Templar


Templar - 04.02.1908, Side 3

Templar - 04.02.1908, Side 3
T E M P L A R 19 bindindismálinu á þessu landi, að vera á verði, þegar til kemur. £udvig Möl/er. ---- JfíKwícðaðreiðslan á fðereyum. í haust fluttu blöðin símskeyti frá Færeyum, þ)ar sem sagt er frá því, hvernig atkvæða- greiðslan um vínsölu féll í Þórshöfn, nálega allir kjósendur þar greiddu atkvæði með »nei«, að þeir vildu ekki hafa vínöluna. Hér getum vér flutt atkvæðagreiðsluna frá ýmsum öðrum sveitahlutum þar nei Ja Vestmanhavn .... . 150 2 Kollefjord . 107 3 Kalbak 38 2 Straumey 67 7 Nolsey 75 4 Funding . 110 3 Strænger . 96 6 'Sumbey . 118 1 Fróðey . 265 2 Svíney 28 9 Þórshöfn (vestanbæar) . 45 7 Þórshöfn (bærinn) . . . 442 18 Á sumum stöðunum gekk atkæðagreiðslan ■en þá betur t. d. á Suðurey, þar eru fjórar sóknir og í sumum þeirra var enginn með lögunum, en mest 2 á móti. Bindindismenn unnu alstaðar ágætan sigur. Þó er bindindisstarfsemin ung í Færeyum. Vonanai er að eins fari hér á landi í ár er atkvæða þjóðarinnar verður leitað um þetta mikilsvarðandi málefni, og að vér íslendingar getum velt síðasta brennivínskútnum í sjóinn. Hvað er að frétta? báskólaprófi liafa lokið Þorsteinn Þorsteins- son bróðir Hannesar ritstjóra, í stjórnfræði með I. einkunn og Böövar Krístjánsson (yfirdómara Jónssonar) og Jón Ófcigsson í málfræði, einnig með I. einkunn. Tullnaðarprófi við læknaskólann hafa lokið: Ólafur Þorsteinsson (járnsmiðs Tómassonar) úr Rvik með 2. betri einkunn (139i/2 st., og Quðm. Þorsteinsson (fiskimatsmanns Quðmundssonar) úr Rvík með 2. einkunn, hinni verri (752/3 st.). Ucxtir af víxlum og lánunt eru nú 7°/0 í báðum bönkunum, því þeir hafa verið nú nokkra hríð talsvert hærri í íslandsbanka, komust eitt sinn upp í 83/4°/0, en Landsbankinn hefir hinsvegar eigi komist hærra en 7»/0. Sjálfsmorð. Nýlega drekti sér vitskert stúlka á geðveikra hælinu á Kleppi. Hún hét Guðbjörg Guðnadóttir, var sunnan úr Njarðvíkum. Hún var oft búin að gera tilraun til að stytta líf sitt, en hjúkrunarkonur gátu ávalt hindrað það þar til nú. Það þarf nauðsynlega að setja girðingu utan t4im húsið. mannskaðasamskotitt. Samskotunum til styrkt- ar ekkjum og börnunt þeirra er druknuðu mann- skaðavorið mikla 1906, er nú lokið, og hafa sam- skotin numið alls 34.600 kr. Útbýtt hefir verið 30,400 kr.. en afgangurinn, 4,200 kr., hefir verið lagður í Fiskimannasjóð Kjalarnesþings. Stýrimannapróf við Bogö stýrimannaskóla i Dan- mörku hefir nýlega tekið Árni Gunnlaugsson af Akranesi. (Þjóð). IDannalat. Jón Jónsson bóndi á Vestri-Loftum í Qaulverjabæarhreppi dó 18. t. m. Hann var fæddur 25. Sept. 1831 á Grímsfjósum, þar sem foreldrar hans, ]ón Jónsson síðar á Vestri-Lofts- stöðum og Sigríður Jónsdóttir af Bolholtsætt, þá bjuggu. Hann var máður vel metinn. Halldóra Jónsdóttir kona Gísla Gíslasonar á Ásgautsstöðum dó 8. f. m. Hún var föðursystir br. Jóns Pálssonar