá fátækrastyrk í fylkinu, eru mjög hneigðir fyrir áfenga drykki, og af þeim töldu 40 °/0 áfengið hiklaust vera orsök til þess að þeir þurftu fátækra- styrkinn. 96.44 °/0 af öllum glæpum eru drýgðir af drykkjumönnum. í 81,41 af 100 tilfellum var það vín- nautnin, er liafði leitt beinlínis til þess að glæpurinn var framinn. 51.44 °/0 af öllum geðveikum mönnum voru drykkjumenn. í þriðja hvoru tilfelli var það beinlínis sannað, að áfengið eingöngu var orsök til geðveikinnar. Bygt á þessum grundvelli má sjá það, livað vínnautnin kostaði fylkið á einu ári, og þess- ar skýrslur er ekki unt fyrir neinn að vé- fengja. Útgjöld til fátækra drykkjumanna, 40 °/o af aðalupphæðinni, verður 359,707 dollarar. Útgjöld vegna glæpamanna, 84°/0 af aðal- uppbæðinni, verður 749,278 dollarar. Útgjöld til geðveikra 30 °/,0 af aðalupp- hæðinni verður 481,862 doll. Útgjöld vegna löggæslu, dóma o. fI., 51 °/0 af aðalupphæðinni, verður 144,256 doll. Verðmæti bygginga handa fátæklingum, glæpamönnum og geðveikum netnur alls 15,535,926 doll. Séu vextir reiknaðir af því 31/* %, sem eigi er of hátt, verða þeir 543,757 doll., og af þeim á að færa 51 °/0 á reikning vínnautninarinnar, eða alls 279,316 doll. Útgjöld fylkisins verða |oví alls 2,012,419 doll., og eru þó hér aðeins talin þrenns- konar áhrif áfengisnautnarinnar. Tekjur fylkisins af veitingagjöldum o. s. frv. nemur aftur á móti 838,474 doll. Beint tap fylkisins verður þá 1,173,945 doll.*, sem bæði vínneytendur og áðrir urðu að greiða til fylkissjóðs, svo hann bæri sig. En þó er tapið enn meira, því hér er ótalið: gjöld til vanhirta barna á uppeldis- stofnunum hverju nafni sem þær nefnast, en þær eru þar margar, svo fátækragjaldlið- urinn ætti að vera mikið hærri, auk fjölda margs annars, er hver atlmgull lesari sér f hendi sinni. Eti hvað skyldi vínnautnin kosta Island ? Rað er ekki svo lítið, ef vel er að gáð, og gagnlegt og fróðlegt væri, ef einhver vildi gera upp þá reikninga. Sigur á sígur ofan, l3að hefir verið ritað um biudindisfræðsl- una í Bandaríkjunum hér í blaðinu, og raddir hafa heyrst um það, að best sé að viðhafa bindindisfræðslu, sem mest, eða nær eingöngu, til að útrýma áfenginu. En sú skoðun er eigi rétt, og hún fer þveröfugt við stefnu Bandaríkjamanna. Par er bind- indisfræðslan aðeins meðal til að ná til- ganginum, algerðum bannlögum. I haust samþykti fylkið Oklohama alger bannlög. Par var núkið starfað fyrir fram- gangi þeirra. Meðal annars var býtt út mörg þúsund flugritum o. fl., og nú uý- verið hefir eitt af elstu fylkjunum, Ala- b a m a, sarnþykt alger bannlög. Lögin höfðu mjög mikið fylgi á báðum stöðun- um og mjög mikið atkvæðamagn með sér í löggjafarþingunum. Strax eftir að lögin voru samþykt í Ala- bama, voru þau lögð fyrir senatið. Margir voru hræddir um, að þau mundu eigi ná þar samþykki -- það þarf 2/3 atkvæða — vegna þess, að þau voru eigi á stefnuskrá stjórnarinnar, en það kom í ljós, að sú hræðsla var ástæðulaus. Konurnar í »Hvíta- bandinu« höfðu tekið sér sæti á áhorfenda- pöllunum, og voru mættar þar í hundraða- tali, áður en menn vínsalanna kotnu. Regar umræðurnar, byrjuðu las form., Hamburger, upp þetta símskeyti frá ölgerðarmönnum og vínsölutn í Mobile (stór bær): »Ef mótstöðu- ! menn bannlaganna ekki sigra í dag, tilkynn- um við, að Mobile segir skilið við Alabama- fylkið, og mun koma á fót hjá sér sjálfstæðri stjórn, en eigi hlýta þeitn lögum, er frændur vorir á sveitinni setja oss. Það er tilraun til að brjóta oss á bak aftur, og við þolum það ekki.« Að því er blöðin skýra frá, þá veittu menn umræðunum í senatinu mikla athygli og hlustuðu þegjandi á þær. Eftir stuttar umræður voru lögin samþykt með 33 atkv. gegu 2. Strax og úrslitin urðu kunn, laust upp fagnaðarópum, og fögnuðurinn var svo mikiil, að eigi er unt að lýsa honutn. Kvennfólkið beygði sig fram af áhorfendapöllunutn og stráða blómum yfir þingmenn, og meðlimir »Hvíta bands- ins« hófu þakkarsöng og þingmenn tóku undir tneð söngmönnum. Nú eru lögin búin að ganga gegn um alla hreinsunarelda, og eru búin að ná sam- þykki. Eitt er eftirtektavert við lögin, og það er, að það á að setja á fót nýtt embætti, með 5000 dollara árslaunum (um 19,000 kr.), og á sá embættismaður eingöngu að starfa að því, að sjá um, að lögunum sé lilýtt. Bað er auðséð, hver stefnan er utn heim allan í bindindistnálinu. Hún er alstaðar sú, að gera áfengið með öllu landrækt, banna það tneð lögum, og samkvæmt þeirri þekkingu, er vér höfum á áfenginu, er það líka hið eina rétta. Afengið er eitur, og því á fara með það J^að sem eitur. Bessi dæmi frá Bandaríkjunum eiga að vera til þess að örva oss enn meir, svo að vér störfum með ráðutn og dáð ; þá munum vér bera sigurkransinn úr býtum og fá áfengið gert landrækt frá íslandi. Bindindispólitík. Eg vil dálítið athuga skyldur vor bind- indistnanna, gagnvart kossningu opinberra starfsmanna. Bað er hneyksli og mikill skaði fyrir þjóð- félgið að líða þá tnenn í embættum eða tneðal öpinberra starfsmanna, sem eru drykk- feldir, og sem slíkir vanrækja skyldur sínar svo margvíslega. Vér skttlum þá fyrst at- huga prestana. Vér getutn ekki notað prest, setn nokkttrn tíma drekkur sig ölvaðan og í siðferðislegri breytni, hefir negativ áhrif á söfnuð sinn við það sem á að vera, sem í fylliríi talar með léttúð og lítilsvirðing um helgustu hluti. Vcr getum ekki eftir sið- menningar kröfum hins nýa tíma gjört oss ánægða með aðra presta en þá, sem eru al- gjörðir bindindismenn, vegna þess, að vér getum alls ekki átt á hættu hófdrykkju þeirra svo kallaða, því hún er þeim skaðleg og getur, fyr en minst varir, leitt þá til of- drykkju, og hún er móðir allra lasta, og * 1 dollar um 3 kr. 80 au.

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.