Templar - 10.03.1912, Blaðsíða 3

Templar - 10.03.1912, Blaðsíða 3
T E M P L A R. 15 Frá útlöndum. Frakkar veita bannhreyfingunni athygli. Blaðið »Le Teinps« flytur greinilegt ágrip af ræðu sem Staaff, forsætisráðherra Svía, hafði nýlega haldið um ætlunarverk bindindis- nefndarinnar. Sérstaklega er vakið athygli á orðum hans um samband þess við lækkun á tolli á frakkneskum vínum fyrir nokkrum árum siðan. Blaðið bendir á að tolllækk- unin hafl verið skilyrði fyrir samþykki á 65 miljóna króna láni, sem Svíar hafi feng- ið á pcningamarkaði Parisarborgar og bætir við: »Algert áfengisbann er eiginlega rof á þessum samningi«. Einnig er bent á, að inn- flutningur áfengis til Svíþjóðar nemi nálægt 9,958,000 franka og af því komi frá Frakk- landi fyrir ei minna en 4,798,189 franka. Ef nefndin ræður ríkisþinginu til að samþykkja algert bann, þá er það frakkneska þjóðin, mest líður við þá ráðstöfun. |Hér er citt gott dæmi þess hvernig Frakk- ar kúga þau ríki, sem eru i skuldatengslum við þá, til þess að eyðileggja sig á áfenginu]. Bindindi á skipum. »VestcraaIske Dampskibs- selskab«, sein rekur flutningaatvinnu á vest- urströnd Noregs heflr frá 1. jan. þ. á. bannað öllum skipverjum á skipum sinum að neyta áfengis. Það verða verkmennirnir,8em útrýma áfengisfram- leiðslunni, sagði danski rikisþingsmaðurinn Sabroe í ræðu, sem liann hélt nýlega uin nýja danskaáfengissölulagalrumvarpið. Ilann réðst mjög á frumvarpið af þvi það væri ekki nándar nærri nógu viðtækt. »Ég er ekki spámannlega vaxinn«, sagði hr. Sabroe, »en segi að eins það, að árangur liinnar nýju alþýðuhreyflngar Norðurlanda verður sá, að innan 10 ára verður lialdinn fundur af verkmannafulltrúum frá Finnlandi, Sví- þjóö, Noregi og Danmörku til þess að vinna bug á áfengissýkinni með samciginlegri lög- gjöf fyrir öll Norðurlönd«. I. 0. G. T. Neutral í Austurriki, sem starfar undir naininu »Nephalia, austurriska félagið gegn drykkjusiðunuin«, stofnaði i desember siðastl. í Linz 14. stukuna »Donau\vacht« með 18 félögum, þar af eru 4 kennarar. Bindindishreyfingin í Austurriki er i hægri en vissri framför. Riki88jóðs8tyrkur til bindindi3málsins i Serbiu. — Eftir skýrslu frá próf. Forel í blaðinu »Der AlkohoIgegner« hefir serbneska ríkisþingið veitt I.O.G.T. Neutral 1000 dinara (715 kr.). Bindindisfélag rússneskra lækna var nýlega stofnað með 35 meðl., segir »Ref.«. Form. er dr. Alcxander ídendelsohn og skrifari dr. U. Tutolmin. f sambandi við þelta má geta þess að bind- indisfélag svissneskra lækna hefir 113 félaga og austurriska lélagið 54. Áfengisnautnin eykst stöðugt í Frakklandi. Heims- blaðið »Times« skýrir frá þvi að áfengistekj- ur Frakka í fyrra hafi aukist um röskar 2 milj. sterlingspunda (36 mllj. kr.). Pað er óþarfi að óska Frökkum til ham- ingja með þcssa tekjuaukningu, segir »Re- fonnatorn«. Um mörg ár hafa Frakkar ver- ið mesta áfengisncyzluþjóð heimsins. Og á- fengissýking þjóðarinnar liefir nú á siðari árum dregið að sér athygli löggjafanna, þótt hinar ytri pólitisku ástæður hafi enn þá mátt sin meira. Er Mars bygður? Eftir Otlo Asmussen. (Pýlt úr »Gads Danskc Magasin«). (Niðurl.). Nú eigum vér að eins eftir að hugsa oss hvernig hinar skynsemi gæddu verur, Mars-mennirnir, muni koma oss fyrir sjón- ir; verurnar, sem bjuggu til skurðina, sem eru svo stórfeldir, að mannvirki jarðarinn- ar verða að engu í samanburði við þá. Hvað verður úr Súez- eða Panamaskurð- unum við hliðina á skurðimum á Mars, sem eru grafnir 1 beinum línum yfir 100 mílur á lengd. Það virðist svo sem þessir Marsbyggjar hafi náð algerðum yfirráðum á hnettinum, gert hann sór undirgefinn til þess að ríkja á honum, koma öllu í röð og reglu og framleiða menninguna á mjög samstæðan hátt, eins og vér get- um hugsað oss, að vér mennirnir munum einhvern tíma, þegar allur ágreiningur