Templar - 20.08.1912, Blaðsíða 3

Templar - 20.08.1912, Blaðsíða 3
47 svipmikla höfðingjasetri. Yar þá fyrst skoðuð kirkjan; þótti hún ekki ásjáleg og fremur illa hirt, enda er hún látin standa opin nætur og daga; en það kvað vera gert af því að þau ummæli hggi þar í landi, að sé kirkjunni lokað, þá farist bátur á Viðeyjarsundi. — Því næst var farið að dreifa sér í smáhópa út ura stóra hólinn suðvestur frá húsinu og matarílátin opnuð til þess að gæða sér á innihaldi þeirra. Var það góð tilbreyting frá daglega lífinu, að sitja þar í góðviðrinu utan í grænum hólnum í hreinu og svölu sjávarloftinu með raatarkörfuna við hlið sér, enda var gleði- svip að sjá á hverju andliti og orð haft á því, að betra væri að vera hér í dag en að rangla í rykinu á Reykjavíkurgötum.— Síðan gengu flestir vestur á úteyjuna og þótti þar fallegt og grösugt í meira lagi, og mátti með sanni segja, að þar kendi margra giasa. Er þar víða krappa-þýfi undir kafgrasinu, svo að ekki sést hvar fæti er niður stigið. Urðu af því smábylt- ur, sem vöktu kæti ferðafólksins. — Eftir að komið var aftur heim að hólunum, léku börnin sér á ýmsan hátt. Var þá gaman að sitja uppi í svo nefndu Ábótasæti, sem er í klettabelti austur frá húsinu, og horfa á barnaleikina, fjöruga og gleðiríka, á tún- inu þar fyrir neðan. Að lokum var skoð- aður minnisvarði Skúla Magnússonar land- fógeta; er það meira en mannhæðarhár einsteinungur og á hann höggvið nafn Skúla og fæðingar- og dánarár hans. — Kl. 4 var farið að týgja sig til heimferðai og ganga austur eftir eynni. Var þá verið að reka heirn kýrnar úr haga til þess að mjólka þær; var það álitlegur hópur á einu búi: um 50 talsins. Fyrir kl. 5 stigu allir í bátana, en þeir skriðu í logndýrðinni út sundið, fram hjá Skarfakletti og Laugar- nesi, alla leið heim á höfn. Hljómaði þá söngur ferðafóiksins langar leiðir meðan farið var fram hjá skipunum á höfninni. Og siðasta kvæðið, sem sungið var í för þessari, var „Ó, fögur er vor fósturjörð"; stóð það heima að því var lokið þegar bátarnir rendu að bryggjunni. Sögðu sum- ir, er þeir skildu og kvöddu kunningjana, að þetta hefði verið skemtilegasti dagur- inn á sumrinu. 1. Tölur, sem tala. Tiu algevðar áfengis- sýkisfjölskyldur áttu alls 57 börn. 25 þeirra dóu á fyrstu viku, nokkurra vikna eða eða nokkurra mánaða gömul, sumpart af algerðu máttleysi, sumpart af krampa. 6 voru geðveik. Á 5 mátti sjá, að þau gátu ekki þroskast eðlilega, og sum þeirra þrosk- uðust alls ekki neitt; urðu dvergar. Önnur 5 fengu niðurfallssýki er þau voru komin á fullorðinsár. 1 drengur fekk dansæði og varð geðveikur. 5 börn höfðu meðfædda sýki, svo sem langvarandi heilavatnssýki, klofna vör og vanskapaða fætur. Af þess- um 57 börnum voru að eins 10, sem voru fullhraust og náðu eðlilegum þroska bæði til sálar og líkama. Bindindisfjölskyldurnar áttu 61 barn; af þeim dóu 3 af almennri veiklun, 2 af maga- og garnakvefi, 4 höfðu taugasjúkdóma, en urðu heilbrigð og 2 voru vansköpuð. Hin TEMPLAR. 50, sem þá voru eftir ótalin, voru strax við fæðinguna fullhraust og náðu eðlilegum þroska í andlegu og líkamlegu tilliti. Þetta er samkvæmt rannsóknum, sem svissneskur læknir hefir gert. Um áfengi til almennrar nautnar. Lauslega þýtt úr: »Arnold Múller: SundheJstœre«, af St. Bj. Það er kunnugt, að skoðanir rnanna á áfengi (alkohol) hafa gagnbreyst svo á síð- ast liðnum áratugum, að fádæmum sætir. Það er ekki að eins að læknar hafa sann- að að hinir mörgu góðu eiginleikar, sem voru orsök þess, að mönnum var ráðið til að neyta áfengis, eru alls ekki til, heldur að trúin á tilveru þeirra hefir eingöngu bygst á því, að menn þektu ekki starfsemi þá, sem áíengið veldur í líkamanum, eink- um heilanum og taugakerfinu yfirleitt. En enn þá þýðingarmeira er það, að um ieið og menn fundu að áfengið gerir ekkert gagn á nokkru því sviði, er menn hugðu það gagnlegt, þá hafa menn fundiö, að það gerir feikna skaða í fjölda mörgum öðrum t.ilfellum, skaða, sem er svo mikill og víðtækur, að áreiðanlegt er, að ekkert er það, sem nefna má sem orsök sjúkdóma og slysa, kemst í hálfkvisti við það. Jafn mikil og margbreytileg sem áhrif áfengis- ins eru, þá byggjast þau öll — bæði þau, er virðast vera góð, og þau, sem auðsæi- lega eru ill — á einum og sama eiginleika þess, möguleika þess til að hafa veikjandi áhrif á frumlur líkamans. Áfengi er því lamandi eitur og allar verkanir þess, hvort som þær sýnast góðar eða iilar, er árang- ur af veiklunarstarfsemi þess í einhverju líffæranna. Þetta má bezt skýra með því að líta yflr það hvað það er, sem enn