Templar - 20.02.1912, Blaðsíða 3

Templar - 20.02.1912, Blaðsíða 3
T E M P L A R. 11 unni og var það niál rælt nokkuð. Einnig var rætt um, að það væri mjög æskilegt að stúkurnar hcimsæktu liverjar aðra. í þvi máli var engin ákvörðun tekin, enda ekki mættir á fundinum menn i'rá öðrum stúk- um, en st. »Foldin« i Álftaveri og st. »Kletta- frú« í Skaflártungu. Rætt um sameiginlegan temþlaralund næsla ár. Kom fram tillaga til að kjósa þriggja manna nefnd til þess að koma á sameigin- legum templarafundi næsta ár. Því næst var kosið í nefndina, og hlutu kosningu þessir: br. Guðjón .Tónsson Illíð með 17 atkv., br. Hannes Iljartarson Herjólfsstöðum með 15 atkv. og br. ísleifur Jónsson Jórvík með 11 atkv. Fleiri mál lágu ekki iyrir fundinum og var honum því slitið með venjulegum fundar- slitasiðum Good-Templara. Hannes Hjarlarson (æ.t.). Brynjólfur J. Gíslason (ritari). Brostnir hlekkir. Str. Hailbera Þorkelsdóttir andaðist 25. f.mán. Hún var meðlimur st. »Verðandi« nr. 9 um margra ára skeið og hafði mikinn áhuga á málum Reglunnar og unni af alhug fram- förum hennar og málcfnisins. Hún var einn af þeim sem fáir veita eftirtekt og erfitt átti hún sérstaklega er lasleiki tók að liamla henni að vinna. Hún var jörðuð 31. f. m. og kostuðu meðlimir stúk. »Verðandi« útför hennar að mestu leyti. Br. Pórflur Stefánsson andaðist hér í bænum 6. þ. m. Hann gckk inn í st. »Vcrðandi« nr. 9 árið 1887 og var hann meðl. hennnr fram yfir aldamót; gekk þá í sfúkuna »Hlin« nr. 33 og var meðlimur hennar til dauðadags. Hann var mikill drykkjumaður á fyrri árum, cn staðfastur og einlægur bindindismaður er hann fór inn á þá braut; hann var eitt af þessum ljósu dæmum, sem varpað hafa ljóma yfir alla starfsemi vora og sem hafa talað skýrar en skörpustu prédikanir. Regl- an á hér á bak að sjá eins sins bezta og tryggasta vinar og vclunnara. Hannvarjarð- settur 14. þ. m. Frá stúkunum. Nýárssól nr. 147 hélt hátíðlegt afmæli sitt laugardaginn 6. jan. si. Byrjaði samkoman ineð þvi að sest var að kaffidrykkju. Br.Valdi- mar Á. Jónsson setti samkomuna og bauð aHa viðstadda velkomna. Br. Gunnar E. Benediktsson mælti fyrír minni stúkunnar, stutt, en gagnorð og góð ræða. Á eftir var sungið: »Með gleðiraustu«. f>á söng Ásta Jósefsdóttir nokkur lög. Fyrir minni Regl- unnar mælti br. Jón Árnason nokkur orð. Þá söng lívartett skólapilta nokkur lög og var gerður að góður rómur og svo söng Ásta Jósefsdóttir nokkur lög. Þá hélt br. Þorv. Guðmundsson ágæta ræðu fy'rir minni kvenna og Kvartettinn söng aftur nokkur lög. Þá voru borð tekin upp og dans stiginn. Há- tiðin fór vel fram. Stúkan starfar nú með ljöri og áhuga. Hlin nr. 33 hélt afmælishátíð sina laugard. 27. f. m. i G.-T.-liúsinu. Br. Sigurbj. Á. Gisla- son setti hátíðina. Þá voru haldnar ræður: Fyrir minni íslands dósent Sig. P. Sívertsen. Fyrir minni stúkunnar og Reglunnar br. S. a ■° ö o°° - o a S 2 o ■54 •- CO . -S ' b U - ■2 ^ c ‘ö 3 *s « « a o 3 fe « iLs 111 u « G % 3 W3 U C3 A. Gíslason. — Ásta Jósefsdóttir söng tvö lög og var gerður að góður rómur. Þá sýndu nokkrir drcngir leikfimi undir stjórn br. Steindórs Björnssonar, og var unun að horfa á æfingar þeirra. Þá var leikinn gamanleik- urinn »Box og Cox«, og þótti vcl takast. Skemtunin fór mjög vel fram og var frem- ur vel sótt. Einlngin nr. 14 hélt skemtisamkomu til ágóða fyrir sjúkrasjóð sinn, sunnud. 28. f. m. Var þar margt til skemtunar: Söngur, upplestur og gamanvísur og dans að lokum. Gleyra mér eigi nr. 35 á Sauðárkróki hefir starfað með miklum áhuga og fjöri í vetur og hefir þrefaldað meðlimatölu sína. Nýársdagurinn nr. 56 á Eyrarbakka hefir starf- að vel nú upp á siðkastið og tekið inn marga nýja meðlimi. Frá útlöndum. Bindindismenn Þýzkalands segir »lntern.Monats- schrift« að hafi við miðbik síðasta árs verið um 126,000 fullorðnir og 90,000 ungiingar, samtals 216,000. Af þeim eru 53,000 fullorðn- ir 19,000 ungl. i báðum stórstúkum Good- Templara. 38,000 fullorðnir og 11,000 ungl. i Bláa krossinum. 12,000 fullorönir i katólsku bindindissameiningunni og 60.000 ungling- ar í katólska »verndarengla«-sambandinu. Hinn nýi Sjálandsbiskup er bindindismaður. Hinn nýskipaði Sjálandsbiskup, H. Ostenfeld, er alger bindindismaður og meðlimur »Bláa krossins«. Hann er sá eini biskup í Dan- mörku, sem er í bindindisfélagi, segir blaðið »Folkevennen«. Margir ensku biskupanna eru, eins og kunnugt er, leiðandi menn ensku bindindis- hreyfingarinnar. Ölnautnin i Þýzkalandi hefir á siðasta skatt- greiðsluári fallið úr 105 til 100 lítra á mann. Mest er drukkið i Bajaralandi, 230 lítrar á mann, þá kemur Wúrtemberg og Baden með 146 lítra á mann. Kvittun. Þessar stúkur hafa greitt skatt 1. nóv. s.l.; Nr. 1, 7, 24, 36, 42, 43, 60, 64, 65, 67, 69, 78, 88, 93, 99, 102, 106, 107(7), 113, 114, 139, 140, 151, 152 (aukask. 5,15), 159, 162, 163. Þcssar stúkur hafa greitt skatt 1. ágústs.l.: Nr. 3, 7, 15, 60, 64, 65, 67, 69, 93, 107,114,124, 162, 163. Þcssar stúkur liafa greilt skatt 1. mai s.l.: Nr. 7, 15, 60, 67, 93, 124, 163. Fyrir þessum greiðslum kvittast hérmeð. Skrifstofu Stór-Ritara, 12. febr. 1912. Jón Arnason, s.-r.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.