milli þjóða og þjóðflokka er horfinn, þegar öfund og hatur á báða bóga á sér ekki lengur stað, og mismunur hinna ýmsu menningarstiga er jafnaður, gera jarðar- hnöttinn oss undirgefinn, sem borgarar í einu stóru sameiginlegu ríki. Mars-mennimir hljóta — eins og menn jarðarinnar — að vera á framþróunarskeiði, hljóta að vera komnir af lægri dýrateg- undum og með marga milliliði að baki sér náð núverandi stigi í framþróuninni, sem þó er ekki nándar nærri hámarkið. Dag eftir dag, ár eftir ár, hafa menn jarðarinn- ar náð á vald sitt nýjum og nýjum öfl- um náttúrunnar. Yér höfum tekið raf- magnið á vald vort, vér höfum notfært oss hið bundna hreyfiafl vindsins og hinna stóru fossa, og tíminn, sem liðinn er frá því segulstálið fanst og þangað til firðritunin komst á, er örstutt tímabil í framþróun- arsögu vorri, og það getum vér notað sem mælikvarða fyrir ókomna tímann. Mars- byggjarnir hljóta að vera komnir miklu lengra en við, sakir hinna miklu vitsmuna þeirra og eldri menningu. Þegar vér ger- um fálmandi tilraunir i óvissu um, hvort vér erum á réttri leið eður ei, hafa þeir, ef til vill, fyrir löngu yfirunnið allar hindr- anir. Vér getum því hugsað oss, að Mars- menn hafi fullkomna þekkingu á því að notfæra sér sólarhitann til þess að hreyfa með vélar. Hugmyndin um að safna sól- argeislunum er ekki ný. Upprunaleg upp- spretta alls þess afls, sem meunirnir nota, er geislastreymi sólarinnar, og sólvél, sem er knúð með hitaafli hennar, og þá einnig það fyrirkomulag vélar, sem beint notar bezt aflsuppsprettuna. Það hafa líka verið gerðar tilraunir til að búa til slika vél, sem beint notar aflvaka sólarinnar til að dæla vat.ni. Myndin hér sýnir eina slíka vél, sem ameríkumaðurinn Ericsson hefir fundið upp og stendur hún á bersvæði undir Sierra Madre fjöllunum í Kaliforníu. Möndull vélarinnar liggur frá norðri til suðurs, og hvolfið, sem safnar geislunum, má færa frá austri til vesturs með eins- konar sigurverki, svo það fylgi ferð sólar á hinni daglegu braut hennar yfir himin- inn. Innri hluti hvolfsins er samsettur af 1788 Bpeglum, sem liggja liver við annan Sólvél í Kalii'orníu. og eru frá 9 til 60 centimetrar að stærð. Slík vél getur gengið alla daga árið um kring — auðvitað þegar sólin skín — hún byrjar l1/3 kl.tíma eftir sólaruppkomu og hættir V* stundu fyrir sólsetur. Af því að oft geta verið þétt ský fyrir sólu svo vik- um skiftir, mun sólvél ekki koma að veru- legu gagni í starfsemi jarðbyggjanna, sem ekki þolir fárra daga stöðvun hvað þá held- ur um lengri tíma. En á Mars geta merm notfært sér sólvélina, þvi þar breiðast ský- in ekki fyrir sólina. Sólvélin í Kallforníu, sem hefir 15 hesta afl og dælir um 57 tunnum vatns á mínútu hverri, er afar- dýrmæt fyrir hin þurrlendu héruð i ná- lægðinni og þess vegna gæti sólvél á Mars á sama hátt dælt vatninu úr hinum stóru vötnum um skurðina til áveitu á hið vatns- snauða Marsland. Mars-iuenu. Stórfeld hugsmíði amerisks listamanns. Hinum ytri skyldleika Marsbyggjanna og kynþátta manna á jörðunni verður ekki fengist við að lýsa hér. Það er þó tæp- lega hugsanlegt, að bygging Marsmanna sé svo mjög ólik okkar, og að ekkert gæti sýnt það, að vér værum íbúar á tveim ná- búahnöttum í sama sólkeifinu. Hvað er nú eiginlega verulegt í þessum athugunum? Stjörnufræðin sem vísindi viðurkennir að eins það, sem er visinda- lega sannað og um það er ekki að tala með tilliti til flestra hinna bygðu hnatta. Með fullri vissu getum vér þó sagt þetta og það er ekki unt að vefengja: Jörðin hefir enga yfirburði yfir aðra hnetti, sem geri hana hæfari til að vera bygð hugs- andi verum og það væri því fjarstæða að hugsa, að jörðin væri hinn eini byggilegi eða bygði hnöttur í hinum mikla himin- geim. Hafi náttúran í ómælisvidd himins-

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.