Templar - 10.03.1912, Blaðsíða 1

Templar - 10.03.1912, Blaðsíða 1
TEMPLA XXV. Reyjavík, 10. marz 1912 4. blað. Stefnuskrá Good-Templara. I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva tildrykkjar. III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þióðarinnar framkomnum t réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá .vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manna til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga °S bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér höfum borið sigur úr být- um um allan heim. Þar sem kúlurnar lenda. Br. dr. Johan Bergman endar hina frægu bók sína »Nykterhetsrörelsens Várldshistoria« með því að lýsa svari einu, sem hann telur að hinn heims- í'rægi mælskumaður John B. Gough hafi geflð veitingamanni nokkrum, er hafði hlýtt á eina af ræðum hans, og þótti hann ýkja mjög; hann hefði verið veit- ingamaður í 20 ár og aldrei séð helm- inginn af því böli, sem Gough hafi lýst á einum kl.tíma. En Goui^h sagði: »Hafið þér heyrt getið um manninn, sem keypti sér fallbyssu og fór með hana hérna yfir um fjörðinn (bærinn, sem G. hélt ræðuna í, lá öðru megin við fjörð, sem var 3 mílur enskar á breidd). Þar var hann í glaða sólskini og skautreynslu- skotum úr fallbyssunni. Að nokkrum tíma liðnum kom bátur frá bænutn og hélt að ströndinni þar sem maðurinn var með fallbyssuna. Þegar báturinn kom svo nærri, að hróp manna mátti heyra í land, hrópaði sá sem í bátnum var: »Hættið! fyrir alla muni; skjólið ekkil Þér skjótið hvert mannsbarn í bænum til bana. Þér eyðið húsin. Fólk- ið liggur og baðar sig í blóði sínu á um- rótuðum götunum«. Og hvað haldið þér að 'fallbyssumaðurinn hafi sagt: »Þér hljótið að vera villaus! Hér hefi ég verið og skotið í röskan klukkutíma, en ég hefi ekki séð minstu ögn af þeirri eymd sem þér segið frá«. — »Svo er mál með vexti«, svaraði Gough; »þér, herra minn, lítið á málið frá þeim slað, sem maður- inn skaul úr fallbyssunni, en vér, bind- indísvinir, förum og aðgætum þar sem kúlurnar lenda. Andbanningarnir hafa oft neitað því að nokkurt áfengisböl sé til, að minsta kosti þá ekki nema i mjög litlum mæli og segja, að það sé að mestu höfuðórar ofstækisfullra bindindismanna og templ- ara. Þeir líta á málið, andbanningarnir, einmitt, eins og John Gough sagði, frá saina staðnum og fallbyssumaðurinn. Það virðist að vísu óþarfi að færa sönnur á, að þessir menn hafi rangt í'yrir sér, því svo mörg eru dæmin, sem tala skírt og hátt gegn slaðhæfingum þeirra, og eru sum þeirra almenningi kunn. En, því miður, eru ótal þau dæm- in, sem menn vita ekki um og verða alt af hulin, eru og verða að eins á vit- orði einstakra manna, sem af ýmsum ástæðum leyna þeim. Margir hafa þá skoðun, að ekkert eigi um slíkt að tala; það sé svo óþægilegt fyrir hlutaðeigendur. En um leið og þessir menn gera einstaklingunum þægt verk, vinna þeir fjölda manna stórljón, því almenningi er ekki gert nægilega ljóst, hve mikil hætla hér sé á ferðum, og með þögninni er verið að gera hon- um glapsýn og segja honum ósalt. Það er því nauðsynlegt að koma með nokkur dæmi úr daglega lífinu, sem hafá gerst fyrir fám dögum, að kalla má, til þess að sýna mönnum fram á, að þetta, sem menn nefna áfengisböl, sé meira en höfuðórar ofstækisfullra manna. Nærri árlega verða stórslys og mann- dauði, bæði á sjó og landi af völdum áfengra drykkia. Ljóst dæmi þess er mannskaðinn í Húnavatnssýslu í hitt eð fyrra. Mannvænlegir og efnilegir menn, á bezta aldri farast fyrir drykkjuskap