Templar - 30.03.1912, Qupperneq 3
T EMPLAR.
19
una og fullkomna því bæði fjölda og gæð.i
starfanna. Og það sem enn mikilvægara
er, þessi líkamlegi og andlegi styrkur flyzt
sjáanlega í vaxandi stigum frá kyni til kyns.
Alt þetta mun svo greinilega magna sam-
kepnis-öfl þjóðanna á heims-markaðin-
um, að ég hika eigi við að staðhæfa: Sú
þjóð, cr fyrst losar sig undan hinum skað-
legu afleiðingum áfengis, mun með því ná
óyggjandi yfirburðum yflr aðrar þjóðir, í
hinni friðsamlegu, en þó áköfu baráttu fyrir
tilverunni. Ég vona að landið okkar verði
það fyrsta, er kemst í skilning um þessa
yfirburði og tryggir sér þá.“
4. Fingur ættjarðarástarinnar.
Þessi orð ríkiserfingjans sænska eru töl-
uð í nafni heilsufræðinnar, ættgengisins,
hagfræðinnar og ættjarðarástarinnar, og
hljóma í samræmi við orð Þýzkalands-keis-
ara i febrúar 1911: „Sú þjóð er neytir
minsts áfengis, mun sigra í orustum fram-
tíðarinnar". — Bandaríkjamenn, er mest
hafa stuðst við rök skynsamlegrar sjálfs-
ástar í baráttunni gegn drykkjukránum —
óvinum heilsu og atvinnu-velvegnunar —,
ættu af leiðtogum annara landa að læra
að þekkja hinn veigameiri st.yrkleik þeirra
sannana, sem fluttar eru i nafni ættgengis,
ættjarðarástar og mannúðar. Einnig í
Frakklandi er ættjarðarástin fremst. Af
því að Frakkar eru „feig þjóð" festir stjórn-
in upp augiýsingar, er vara jafnvel við
stöðugri drykkju — sem leiðirtil ofdrykkju—,
„vegna framtíðar þjóðarinnar".
5. Fingur maunúðarinnar.
Og vegna þess að 80 af hundraði þeirra,
er buðu sig fram í Búa-ófriðinn, reyndust ó-
hæfir.tekur Stóra-Bretland lika upp rök þjóð-
rækninnar. í hundrað brezkum borgum
eru „eftirskipun bæjarstjórnarinnar" hengd-
ar upp varnaðar-auglýsingar með fyrirsögn-
inni: „áfengisnautn og eyöilegg-
i n g 1 í k a m a n s“, er bæta við þjóðrækn-
isrökin öðrum enn þá beittari: úrætt-
i n g kynkvíslanna.— Eins og Hobson þing-
maður sýnir fram á í hinni miklu ræðu
sinni umáfengi,sem „Eyðilegginguna miklu“,
þá er eyðilegging mannflokka um heim allan
í vændum, ef áfengismarkaðurinn stækkar.
En aðáltilyangur heimsþings þess, er brugg-
arar héldu nýlega í Cliicago, var, að hrinda
af stað bjórsölu i Kina, Kóreu og Japan
oy öðrtnn Vónduni, er enn hafa hlotið minni
bölvun af þessu þjóða-eitri en lwítu lcyn-
flohkarnir.
Hreyfing þessi, í þá átt að færa út bjór-
drykkju-takmörkin, — líkt og þegar reynt
hefir verið að breiða mansalið út um ný
svæði — ætti að reisa alla Guðs kristni sem
einn mann gegn þessum svöllurum Alkó-
hóls —, hún ætti að leggja að velli óvin
þenna, er býður Guði og mönnum byrgin.
e—r a—t
þýddi úr »20//i Century Quarterlye, febr.h, 1912.
llarnablaöiö »ÆSH./k]lI«
vill komnst inn á öll bnrnaliciuiili á íslnndi.
Pnntið liniin i nfgreiðsluniii Hcrgstaðastneti 8.
Verd nrg. 1 kr. 20 nnr.
Útsölumenn, sem eigablöð at' 22.árg.
Tpl. eru beðnir að endursemla þau.
Ný stúka.
Föstudaginn 9. febr. s.l. stofnaði br.
Guðmundiir Einarson, preslur, stúku í
Ólafsvík með 17 félögum og 1 aukafélaga.
Stúkan hlaut nafnið »Mjöll« og er
nr. 167.
Þessir voru kosnir embættismenn og
settir í embætti:
Æ.T. str. Sigríður Olíversdóttir
V.T. br. Axel Clausen
Ritari — Ilallgrimur Hermannsson
F.R. — Magnús Guðmundsson
G. Guðmundur Guðjónsson
Kap. — Gunnleifur Porsteinsson
Dr. str. Kristín Haraldsdóltir
V. br. Guðmundur Kristmundsson
Ú.V. — Ogmundur Jóhannesson
A.R. — Forvaldur .1. Egilsson
A.Dr. str. Guðbjörg Olíversdóttir
F.Æ.T. — Anna Þorkelsdóttir.
Kosin nefnd til að semja aukalög fyrir
slúkuna og samþykl að næsli fundur
skyldi haldinn íimtudaginn 15. febrúar.
Stúkan er skipuð góðum og áhuga-
sömum meðlimum og er alt útlit fyrir
að hún fá miklu góðu komið til leiðar.
»Tpl.« óskar stúkunni og meðlimum
hennar góðrar framtíðar og heilla í
starfinu.
Frá útlöndum.
