Templar - 20.08.1912, Blaðsíða 4

Templar - 20.08.1912, Blaðsíða 4
48 fulla lausn á þeirri ráðgátu, sem notkun áfengis til almennrar nautnar er. Rótt eftir að áfengis hefir verið neytt, síast það yfir í blóðið og flyzt í því út í líkamann; þar taka smáfrumlurnar það í sig, og hefir það þau áhrif á þær, að það tefur eða hindrar alveg venjulega starfseini þeirra. Og það efni, sem hefir slík áhrif, kallar maður lamandi eitur. Þótt nú að öll líffærin verði fyrir þess- um áhrifum áfengisins, þá eru það þó frumlur eins mikilsverðasta líffærisins, sem taka það í sig i miklu stærra mæli, en frumlur hinna líffæranna, og verða þá verk- anir eitrunarinnar svo miklu örari og sterk- ari en annars staðar. Þettaliffæri er heilinn. (Framh.). Rómverska konan. Saga eftir Paul Heyse. Það var í marzmánuði. Rökkrið var að falla á. Urmullinn af vögnunum og gangandi mönnum, sem er mestur um tveggja klukku- tíma skeið á Corso,1 var farinn að réna. Dauðþreyttur og lafmóður sneri ég heim af göngu um nágrenni bæjarins og flýtti mér þangað sem ég bjó, í nánd við spánska torg- ið. I einu vetfangi var ferð mín hindruð. Fyrir framan mig stóð maður, sem ég þekti, hár og grannur, í gráleitum kufli, með barða- stóran hatt á höfði. Hann stóð hreyfingar- laus á miðri gangstéttinni eins og öldubrjótur, krosslagði handleggina á brjóstinu, og á hon- um beljaði straumur vegfarendanna, sem fram hjá honum gengu og beygði til hægri og vinstri hliðar. Þetta gerðist auðvitað ekki þegjandi og hljóðalaust, því alt af heyrðust skellir og smellir og dynkir er menn ráku sig á hann. En maðurinn, sem stóð þarna eins og stólpi, virtist alls ekki veita þessu neina eftirtekt. Hann þrástarði á glugga á öðru lofti í næsta húsi, og þó sást þar hvorki Ijós né lifandi manneskja og því sfður var þar að sjá nokk- urt listfengt skraut. Húsið var við annað hornið á Via del Pontefici.’ Þetta hús var eins og öll önnur því llk í þessari söguríku götu, er voru til leigu, að það vantaði alla fegurð og prýði. Ég verð að játa, að þrátt fyrir þreytuna varð ég strax gripinn af ákafri forvitni; ég vildi fá vitneskju um hvað það væri, sem hefði svona niikil áhrif á þennan vin minn og gerði hann að tilfinningarlausum steingervingi. Ég komst í kynni við hann fyrir nokkrum vikum sfðan og geðjaðist mjög vel að honum. Hann var gæddur þeirri heimsmenningu sem tæplega átti sinn líka, en þó svo barnalegur, að undr- um sætti; en slíka sameinaða eiginleika er eingöngu að finna hjá þeim, er gæddir eru frábærri hugsmíðisgáfu, sérstaklega er ham- ingjan hefir leitt þá, að liðnum æskudögum, frá þröngum staðháttum út í hina víðáttu- miklu veröldu. Og þannig var það lfka að þessu sinni. Hann var yngsti sonur prests eins á Holtsetalandi. Er hann var tvítugur að aldri tók hann fyrst ákvörðun um hvað hann skyldi gera að lífsstarfi sínu. Hann hætti við guðfræðina, og þrátt fyrir alla þá erfiðleika og vonleysi, sem það olli honum, réðst hann til byggingameistara eins. Af því hann sýndi það að hann var sérlega vel lag- inn og tók miklum framförum, studdu vinir 1 Corso — þjóðgata; nafn á götu í Rómaborg. 