Templar - 10.03.1912, Blaðsíða 4

Templar - 10.03.1912, Blaðsíða 4
16 TEMPLAR. TELEGRAM! Enestaaende Tilbud! Vi forœrer 2000 Kr. i Prœmier. For at gore vore Varer bekendt overalt, bortgiver vi til enhver, som kober lios os: et Anker-Remonloir Herre- eller Dameuhr eller en anden værdifuld Genstand, paa Betingelse, at enhver vedlægger en Bestilling paa en Fortrinlig Diana imit. Guldkæde og samtidig indsender Belobet derfor 1 Kr. 65 0re pr. Postanvisning eller i Frimærker. ■ Forsendolsen sker altid aldeles omgaacnde pr. Post. —. Husk, at der med enhver Forsendelse medfolger gratis et Uhr eller en anden vœrdifuld Genstand. Forsendelsen sher franko overalt. Vo^t store Pi agt-Katalog ovcr alle Arter Varer, vedlægges eniiver Forsendelse. Skriv straks t C. Christensens Varehus, Saxogade 50, Kobenhavn V. öruiitllag-t 1895. Grundlagt 1895. Klædevæver Elclling;, Viborg, Danmark sender Portofrit 10 Al. sort, graat, mörkblaa, mörkgrön, mörk- brun finulds Ceviotsklæde til en flot I >Mine3»: jol«% for kun 8 Kr. 85 Öre, eller 5 Al. 2 Al. br. sort, mörkblaa, graanistret Renulds Stof til en s>oiitl og smnk Herredrag-t for kun 13 Kr. 85 Öre. Ingen Resiko! Kan ombyttes eller tilbage- tages. — Uld köbes 65 Öre Pd., strikkede Klude 25 Öre Pd. ins stráð miljónum á miljónum ofan af hnöttum, þá hefir það eigi verið í þeim tilgangi að gera þá að eyðimörkum. í hinum mikla búskap náttúrunnar fer ekkert til ónýtis og engu er ofaukið. Fréttir. oÁfengiseitriðcc — mynd á Bíó. Frá 27. febrúar til 1. p. m., aö báðum dögum meólöldum, hefir verið sýnd á Bíó mynd, sem sýnir af- leiðingar áfengisdrykkjunnar. Myndin er í tveim pörtum og fjölda mörgum sýningum og tekur um kl.tíma að sýna liana. Hún sýnir í skýrum dráttum, hvernig ungur, efni- legur liúsfaðir, sein á hamingjusamt heimili, leiðist út í drykkjuskap, missir góða atvinnu og legst svo i slark og óreglu, situr á veit- ingakrám við spil og drykkju með öðrum dröbburum. Hann getur ekki greitt húsa- leiguna, en bróðir konu hans gcfur lienni peninga til pess að greiða hana. Drykkju- rúturinn nær i féð og fer með það í krána og drekkur það út. Konan kemst að því að hann hefir farið svona illa að ráði sínu og ætlar alveg að yfirbugast af liarmi. Hún fer út á knæpuna lil þess að láta hann gera reikningsskap gerða sinna, en hann bregst reiður við og leggur liendur á hana og mis- þyrmir henni, en hún losnar með naumind- um hálfu sorgbitnari en áður. Aíleiðingin er, að þau eru rekin úr húsnæðinu. Síðari hluta 'sýningarinnar cr lýst svo í sýningarskránni: »Átta ár eru liðin. Pað eru rústir af heim- ili, sem vér lítum nú inn i og leyfar af mann- eskjum, sem lifa milli þessara nöktu stein- veggja og innan um húsgagnaskriílin. — Fað- ir, sem skelfur af ölæði — þrettán ára stúlka, sem þvi mætti ætla að nú skyldi byrja að lifa, Iiggur i rúminu og biður þess að dauö- inn gcri enda á þjáningum þeim, sem tær- ingin veldur henni—drengur, sem ilt eftir- dæmi föðursins hefir Ieitt inn á glæpabraut- ina — og loks móðir. Andlit hennar hefir eitt sinn verið fagurt, en lningur og mótlæti hefir nú markað það með djúpum hrufuni, augun eru sokkin af gráti .yfir böli því sem heíir orðið henni og hennar að hlutskifti. Eitt kvöld keniur Jakob þjótandi inn í hina fátæklegu stofu. Hefir hann í félagi með öðrum manni gert húsbrot, eun vinnu- fólkið heíir vaknað og nú er liann á flótta undan lögreglunni. Hurðinni er hrundið upp og 3 lögregluþjónar taka hann, setja hann i járn og draga hann burt meö sér, en móðir hans, sem ekki hefir mátt við þessu, hnigur niður á gólfið. Faðirinn situr kyr og hlær tryllingslega. Hann skilur þetta ekkert. Með tröllsleguin hlátri reikar hann út á göt- una og skreiðist inn í hina vanalegu knæpu innan um skril stórborgarinnar. Pegar hann kemur heim aftur hefir kona hans tekið lífið af sér og hinni sjúku dóttur sinni með eitri. Örlög sonarins hafa svift hana siðustu leyf- um inótstöðuaflsins; — hún gat ekki meira og leitaði svo friðar i dauðanum. Siðustu dagar Kaspars (svo nefnist höfuð- persónan) er ömurlegasti þáttur leiksins. í geðveikisdeild fátækrahælisins hittum vér liann í einbýlisklefa einum, þar sem liann liefir ekki félagsskap við annað eti kynjadýr þau er drykkjuæði hans skapar. Þar ráfar liann fram og attur, aftur og fram, pangað til þessari hræðilegu tilveru hans lýkur«. Mynd þessi er skír lýsing á áfengisbölinu. Hún hefir meíri áhrif en beztu og snjöllustu bindindisræður. Bió á miklar þakkir fyrir að hafa útvegað og sýnt þessa ágætu mynd. Þakklæti. Str. Salóme Ólafsdóttir, meðl. st. »Melablóm« nr. 151, hefir dvalið um nokkurn tíma á Vifilsstaðahælinu. Hún er fátæk og á engan megandi að, svo hún gat ekki stað- ið straum af veru sinni þar. Fyrir forgöngu str. Sigríðar Sigurðardóltur, hjúkrunarkonu á liælinu, efndi stúkan »Melabl.« til samskota meðal templara henni til styrklar og námu þau 90 kr. Fyrir þetta hefir str. Salóme sent br. Stór-Templar bréf með þakklæti til allra þeirra er gefið höfðu. T af Iþraut. Nr. 27. Eftir dr. Kauders í Vín. Næsta blað 30. marz. Ráðning' á taflþraut nr. 26 í 3. bl. þ. á. Hvítt. A Svart. 1. Kongur cl—bl 1. BisUup glXf2 2. Drotn. cB—clf 2. Kongur fl—e2! 3. Riddari g2—f4fmát. Hvítt. B Svart. 1. (Kongur cl—bl) 1. Biskup gl—h2 2. Drotn. c5—e3ý o. s. frv. $ezta Mijærisgjöfin er linniDgarrit Templara. Fæst hjá Jóni Arnasyni, Stór-Rilara. Smiðjustíg 5. Jón Árnason útvegar stúkum og unglst. ein- kenui og einkennabönd. Borgun fylgi pöntun. ut“"ásurm:^.w=££M1* Ritstjóri og áliyrgðarmnður: Jon Á rnanon, prenturi. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.