og óreglu. Maður, drykkfeldur, býr í Bvík aust- anverðri. Kvenmaður býr með honum og er hún vanfær og því eðlilegt, að hún þoli illa ilt atlæti og misjafna með- höndlun; það er enda stórhættulegt. Maðurinn er ofsafullur og svakafenginn við vín. Hann hefir drukkið mikið í vetur og heflr eytt til þess því litla sem hann átti í haust til heimilisframfærslu. Eigi sjaldan hefir það átt sér stað að hún hafi orðið að leila ásjár húseiganda þegar fram úr hefir ætlað að keyra, til þess að forða sér og ungu barni frá misþyrmingum, örkumslum eða jafnvel öðru vena. Fyrir fáum dögum gekk þó ofstopi hans og æðisgangur langt fram úr öllu því er áður hafði átt sér stað. Hún flýði þá sem oftar á náðir hús- bóndans. En aldrei hafði hún verið jafn hart leikin og í þetta sinn. Hún var blá og blóðug og svo afskræmd í andlili að ekki var sjón að sjá. Hann hafði ekki látið sér nægja að berja hana með hnuum og hnefum, heldur hafði hann í æðinu þrifið ofnlok og barið hana með því jafnt í andlitið sem annars- staðar. Hjón nokkur búa á öðrum stað í bæn- um. Maðurinn hefir drukkið mikið sér- staklega í vetur. Fyrir skömmu lagðist konan á sæng. Yfirsetukonan verður þess strax vör, er hún er komin, að maðurinn hefir bragðað vín, ofurlítið. Hún bað hann að drekka ekki meir meðan á barnburðinum stæði og bað hann að vera heima ef hún skyldi þurfa á aðstoð hans að halda, senda hann eflir lækni o. fl. En þrátt fyrir allar aftranir fór hann nú samt og er barns- fæðingin var á enda, kom hann aftur mjög ölvaður og braust þá inn til kon- unnar með óhæfilegum orðum og ofsa- fengnum hótunum, en yfirsetukonan gat þó með herkjum komið honum út fyrir dyrnar og afstýrt frekari vandræðum í augnablikinu. En er svo var komið komu nokkrir kunnugir og reyndu að sefa skap hans, en það kom fyrir ekki; hann vildi ólmur inn í herbergið til konunnar og barði ulan hurðina og vegg- ina á milli herbergjanna, svo alt lék á reiðiskjálfi. Þóf þetta stóð í nokkra kl.- tíma, en að lokum fór s\o, að menn urðu að leita aðstoðar lögreglunnar og koma honum á óhultan stað svo konan fengi næturfrið. Yfirsetukonan var eins og milli steins og sleggju allan tímann meðan á þessum ósköpum slóð og ótt- aðist að þetla myndi hafa svo ill áhrif á konuna að hún biði þess aldrei bæt- ur eða jafnvel orsakaði bráðan dauða hennar. Þá er slysið, sem varð austur í Bang- árvallasýslu hérna á dögunum ein af syndum áfengissalanna og þeirra, sem halda vilja verndarhendi yíir Bakkusi. Ungu og efnilegu, stóru og stæðilegu mennirnir, sem allir héldu að fátt mundi yfirbuga, urðu úti af því þeir voru ölv- aðir. Margir af samferðamönnum þeirra höfðu og neytl áfengis og var ekki trútt um að þá hefði kalið lítilsháttar, eink- um á andliti, því veðrið var voðalegt og frostharkan mikil. En stúlka og mað- ur, sem voru hinum samferða og ekki brögðuðu dropa af áfengi, kendu sér einkis meins eflir ferðalagið. Framangreind atriði eru tekin af handa- bófi. Ætti maður að skýra frá öllum slíkum og þvílikum atvikum, þá yrði það alveg endalaust. Að þelta hafi átt sér og eigi sér slað alveg undir handar- jaðrinum á þeim, andbanningum, er full- gild sönnun þess, að mennirnir vita ekki eða vilja ekki vita af því að hér sé um böl að ræða. Þeim, sem ekki er alveg sama um hvort öðrum vegnar vel eða illa, hlýlur að renna mjög til rifja, er þeir heyra getið um önnur eins atriði og þau, sem hér heíir verið lýst; þeir hljóta að fyll- ast eldmóði og strengja þess beit, að

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.