Templar - 04.02.1908, Síða 2
18
TEMPLA^
Gemplar
cr útbrciddasta blað landsins, upplag 4,000 oa
bv>í lanabcsta auaiýsinaabiaáiá.
Rr. S v c i n n 3 6 n s s 0 n trcsmiður, Pinabolts-
stracti 28, tckur á móti aualýsinaum í blaðið.
Jllia afarciðslu blaðsins annast br. 0 a 0 i ð
0 $ 11 u n d prcntsmiðjuciaandi, Pinaboltsstr. 23.
orsök allra mögulegra siðferðislegra skipreka.
Vcn/m á verði þegar um kosningu presta
í landinu er að ræða, og stuðlum að því
að kjósa aldrei aðra en bindindispresta.
Burt með alla brennivínspresta úr landinu.
Læknar landsins þurfa að vera reglumenn.
Vér getum ekki ált líf og heilsu undir
mönnum, sem iðuglega eru fullir. Og
þó læknir vilji vera hófdrykjuniaður í al-
mennum skilningi þá dugar það ekki.
Vér alþýða manna í þessu landi erum
ekki veitingavald yfir þessum embættum,
og verðum þess vegria að taka á móti því
sem að oss er rétt. En höfurn alvarlegar
gætur á þessum mönnum — og fáum þá
rekna af höndum vorum, ef þeir bregðast
oss.
Fyrir nokkrum dögum átti eg tal við
héraðslæknirinn okkar, elskuverðan og góð-
an mann. Hann hafði að fyrra bragði orð
á þessu efni: drykkjumenn í opinbarum
stöðurn. Hvað lækna áhrærði, þá var hans
álit, að ekki gæti það komið til nokkurra
mála sð sá tnaður gæti staðið vel í stöðu
sem læknir, er gjörði sér það að fastri venju
að drekka eitt staup með mat kveld og
morgna og bjór um miðjan daginn, því
það væri ofmikið.
Góðir Islendingar, konur og menn, leggið
þennan mælikvarða á læknana ykkar, og
veitið því nákvæma athygli, sem gjörist með
drykkjuskap þeirra. Og — góðir læknar í
landinu — sem eruð margir, einmitt ykkur
veljum vér bindindismenn sem sjálfsagða til
forustu í því að upplýsa almenning um
skaðsemi áfengis.
Hvernig getum vér gjört oss ánægða
með drykkjugjarna löggjafa, sem sitja nótt
og nýtan dag við ölþamb og brennivínssull
og þar at' leiðandi gjöra sig samkvæmt vís-
indalegum sönnunargögnum ófæra menn,
vegna þess að þeir eru, blessaðir, eins og
allir aðrir menn; undirorpnir öllum hinum
illu afeiðingum af vínautninni. Höfum ná-
kvæmar gætur á, að þeir sem slíkir hangi
ekki lengi við starfann, því með því getur
réttur vor verið fyrir borð borinn.
F*á eru kennarar, — sú öld mun tilheyra
liðna tímanum að skólapiltar, óskabörn lands-
manna, drekka í sig hinar dýrmætu kenningar
um skaðsemi áfengis, og fóru svo með
þennan fjársjóð út á meðal fólksins, og
settu stimpil sinn á margan heiðarlegan al-
þýðumanninn. En gætum þess vandlega,
hverjum stakkaskiftum ungmennin taka við
skólamálið, og ef drykkuskaparfýsnin grípur
þá er ekkert annað að gjöra en taka þá af
skólanum, til þess, að forða þá og aðra
fyrirsjáanlegu tjóni. Allir umgangskennarar
í landinu eiga að vera bindindisménn, —
á húsdyr með alla aðra. Vér getum
ekki upp alið æskulýðinn á annan veg.
