Templar - 10.03.1912, Blaðsíða 2

Templar - 10.03.1912, Blaðsíða 2
14 T E M P L A R. „Templar“ kemnr út & hverjum 20 daga freati, raiust 18 blöð. Yerð krgangBÍns 2 krM er borgist 1. júli. Útsölumenn fá 26ð/o ( sölulaun. Bitstjórn, afgreiðalu og innheimtu annast Jon Árnason, Box A 21, Beykjavik. Afgr. & Smiðjuatíg 5, kl. 7—8 aiðd. láta ekki slíkan órétt sem þann, sem kemur fram á vesalings konum og sak- lausum börnum drykkjumannanna, við- gangast. — Og hve mikils virði er hver ungur og upprennandi maður fyrir þjóð- ina? Það er ómögulegt að gera sér hug- mynd um tap það, sem þjóðin bíður við það þegar fjöldi ungra og efnilegra manna láta árlega lífið fyrir þennan þjóðarlöst, drj'kkjufýsnina. En sökin er hjá andbanningunum og þeim, sem vilja halda áfenginu í land- inu og láta það vera almenningi til boðs, en berjast af öllum mætti gegn þeirri stefnu, sem vill koma í veg fyrir þetta og segir: Áfenginu á, eftir eðli þess, að skipa á bekk með öðrum deyfilyfjum og á þvi að fara með það á sama hátt og þau, loka það inni í lyfjabúðunum. Pað er stefna bannlaganna. Frá andbanningum. Nú er vörnin farin að gerast léttvæg hjá »Ingólfi«. Annaðhvort eru það upp- tuggur eða snúningur frá því sem þeir hafa áður sagt og haldið fram viðvíkj- andi stefnu sinni, eða svörin eru bygð á misskilningi, útúrsnúningum, heimsku eða öðru verra. Þeir bera á móti því t. d. að þeir hafi haldið því fram, að menn ættu að drekka í hófi, en líklega mun lesendum blaðsins hafa brugðið í brún; svo augljós er ósvífnin. En sízt ætti að gera þetla að ágreiningsefni hér. Eðlilegterað »Ingólfs«feðrunum sé ekki rótt. Bindindisnefndin í Svíþjóð. »lngólf- ur« segir, að nefndin hafi orðið ásátt um, að algert bann væri óframkvæman- legt. Nefndin hefir enn ekki lokið störf- um sínum og því getur liún ekki hafa gert neitt ákveðið í því máli, ekki sízt þegar það var síðasta atriðið af verkefn- um hennar. Það er jafnvel búist við að liún Ijúki ekki störfum sinum fyr en síðla árs 1913. Um leyniknæpur. Eftir Fr. Friðriksson. Þaö er víkingsandi i sumum ræningjum. Þeir láta sjá sig á afmannafæri og hreykja sér siundum af atvinnu(!) sinni. Peir geta verið djarfir í framgöngu og höfðinglegir og sópað mikið að þeim. — Aitur eru sumir ræn- ingjar bleyðulegir, liggja bara i launsátri, þora ekki að leggja sig í hætlu eða láta á þvi hera að þeir séu ræningjar. Peir eru langt um fyrirlitlegri en hinir, af því að hjá þeim sameinast ágirnd, illmenska, bleyði- skapur og þjófseðli.— Þeim, er áfengi selja, svipar til þessara ræningja.—Veitingamennirnir löggiltu fremja ránskap og hernað sinn undir verndarvæng laganna að visu, en sýna þó kjark í því að þora að standa frammi fyrir almenningsálit- inu, og skammast sín ekki fyrir tjón það, sem þeir vinna landi og lýð. Þeir meira að segja trana sér fram og gorta af frægð sinni og dirfsku. — Að visu eru þeir blygðunar- lausir, en þeir eru óhræddir og fara í engan feluleik. Menn vita þó, hvar þeir standa. — Oðru máli er að gegna um pukursala, menn, er án allrar