3 Þ. e. Pontefici-gatan; ponte þýðir brú og facere að gera, og þýðir nafníð þá brúarsmiðir; Pontefices var embættisnafn æðstupresta hjá Rómverjum í fornöld. Pt/ð. TEMPLAR. föður hans hann til náms á byggingalistar- skólanum í Berlín. Hann náði þar ferðastyrk, og er hann var 24 ára að aldri komst hann í fyrsta sinni suður yfir Alpafjöllin. Ég vissi það, eftir því sem hann hafði áður skýrt mér frá, að hann hafði dvalið í St. Pétursborg; hafði hann þar mikið meira að gera en hann gat fullnægt og því hefði hann, til þess að eyðileggja sig ekki að öllu leyti á þessu hvíld- arlausa erfiði, farið burt þaðan og dvalið um vetrartfma á Italíu, annan helming vetrarins í Napólf og hinn hlutann 1 Róm. Ég stansaði og beið þess að hann sjálfrátt hyrfi frá þessum djúpa hugsunum. Það var | enn þá ekki orðið svo rokkið að ég ekki gæti séð hvern drátt sem myndaðist á ásjónu hans. ■Andlit hans var ekki fagurt eftir almennum skilningi þess orðs; það var hálfmagurt og langleitt og hið fíngerða hörund var bleikt og blóðlaust. En þegar hann talaði leyftruðu augu hans og var sem andans eldur brynni í þeim og þegar stóri munnurinn brosti, breytt- ist útlit hins skegglausa andlits og yfir það breiddist ungdóms-blær, já, meyjarlegur yndis- þokki, sem oft varð enn þá Ijósari er léttum roða sló á kinnar honum. Hið þétta, skrýfða hár hans hékk niður á herðar; hinn ljósi litur þess var sumstaðar horfinn fyrir hærum. Þannig stóð hann fyrir framan mig og horfði alt af í sömu áttina, án þess að gefa til kynna, hvað það væri, sem gerði hann svo hugfang- inn og negldi hann fastan við þennan stað. Að lokum gekk ég til hans og nefndi nafn hans í hálfum hljóðum. Þá sá ég hvernig það þaut f gegn um hann frá hvirfli til ilja eins og rafmagnsstraumur, alveg eins og maður er gengur í svetni, hrekkur við þegar hann heyrir ; nafn sitt. Hann áttaði sig undir eins; þó var \ dálítil hula yfir augum hans og bros leið ! honum af vörum, sem átti eins og að skýla hálfgerðu ráðaleysi. »Eruð það þér?« sagði hann. »Mér er sönn ánægja að sjá yður. Ég sé að ég hefi staðið of lengi í vegi fyrir umrenningunum hérna. Margt getur drifið á dagana, sem stjórnar skap- I ferli manna — við skulum verða samferða«.— | Hann tók 1 hönd mér. — »Ég geng dálítið i með yður — það er oft og tíðum ekki gott að maður sé einsamall.—Þér eruð máske vant við látinn?« Ég sagði honum, að ég hefði ætlað mér að fara heim til mín og fá mér glas af víni og appelsínu, því það væri enn þá fullsnemt að borða kveldverð. »Ef það er ekkert sem nauðsynlega kallar yður heim«, sagði hann, »þá gerið mér þá á- nægju að ganga nokkur skref með mér hér út fyrir borgarhliðið. Þá fáum við það sem við óskum 1 fyrsta og bezta veitingahúsinu og getum um leið notið hins yndislega og svala vorveðurs. Mér liggur nokkuð þungt á hjarta; ég held að ég mundi pínast ógurlega ef ég ætti nú að hýrast milli fjögra svartra veggja. | Og ef þér gætuð haft meðaumkun með mér í þessum bágu kringumstæðum, þá fæ ég líklega hugrekki til þess að segja yður gamla sögu, sem einmitt í dag hefir komið mér fyrir sjón- ir svo átakanlega sldrt og skilmerkilega og valdið mér meiri erfiðleika en ég er fær um að bera«. Hann tók ofan og strauk einkennilega hvítu ! hendinni um enni sér, sem hulið var ljósum lokkum og um leið reyndi hann að brosa. Ég