Vér eigum sem sagt að: leggja stóra á-
therslu á að kjósa alla umsýslumenn, sem
undir atkvæði vor eru borin — reglusama
menn, því engum öðrum en slíkum er trú-
andi fyrir trúnaðarstörfum. Allir sannir
»Forretningsmenn<! hér á landi eru farn-
ir að leggja slíkan mælikvarða á
þjóna síua, og strax sem þeir hneigjast til
óregltt reka þeir þá burt — ef þeir vilja
ekki bæta sig. Hversvegna skyldi ekki hið
sama gilda um starfsmenn þjóðfélagsins,
Jú vissulega — annáð getur ekki komið til
tnála.
Vér íslensk alþýða sem viljtim heill lands
vors og þjóðar, sem viljum láta sjá þess
glögg merki, að »nú fremur en áður rofi
til fyrir nýrri og betri tíma á þjóðbraut Is-
Iendinga, og að störf hins daglegs lífs hér
á landi bæði til lands og sjávar sýni þar
Ijós merki að framkvæmdir og framfarir fari
vaxandi hérálandi voru, þ á verum alvarlega
á verði fyrir öllum lögum sem afla réttinda
bindindismálsins þ. e. sannar siðmenningar
tneðal landsmanna. — Og gætutn kosn-
ingarréttar vors og atkvæðis, þegar um
mál vort er að ræða. Vér eigum að kjósa
reglusatna menn í allar nefndir: hreppsnefndir,
sýslunefndir, bæarstjórnir, heilbrigðisnefndir
o.s.frv. Vér eigum að kjósa mjög bindind-
ishlinta menn til þingmensku undir þessum
kringumstæðum einlæga aðflutningsbanns-
menn.
Af öllu þessu framangreindu leiðir, að
það er heilög skylda allra Templara í Iand-
inu, allra bindindismanna ásamt allri bind-
indindishlyntri aiþýðu, sem aðhyllist skoð-
anir vorar, um franiangreindar kröfur til
embættismanna um að gjöra sitt ýtrasta til
þess að atkvæðagreiðslan um bann gegn
innflutningi allra áfengra drykkja til þessa
lands, sem fram á að fara á þessu ári falli
oss í vi 1, með öðrum orðum að vér breyt-
um sem sannir og jojóðhollir íslendingar.
Vér bindindismenn, sem þekkjum afleið-
ingar áfengisnantnarinnar alveg niður í kjöl-
inn, vér sem höfum fengið svo mikla og
ágæta fræðslu í þessum efnutn frá merkustu
mönnum heimsins í vísindalegum rannsókn-
um á þessunt hlutum, vér verðuin að gjöra
oss ljóst, hver bindindispólitík vor er.
Bindindispólitíkin cr ekki strembin fæða
eins og »gaddavír og ritsíma«-pólitík, sem
þyrlað hefir upp svo óvenjulega miklu mold-
viðri í þessu landi á milli hinna ofstækis-
fullu pólitísku flokka, sem rífa af sér dreng-
skap og æru með atferli sínu sumir hverjir,
— ef eg mætti svo segja. Nei, bindindis-
mannapólitíkin getur engu þesskonar’ kontið
á stað. Um grundvöll hennar og nauðsyn
geta engar skiftar skoðanir verið, hann er
bygður á þeim staðreynda sannleika, að
áfengisnautnin sé skaðleg öllu sem lifir,
og átumein á þjóðlíkamanum svipað eins
og trémaðkur eða svampur í húsi. Eg man
eftir því, að þegar eg var á Möðruvallaskóla,
þá kom trésvampur í skólahúsið, svo rífa
varð burt alt gólfið. Aðgjörðin kostaði fleiri
hundruð krónur. En það var nauðsynlegt
til þess að húsið eyðilagðist ekki alveg.
T’jóðlíkami íslendinga þjáist af gersvampi
áfengisins. Vér sjáum fúagötin og blettinn
víðsvegar, og hver greinin fellur eftir aðra
af stofninum. Vér verðum að taka alvarlega
í taumana, og einkunnarorð vor eru : Afengi
er þjóðarböl, burt með það úr landinu !