lieimildar selja áfengi. Það eru til þess háttar veitingamenn, sem selja áfengi án þess að hafa heimild laganna til þess, og sem selja i laumi á sunnudögum og helgum. Þeir eru ræningjar líka, en langt um fyrir- litlegri en hinir; þeir liggja í launsátrum fyrir almenningi, og líf þeirra verður tóm liræsni, heigulskapur og þjófnaður. Peir eru blauðhjörtuð varmenni, sem gera það, sem þeir skammast sín fyrir, fela sig fyrir öllum vönduðum mönnum, og taka á sig lieiðar- legasta borgarablæ hið ytra; þeir hafa gjört sér atvinnugrein af því að tæla istööulausa og veika bindindismenn, sem sjálfir eru svo miklir hræsnarar að lálast vera Good-Templ- arar, en drekka í laumi. Pessir launsalar liafa líka á hendi það fagrafi!) hlutverk að kenna »drengjum« og »unglingum« að drekka, sem enn þá ekki þora að gera það opinber- lega. Margur unglingur er á leiðinni að verða drykkjumaður, af því hann á þannig kost á að fá það i laumi. Lif og viðskifti þessara leyni-veitingamanna er alt bygt á svikum og lýgi, bæði gagnvart lögum og landslýð. Ilvort þeir gjalda nokkurn skatt af ágóða hinnar ólöglegu sölu sinnar, veit ég ekki; en það er þá að minsta kosti undir öðru yfirskini. Peir eru þjófslegir ræningj- ar, sem eru miklu stærri glæpamenn en reglu- legir innbrotsþjófar. Þeir gera gys að lögum guðs og manna, cru föðurlandssvikarar og guðníðingar. Verstir eru þeir og viðbjóðs- legastir af þessum leynisölum, sem vilja láta tclja sig i tölu kristinna manna. Hinir eru skárri, sem kannast við að þeir séu trúar- lausir, af þeim er ekki betra von. En allir eru þeir skaðsemi hin mesta og afvegaleiðendur. Þeir eru eins og drepsótt, sem Iæðist áfram í myrkrinu. Pað er aumt til þess að vita, að þessi leynisala þeirra get- ur þrifist. En það stendur í sambandi við það, að til eru svo spiltir bindindismenn, sem eigi svífast að brjóta sín helgu heit þeg- ar þeir geta, án þess á beri, og til eru þeir unglingar, sem hafá svo »rætinn« og spiltan hugsunarhátt, að þeir nota sér þessa leyni- staði á bak við foreldra sína og þá, sem vilja þeim vel. — Pað má Iíkja hinum opinberu veitingastöð- um saman við hringstraum, sem sogar i sig alt, sem kemur inn í hann, við dynjandi röst, er ólgar og eyðileggur, en það má sjá þá og varast. Leyniknœpurnar eru þar á móti eins og úldnar forarveitur, hviksyndisaurleðja á af- viknum og huldum stað; sá, scm hrapar þar út á, sekkur i leðjunni og svínar sig til ver en þeir, sem opinberlega gera sér lil skammar. Ef þú þekkir einhvern, sem heldur leyni- knæpu eða selur áfengi á sunnudögum, þá er þér óhætt að reiða þig á, að sá er hið viðbjóðslegasta, samvizkulausasta og blauð- hjartaðasta mannskræfukvikindi, sem skríð- ur á jörðunni. — [P’rximanskráð greln er, með leyfi hof., tekin úr »Mjölnir«, I. hcfti, er stúkan »Hlin« nr. 33 gaf út 1902. Ritstj.]