gekk steinþegjandi við hlið hans. Við fórum gegnum Porta del Popolo1 og vorum komnir út á Flæmingjaveginn. Þar var krökt ( af sveitavögnum, nautakerrum og kerlingum. Pýð. Vínsölustaðirnir voru alstaðar á báðar hendur og var þar glatta á hjalla. Frá eldgömlu húsi, sem fyrrum hafði verið höll, heyrðum við hljóðfæraslátt, það var skrækrómuð harmóníka, sem danslag var leikið á. Það var dansað í stórum, dimmum sal á fyrstu hæð, sem var lýstur með sterkum arineldi. Digur kona hringsnerist þar með stálpaðan strák; sköll og hlátur fylgdi hinura klunnalegu fótatökum hans. Okkur langaði ekki neitt til þess að fara þarna inn. »Lítið á«, sagði vinur minn, »nú er sal- urinn sá arna orðinn öðru vfsi en hann áður var. Fyrir tuttugu árum mundum við hafa séð hér stiginn saltarello.1 Og til viðbótar blæs nú sporvagnsstjórinn f lúður sinn. Við skulum fara yfir um götuna, þar er minni há- vaði og við getum áreiðanlega fundið kyma, þar sem við munum við straum-iðu Tiber- fljótsins verða mintir á, að »alt fram streymir endalaust«. Enn þá var svo bjnrt, að engin stjarna sást á hinurn silfurgráa himni, nema Venus. Yfir vegginn, sem var meðfrarn veginum, gátum við séð brúnina á Monte Marioa og furutopp- ana við Villa Mellini og undarlegt var það — ég var alveg orðinn afþreyttur. Mig langaði mjög til að ganga til Ponte Molle* 3, því þar átti ég uppáhalds-athvarf í litlu veitingahúsi. En er ég lét það í Ijósi við samferðamanninn, hristi hann höfuðið og staðnæmdist tim leið við innganginn að veitingastað, er var þar í garði einum. »Hérna var það«, sagði hann. »PIér hefi ég í fyrsta sinni drukkið rómverskt vín. Ég bjóst ekki við að ég mundi aftur finna þenn- an stað. Tönn tímans hefir að eins getað máð af höfuðin á dýramyndunum, sem eru yfir dyrasúlunum. Og þarna inni sjáið þér ávölu laufgöngin, sem liggja niður að fljótinu — og súlnaganginn, þar sem gosbrunnurinn er fyrir frarnan. Við sjáum ef'til vill hann Do- menicuccio, sem þá var nýlega orðinn veit- ingamaður og fyrir skömmu hafði gift sig. Ó, nei! mennirnir eru fljótari að hverfa en dauð- ir steinarnir. Rauðhærði maðurinn, sem setur flöskuna á borðið þarna fyrir framan mann- inn og konuna, tilheyrir nýju kynslóðinni«. Við vorum komnir inn og höfðum sest á bekk, sem stóð svo hátt, að við gátum grilt í hvolfþakið á St. Péturskirkjunni á milli húss- ins og trjáraðanna og var það fjólublátt að lit. Loftið várð léttara og gagnsærra og kyrð- in smáfærðist yfir alt f kring um okkur. Niðri við fljótsbakkann heyrðum við ákafa unglings- rödd syngja viðkvæði og leðurblökurnar flugu svo nálægt okkur, að við heyrðum vængjaþyt þeirra. (Framh.). 1 ítalskur þjóðdans. Saltare = að lioppa, dansa. * Fjall. 3 Brú á Tíberfljótinu. Pýð. Winnipeg, Canada. Allar upplýsingar viðvíkjandi stúkum gefur br. A. G. Gilmour, Dist. 8ec., P. 0. Box 908, Winnipeg. ISaruablaöið »ÆSI4.A]!I<( vill kornast inn á öll bnrnaheimili á íslandi. Pantið hana í afg-reiðslunni Laugaveg 03. Yerð árg. 1 kr. 20 aur. Kaupendur tilkynni bnstaðaskifti, Kaupiö, lcsáö og ijtbrciðið T e m p 1 a r. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Ármison, prentari. 1 Alþýðu-hliðið. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.