organista og þeirra bræðra. Hún var mesta merkiskona. Stefán Erlendsson bóndi á Grásíðu í Keldu- hverfi dó 22. f. m., en faðir hans var Erlendur Gottskálksson alþingism. í Grásíðu. Stefán var fæddur 5. Nóv. 1854 og hafði búið langa hríð á Grásíðu, gáfaður maður, sem hann átti kyn til, og smiður hinn besti. Kona lians var Margrét Þórarinsdóttir á Grásíðu Þórarinssonar í Kíla- koti Þórariussonar eldra Pálssonar á Víkingavatni Arngrímssonar. (Þ>jóð). MargrétJónsdóttir ekkja Hallgríms Halldórs- sonar hreppstjóra á Melum í Svarfaðardal dó í Viðvik í Skagafirði 11. f. m. Hún var yfir 70 ára og voru foreldrar hetmar hjónin Jón bóndi á Brekku í Svarfaðardal Jónssonar (Þorvaldsætt) og Guðrún Björnsdóttir. Guðrún átti síðar Halldór Rögnvaldsson á Brekku, og var þeirra son sr. Zóphónías í Viðvík. M. J. var síðustu 20 ár hjá hálfbróður sínum sr. Z. H. ; síðustu ár æfi sinnar var hún blind og hrum. Hún var sérlega sagn- fróð, ættfróð og minnug og vel kynt. Jffmæli. n ára afmæli hélt stúkan Hlín nr- 33 hér í Reykjavík Mánudagskvöldið 27. f. m. Skemtunin var í alla staði hin besta. Þeir br. Árni Jóhannsson og Þorsteinn Jónsson léku á fiðlu og br. Theodór Árnason las upp einkar hugnæma smásögu. Ræður fluttu þeir br. Árni Jóhanns- son (minni íslands), Einar Finnsson (minni Hlín- ar) og Davíd Östlund (minríi Reglunnar). Afmælisljóð hafði br. D. Östlund ort, svohljóð- andi: Nú skal gleðihátíð halda, Hlínar minnumst vér: Tengdi framsókn tveggja alda, tengdi sóknar her; stendur en að stóru verki, stríðir fyrir lýð lyftir kærleiks loga merki: Linni nauðatíð! Lyftir kærleiks loga merki: Linni íslands nauða tíð! Líðir unnu — liðu árin, liðu’ í tímans haf — : Þerðu megnu mæðutárin mæðrum, börnum af. Starfið margan gæfu gæddi — guði syngjum prís! — Mörgum vonir góðar glæddi göfug Hlínar dís. Mörgum vonir góðar glæddi göfug Hlínar vonardís. Starfsmenn margir mætir vóru, menn með háa kvöð; Bakkus mót í fylking fóru, fylktu sér í röð. f’eirra’, er skipun hlýddu Hlinar : • Hrekið Bakkus frá! Þerra, sem ei dugur dvínar. dáðir minnumst, á í’eirra, sem ei dugur dvínar, dáðir góðar minumst á. Enn er Hlín að kalla, kalla! »Komið varðsvið á! Hvetjið landsmenn, hvetjið alla, hrekið Bakkus frá!« — Fylkjumst, lýftum fögru merki, fræknir berjumst enn! Fyrir guðsmóðs hug og herki hnígur Bakkus senn! Fyrir guðsmóðs hug og herki hnígur Bakkus dauður senn. Nú skal gleðihátíð halda, Hlínar minnumst vér. — Fram! í nafni föður alda fylkjum sóknar her; stöndum fast að stóru verki, stríðum fyrir Iýð; lyftum kærleiks loga merki: Linni nauðatíð! Lyftum kærleiks loga merki: Limji íslands nauða tíð! Loks voru skrautsýningar tvær, sem (ókust mjög vel og ýmislegt annað til skeintunar. nýtt prCStSSCtur reisir sr. Magnús Bl. Jónsson í Vallarnesi við Lagarfljót. Hann hefir fengið leyfi til að kaupa hluta úr jörðinni Vallarnesi til að koma sér upp þar afbýli, er