. Frá stúkunum. Verðandi nr. 9 liélt skemtisamkomu ll.f. m. til ágóða fyrir sjúkrasjóð sinn. Var margt til skemtunar. »Fóstbræður« sungu nokkur lög tvisvar sinnum. Str. Ágústa Magnúsdótt- ir las upp. Br. sr. Fr. Friðriksson sagði frá skemtiferð K.F.U.M. upp í Mosfellssv. í fyrra. Fjórar stúlkur sungu nokkur lög og Marta og Hólmfríður léku fjórhent á pianó. Tvær stúlkur sungu tvisöng (sænskar vísur) og Jóhannes Jónsson (litill drengur) mælti tvö kvæði af munni fram. Að lokum var Ieikinn »Lotteríseðillinn«, gamanleikur með söng. Skemtunin tókst vel, ágóðinn góður, þótt enginn væri dansinn. -j- Ár8ÓI nr. 136 (kvenstúka) liélt afinæli sitt hátíðlegt sunnudaginn 3. þ. m. Str. Sigurb. Jónsdóttir setti samkomuna og bauð félaga og gesti velkomna. Pá söng Kristin Bene- diktsdóltir einsöng. Fyrir minni Islands mælti str. Guðrún Lárusdóttir, góð og snjöll ræða. Margrét Magnúsdóttir og Kr. Bene- diktsdóttir sungu tvísöng. Br. Guðm. skáld Magnússon las tvö kvæði og var gerður að góður rómur. Leikinn gamanleikurinn »Háa c-ið«, skrautsýning og dans að lokum. Stúkan »ÁrsóI« hefir starfað með miklu fjöri og áhuga i vetur. Ársþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 á Akureyri var háð 22. f. m. í Good-Tcmplaralnisinu á Akureyri. 6 reglufélagar tóku stigið og tel- ur umdst. nú milli 50 og 60 félaga. U.B. gaf skýrslu um starfscini stúkunnar á síðastliðnu ári. Helztu störf hennar höfðu verið að koma á rannsókn á Hansaöli, sem fór fram i Rvík síðastl. sumar og starfsemi meðal stúknanna í umdæminu. Pessir embættismenn voru kosnir og skip- aðir til næsta árs: U.Æ.T. Br. V. Knudsen verzlm. Akureyri U.Kanzl. — Bjarni Hjaltalín ráðsm. — U.V.T. Str. Jósefína Stefánsd. vm. — U.G.U.T. Br. Ilallgr. Pétursson, bókb. — U.R. — Steíán Stefánsson, vin. — U.G. — l'riðbjörn Steinsson F.U.Æ.T. Guðbjörn Björnss., veitm.— U.G.Kosn. Sami. U.Kap. — Ludvig Möller kaupm. Iijalte. U.Dr. Str. Álfheiður Einarsdóttir, frú Ak. U.A.Dr. — Júlíana Sigurðardóttir.ufr. — U.V. Br. Trausti A. Reykdal fiskimtm. — U.Ú.V. — Jakob Jóhannesson sjóm. — U.A.R. — Halldór Friðjónsson frá S. — U. Boðb. — Magnús Sigurðsson sjóm. — H. Samsæti héldu templarar á Akureyri leik- endum »Skuggasveins« 24. jan. s.l. i þakklætis- og viðurkenningarskyni fyrir alorku þeirra og þolgæði við að koma leiknum upp. Var og nokkrum öðrum bæjarbúum boðið, sem á cinhvern hátt höfðu styrkt leikinn og tóku um 120 manns pátt í samsætinu. Veitingar voru kaffi og súkkulaði, og ræð- ur fluttu: Matth. skáld Jochumsson, Guðl. Guðmundsson bæjarfógeti, Páll Jónsson skáld, Stefán Stefánsson skólameistari, Guðmundur Guðlaugsson, br, Vilh. Knudscn o. fl. Á eftir skemti fólkið sér við spil og dans fram yfir miðnætti. »Skuggasveinn« var bctur sóttur en nokk- ur annar leikur, er hér heíir verið sýndur, sótti fólk utan úr sveitum hann svo vel, að bæjarbúar fengu ckki aðgöngu sum kvöldin. Mun leikurinn hafa gefið af sér alt að 2200 kr. »brutto«, en kostnaður allur var gcysi- mikill, sem von var, þar sem kaupa þurfti ný tjöld og margt fleira er til útbúnaðar heyrði, og alls ekki var til hér áður. Pökk sé leikendum »Skuggasveins« og öll- um þeim, er sluddu að uppkomu leiksins. H.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.