Tö.kum til starfa og gjörum við þessum fúa
í þjóðfélagsbyggingunni. Látum ekki þjóð
vora úrættast lengur og verða að fábjánum
og. geðveikum mönnum af þessum sökum.
Verum á verði í bindindispólitíkinni ein-
mitt nú, þegar löggjafarþtng vort hefir hvatt
oss til umhugsunar og atkvæðagreiðslu.
Nú verðum vér bindindismenn og íslensk
alþýða að starfa fyrir bindindismálið tneð
lífi og sál — og byrjutn nú þegar á því.
Viðburðir síðustu tíma hafa leitt það í Ijós
að þrátt fyrir það, að vér með góðra manna
aðstoð fjölgum liði og sækjum fram betur
og betur þá eigum vér allskæða mótstöðu-
menn, og sumir af vorum bestu mönnum
bregðast oss. Menn, setn starfað liafa fyrir
bindindismálið í mörg ár, en hopa, þegar
á hólnúnn er komið, liðhlaupar, þess konar
menn þykja ávalt skaðsemdargripir. Þau
atvik hafa komið komið fyrir, sem leitt hafa
í Ijós, að hinir gömlu hleypidómar og
áfengisvani drykkjuskaparættanna er talsvert
rikur í landinu, og vex honum ásmegin,
þegar brennivínspostular uppvekjast meðal
lýðsins til þess að láta ijós sitt skína og
hrópa hósíanna Bacchusar.
Mót öllu þessu verðuni vér að berjast.
Leitum til allra góðra manna, lækna,
presta, sýslumanna, hreppstjóra og til
sýslunefnda og hreppsnefnda, og fáum þá
til þess að aðstoða osa í bindindispólitík-
inni.
Prestarnir eru sjálfkjörnir til þess að pré-
dika á trúfræðilegum og siðferðilegum grund-
vellf. Læknarnir ræða um kröfur heilsu-
fræðinnar. Löggjöfarnir um hin borgaralegu
réttindi. Hreppsstjóarnir í þessu landi eru
ekki sístu mennirnir, sem vér eigutn að Ieita.
Með ógn miklum og skærum vonaraugum
lít eg til blessaðra karlanna í hreppstjóra-
stöðunni um þessar mundir. Peir eiga svo
gott með að styrkja oss og þeir eru hold
at' voru holdi og bein af vorum beinum al-
þýðunnar og skilja og vita, hvar skórinn
kreppir mest vegna afleiðinga ofdrykkjunnar,
en það er á fátæklingsheimilunum. Pað eru
einmitt hreppsstjórarnir sem stýra nær allri
atkvæðagreiðslunni í landinu, og venjulega
eru þeir meðal atkvæðamestu mannanna í
hverjum hreppi. Förum nú í hverjum ein-
asta hrepp með virðing og vinsemd til
þessara manna og fáum þá til þess að fylgja
oss að málum.
Sjálfir eigum vér að fjölmenna á öll
mannamót um þessar mundir og skeggræða
um bindindismálið. Á öllum kosningafund-
um eigum vér að halda ræður um bindindis-
málið. Á þingmálafundum sem haldnir vetða
í landinu á þessu ári látum vér vora tnenn
mæta, — og lialda þar fyrirlestra um að-
flutningsbann.
Göngum í liðsbón alt frá sjómanninum í
sjóklæðunum í fjörunni, — og fremst í
dali til bóndans á tóftarfötunum.
Gjörum bindindismálið að umræðuefni
alstaðar með alvötugefni »einbeittri sannfær-
ingu, öfgalaust og æsingalaust«, því
láni höfum vér bindindismenn að fagna
að málefni vort hefir nær ávalt verið rætt á
þessum grundvelli.
Að síðustu vil eg alvarlega enu þá einu
sinni skora á alla góða menn, sem unna