hann ætlar að girða og rækta, og reisir hann þar íbúðarhús. Er þetta fyrirmyndardæmi. Verðið á landinu 500 kr. (Nýtt Kirkjubl). Causn frá prcstskap. Séra Janus Jónsson pró- fastur í Holti í Önundarfirði sækir um lausn frá embætti vegna heilsulasleika. (N. K.) nýtt Kirkiublað. Séra Jón Helgason hefir látið af útgáfu og ritstjórn Nýja Kirkjublaðsins, og annast nú próf. Þórhallur Bjarnason lektor um hvortveggja. Jastcignasala. Danska verslunarfélegið P. J. Thorsteinsson & Co. hefir keypt Viðey af Eggert Briem óðalsbónda þar fyrir 150,000 krónur. Eng- in jarðeign hér á landi hefir verið seld jafnháu verði áður, og fyrir fáuin árum keypti hr. E. Rriem Viðey á 30,000 krónur. Hr. E. Briem hef- ir leigt jörðina af félaginu næstu tvö árin. Umsóknir. Um Stað í Steingrímsfirði sækir sr. Böðvar Eyólfson aðstoðarprestur í Árnesi í Stranda- sýslu. Scttur prófastur í Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi er sr. Magnús Bjarnason preslur á Prestsbakka, stað sr. Bjarna Einarssonar próf. á Mýrum, er sótti um lausn frá því. fllþýðulcstrarfclag Reykjavíkur er var stofnað fyrir 5 árum síðan af þeim Tryggva Gunnarssyni bankastjóra og Þorl. H. Bjarnasyni kennara, hélt aðalfund sinn í f. m. Félagið hefir átt heldur erfitt uppdráttar, en ýmsir menn hafa styrkt það með gjöfum, og síð- ustu árin hefir það notið styrks af bæarfé. Á hverjum virkum degi frá 1. Okt.-1. Maí er safnið opið til afnota frá kl. 6-9 síðd.. Félags- menn geta ennfremur fengið bækur lánaðar heim til sín. Félagið ánú um 1100 bindi, og síðastliðið ár var tala lánaðra binda alls 2662. Bókavörður fé- lagsins hefir lengst af verið Sighvatur Árnason fyrv. alþm. og rælcir hann það starf mjög vel. í stjórn félagsins eru Tryggvi Gunnarsson bankastjóri (formaður), Þorleifur H. Bjarnason (gjaldkeri) og Hannes Thorsteinson (ritari). Kjúkrunarfclag Rcykjapíkur hélt fimta ársfund sinn 30. Jan. í Iðnaðarmannahúsinu, að viðstcdd- uin eins mörgum og salurinn rúmaði, enda hafði konum félagsmanna verið boðið að sækja fundinn, þótt ekki væru þær í félaginu. Formaður, sr. Jón Helgason, skýrði frá hag fé- lagsins, starfsemi þess á liðnu ári og lagði fram ársreikning endurskoðaðan. Tekjur félagsins að meðtöldum 393 kr., sem fé- lagið átti í sjóði í fyrra, námu á árinu, 2346 kr. 08 aur. Þar af voru 630 kr. tillög félagsmanna. 760 kr. greiðsla fyrir veitta hjúkrun, 155 kr. gjafir frá einstökum inönnnm (50 kr. frá Önnu Thorodd- sen, 50 kr. frá jungfrú Önnu Nielsen, 25 kr. frá lifsala M. L. Lund, 20 kr. frá frú Christjane Krabbe og 10 kr. frá úrsmið Eyólfi Þorkelsyni). Útgjöldin urðu á árinu alls 1812 kr. 62 aur., þar af laun til starfskvenna félagsins 1780 kr., svo að félagið átti í sjóði við árslok 533 kr. 46 aur. Auk 200 kr., seni væntanlega næst inn að ein- hverju Ieyti. Af félagsmönnum höfðu nokkrir (16) vikið úr

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.