veldur hinni miklu útbreiðslu áfengisins, þrátt fyrir alla baráttuna gegn því. Eins og kunnugt er, hefir áfengi verið og er enn allmikið notað til að framleiða hita. FJjótt á að líta virðist þetta vera á góðum rökum bygt. Hver sem reynir, getur svo greinilega fundið, hversu eitt glas af víni eða brennivínsstaup hleypir hita i líkamann. Mönnum, sem mikið þurfa að vera úti í hráslagalegu og köldu veðri, væri það ekki svo litils virði, ef þeir með svo hægu móti gætu hjálpað líkama sín- urn til að viðhalda hitanum. En þessu er alls ekki þannig varið. Til þess að geta skilið verkanir þær, sem áfengið hefir í þessu tilfelli, verður maður að hafa það liugfast, að það eru vissar taugafrumlur í mænunni, sem stjórna smávöðvunum í blóðæðunum í húðinni.1 Út frá þessum frumlum liggja taugaþræðir út til æðanna, og með þeim er vöðvunum skipað að dragast saman eða gefa eftir, alt eftir því sem á þarf að halda. Áfengið hefir nú þær verkanir á þessar taugafruml- ur, að þær verða máttvana,1 en um leið verða vöðvarnir í blóðæðunum í húðinni lika máttvana, þegar þá vantar hvatning- una og stjórnina frá taugakerfinu, og leyfa því æðunum að þenjast út. En við það streymir blóðið innan frá líkamanum og út undir yfirborðið og fyllir æðarnar.1 Af þessu kemur það, að menn roðna svo 1 Þetta er nákvæmar skýrt fyrri í bókinni og því getið svo stuttlega í þessum kafla. Pýð. mjög fyrst eftir að þeir hafa neytt áfengis; af því kemur og hitatilfinning sú, sem menn verða varir við í slíkum tilfellum. Því að blóðið, sem kemur innan frá innri líffærunum flyt.ur með sér mikið af hkams- hitanum ; og er þessi hiti þannig breiðist. út um alt yfirborð líkamans, þá kemur hitatilfinningin frarn. Hún stafar þvi, eins og af þessu má sjá, alls ekki af því, að líkamanum hafi hitnað hið allra minsta, heldur er að eins allmikið af hitamagni því, sem fyrir var í likamanum flutt út í og út undir húðina, svo að menn verða hans varir. Og eins og áður er nefnt1 hlýtur það að leiða af þessum ílutningi líkamshitans út í yflrborð líkamans, að miklu meira af honum, en venjulegt er, leggur út í loftið kringum iikamann, sem er kaldara en hann. Niðurstaðan verður því sú, að það er svo langt frá því að lík- amamtm aukist hiti, heldur missir hann töluvert af Jiita sínum. Af þessu og því, sem fyr er sagt,1 má sjá, að það, að maður verður var við að honum hitnar, er merki þe3s, að hitaút- gufun úr líkamanum sé að byrja. Tilfinning sú, sem haldið hefir við trúnni á áfenginu sem hitagjafa er því tál; í raun og veru verður likaminn miklu aumari og mótstöðuminni gegn kuldanum, en hann var áður. í langflestum þeim tilfellum, er menn þekkja til, hefir það verið nautn á- fengis og kæling sú, er það veldur, er or- sakað hafa dauða manna, er orðið hafa úti. Þess er þegar getið,1 hversu iðuleg, mátt- eyðandi áhrif á vöðvana í blóðæðuin húð- arinnar, lik og þau, sem hér hefir verið lýst, gera þá á endanum svo aflvana, að þeir geta alls ekki dregist saman. Æðarn- ar í húðinni eru þá ætíð of fullar af blóði og verður andlitið þar af leiðandi all-rautt. Oft sýnist maðurinn fyrir roða þennan mjög sællegur, en roðinn er tálslæða, sem hylur eina af hirium mörgu afleiðingum, sem þessar mátteyðandi verkanir áfengis- ins hafa. Sá eiginleiki áfengisins, sem í langmest- um mæli hefir stutt að þessari fádæma út- breiðslu þess, eru hinar örfandi og styrkj- andi verkanir, sem það virðist hafa, þegar þess er neytt í smáskömtum. Það er þessi undra léttleiki og örygð, sem áfengið hjálp- ar manninum um gegn hvers konar þreytu, jafnt andlegri sem líkamlegri, og jafn vel hvort sem um sjúka eða hrausta er að ræða; það er hún, sem lagt hefir grund- völlinn undir traust það, er bæði Jæknar og Jeikmenn hafa borið til áfengisins í fleiri aldir. í íljótu bragði virðist mjög erfitt að að rengja það, að áfengið hafi gagnlegar verkanir, að minsta kosti í þessu tilliti. Flestir menn geta af eigin reynslu stað- fest þetta. Og þó er sú orðin raunin á, að einmitt á þessu sviði hafa rannsóknir lækna- vísindanna sannað út í yztu æsai’, að alt það, sem virðist koma af uppörvun, kem- ur eingöngu af skaðvænlegri, veikjandi starfsemi í líffærunum og þáímest i heil- anum. Þetta ósamræmi milli niðurstöðu vísindanna annars vegarýog reynslu þeirr- ar, sem hver og einn getur útvegað sér, hins vegar, virðist í fljótu bragði óleysan- legt. En þetta. ósamræmi verður að skýr- ast, og það er^þess vert, vegna þess, að með því móti fær maður í raun og veru 1 Fyr í bókinni. Pýð. Næsta blað 10. september.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.