Vel svarað. Á fundi er haldinn var í
Stokkhólmi núna nýverið um bindindismálið
og afstöðu þess, fórust ritara bruggarafé-
tagsins sænska svo orð í Jok ræðu sinnar:
„Einn okkar mesti konungur sagði einu
sinni, er prestarnir gerðust of nærgöngulir:
„Svíaríki er konungsríki, en ekki prestakall".
Á sama hátt vil ég segja“, sagði ræðu-
maður, „gagnvart yfirgangi bindindismann-
anna, ei vilja gera Svíþjóð að Good-Templ-
arastúku — en það ættum við aldrei að láta
viðgangast — sem alt lítur þó út fyrir að
það ætli að verða“. Br. dr. Johan Berg-
man var mættur á fundinum og svaraði
strax: „Ekki vil ég heldur gera Svíaríki
að hreinni og beinni Good-Templarastúku;
en ætti sænska þjóðin að kjósa sér eitt af
tvennu, hvort landið hennar ætti heldur
að verða að Good-Templarastúku eða ölkrá,
þá er ég í engum vafa um það, að níutí-
undu hlutar þjóðarinnar kysu heldur Good-
Templarastúkuna. Með öðrum orðum : Þeg-
ar á að kjósa um bruggarana og bindindis-
hreyfinguna er þjóðin ekki lengur í vafa“.
Árangur vinsölubannsins i Færeyjum. —
Nú eru sölubannslögin í Færeyjum í end-
urskoðun i danska þinginu, segir „Refor-
matorn“. Blaðið gerir grein fyrir árangr-
inum af lögum þessum:
Víninnflutningur hefir fallið úr 24,330
lítrum í 3,100 lítra; brennivíns úr 121.412
lítrum í 54,310 og skattskyldur bjór úr
361,000 í 11,450 lítra. Ef þessu er svo
breytt í hreint áfengi, þá verður það úr
4,23 lítrum alkóhóls á mann á ári í 1,54 ltr.
Brennivínsbann kemur í gildi í héraðinu
Rohrbach í Sviss frá 1. n. m. Það er
fyrsta sveitarfélagið í Sviss sem hefir tek-
ið þessa ákvörðun.
f Br. Benjamin Franklin Parker,
Fyrv. Alpjóða-Ritari.
Hann dó að heimili sínu í Milwaukee í
Wisconsin 24. jan. s.l. 72 ára að aldri.
Hann lá að eins í fáa daga, segir „Int.
Good-Templar“, en hafði kent heilsubilunar
i nokkra mánuði.
Hann var fæddur 27. júlí 1839 í Conn-
eaughtville í Pensylvaníu. Hann lagði stund
á hernaðarlist og að loknu námi náði hann
ofursta-tign. Hann tók þátt í stríðinu milli
Ameríkumanna og Spánveija á Cuba.
Hann var meðlimur i mörgum félögum.
Hann var frímúrari og mikilsmetinn innan
þeirra vebanda í Bandarikjunum; sem Good-
Templar náði hann þó mestri hylli og var
þektur um heim allan; var ritari Alþjóða-
Hástúkunnar i 23 ár, ritari Stórstúkunnar
í Wisconsin í 30 ár og ritari Lifsábyrgðar-
félags Good-Templara í 25 ár og um nokk-
ur ár ritstjóri „International Good-Templ-
ars“.
Ýmsum Good-Templurum hér á landi er
hann kunnur fyrir afskifti sín af reglumál-
um, sérstaklega þeim er voru ritarar Stór-
stúkunnar hér á þeim tíina er hann gegndi
ritarastörfum Hástúkunnar, þeim br. Indr.
Einarssyni og Borgþór Jósefssyni.
Br. Parker var lipur maður og samvinnu-
þýður og eignaðist, þvi marga persónulega
vini í ýmsum löndum með starfi sínu í
Reglunnar þarflr.
Brostnir hlekkir.
Hinn 26. des. f. á. andaðist str. Guðrún
Björnsdóttir, ljósmóðir, í Hnausakoti í
Húnavatnssýslu, eftir 8 ára farsæla hjóna-
bandssambúð við mann sinn, br. Rögnvald
H. Líndal. Banamein hennar var lífhimnu-
bólga. Hún var fædd 23. marz 1874 og
því að eins tæpra 38 ára. Þau hjónin voru
ein af stofnendum stúkunnar „Baldursbrá“
nr. 128 f Miðfirði og ein af helztu og beztu
styrktarmönnum hsnnar; er því söknuður
mikill að str. Guðrúnu sál. fyrir bindindis-
og bannmálið, er hún bar svo mjög fyrir
brjósti og vann fyrir með miklum áhuga,
björtum vonum um blessunarríka ávexti
þess máls fyrir land sitt og þjóð og með
þeirri festu, einurð og stillingu, sem henni
var lagin, því hún var valkvendi og mik-
ils metin af öllum þeim, er hana þektu, og
þeir voru margir, því hún var heppin og
skyldurækin Ijósmóðir þar nyrðra um 10—
11 ára skeið.
Hún lét eftir sig 2 börn á unga aldri,
sem við fráfall hennar eru svift ástrikri og
umhyggjusamri móður.
Maður hennar og börn, ásamt fjólda góðra
vina, geyma minningu hennar með sökn-
uði og þakklæti fyrir dáðrikt æfistarf, sem
því miður endaði svo skjótt. Óskandi væri að
margar konur, slíkar sem str. Guðrún sál.
Bjarnadóttir, findust með þjóð vorri og
gerðu ábugamál hennar — bindindis- og
bannmálið — að áhugamáli sinu.
Reykjavík, 9. marz 1912.
J.