Templar - 10.09.1912, Blaðsíða 2

Templar - 10.09.1912, Blaðsíða 2
50 T E M P L A R. „Teraplar4* kcznur út & hverjum 20 dagn fresti, miust 18 blöð. Verð árgangsins 2 kr., er borgist 1, júlí. Útiölumenn fi 26•/• í iölulaun. Rit8tj6rn, afgroiðslu og innheimtu annaet Jon Arnason, Box A 21, Reykjavík. Afgr. & Smiðjustig 6, kl. 7—8 iiðd. glapstigu og auðga óhlutvanda menn. t*au eru efnileg loforðin um að halda l landslögin, eða hitt þó heldur, í niður- lagi hréfsins; liann er ekki lítill menn- ingarvotturinn í þessum línum og Ijóm- andi fyrirmynd. En eitthvað er nú hogið við þelta, því enginn úr stjórninni hefir þorað að láta nafn silt undir snepilinn; þeir höfðu það svo greinilega á tilfinningunni að þeir væru að verja ilt verk eða hafa álitið að nöfn sin ykju lítið á gildi bréfsins eða hvorttveggja. Bréfið her yíir höfuð volt um að lög- in muni koma að góðum notum, því að öðrum kosti hefðu bréfritararnir ekki farið að böglast við að sjóða þetta sam- an og senda það þinginu. Það er haft fyrir satt, að einn liinna beztu iögspekinga hafi búið til bréfið; en einhvern tima hefði maður sagt, að sá liinn sami haíi brugðið út af venj- unni, því hann hefir venjulega komið með ástæður í fullyrðinga stað. Kveinstafirnir höfðu engin áhrif á lög- gjaíuna, því lögin voru samþykt við eina umr. í neðri deild. Þannig hljóðandi voru þau afgreidd frá þinginu: hög uni viðauka við lög frá 11. nóvbr. 1809 nr. 2G, um verzlun og veitingar ái'engra drykkja á íslandi. 1. gr. Ekkert félag manna má liafa um liönd i félagsskap neinar áfengisveitingar, né nokkur áfengisnautn fara fram í félagsher- bergjum, nema félagið fái til pess sérstakt leyíi lögreglustjóra. En það er áfengur drykk- ur eftir lögum þessum, sem í er meira en 2-/4% af yinanda (alkóhóli) að rúmmáli. 2. gr. Áfengisnautn máekki eiga sér stað í veitingahúsum, sem hafa ekki áfengisveit- ingaleyfi, né heldur í veitingatjöldum eða á öðrum stöðum, þar sem almennar veitingar fara fram. Lögreglustjóri má þó leyfa á- fengisnautn í samsætum einstakra manna, sem haldin eru á slíkum stöðum. 3. gr. Brot gegn 1. gr. varða félagsstjórn eða þjónustumenn eða jafnvel neytendur sjálfa 20—1000 kr. sekt. Auk þess er upp- tækt áfengi það, er finnast kann í vörslum félagsins. Enn fremur má lögreglustjóri banna félag- inu samkomur, enda sé þá þegar höfðað mál gegn félaginu samkvæmt 55. gr. stjórn- arskrárinnar. 4. gr. Brot gegn 2. gr. varða sektum 10— 500 kr. 5. gr. Sektir þær, er um ræðir í lögum þessum, og andvirði fyrir upptækt áfengi, í enna í sjóð sveitarfélags þess, þar er brot- ið er framið. 6. gr. Með mál eftir lögum þessum skal farið sem almenn lögreglumál. 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Paul Heyse, höfundur sögunnar, sem nú cr að byrja að koma út i »Templar«, er tal- inn að vera einn af frægustu skáldsagnaliöf- undum Pjóðverja. Hann hefir mest skrifað um ítali og italskt þjóðlíf. Aður liaía komið útáíslenzku tvær af sinásögum hans: »L’ar- rabiata« i »Iðunni« og »Upp til fja)la« í »Heimdalli«. Brostnir hlekkir. Br. Oluf M. Hansen lézt á Landakots- spítalanum 16. f. mán. Hann var einn af stofnendum stúkunnar „Hlín“ nr. 33 og gegndi þar ýmsum störfum, var um mörg ár gjaldkeri hennar, og gegndi öllum störf- um vel og samvizkusamlega. Ilann sótti nálega hvern fund í stúkunni. Br. Han- sen fluttist til Islands frá Noregi fyrir mörgum árum síðan og rak hér hattagerð og litun, Hann var yfirlætislaus, hægur í allri framgöngu og drengur hinn bezti. Hans er þvi saknað af öllum, sem kyntust honum og ekki sízt af stúkusystkynum hans, sem bezt þektu trygð hans til Reglunnar og stefnu hennar. Hann var jarðsunginn 23. f. m. Br. Arinbjörn S. Bardal, ökustjóri frá Winnipeg, hefir ferðast hér um land i sumar með konu sinni og dóttur. Hann er einn af allra duglegustu Templurunum í Manitoba og hefir um mörg ár verið St. G. Kosn. í Stórstúku Manitoba. Þau heim- sóktu stúkur hér og hann hélt ræðu á út- breiðslufundi í Miðfirði hjá st. „Baldursbrá* nr. 128. Hugheilar árnaðaróskir fylgja þeim heim til sin. Þau fóru með „Botniu“ 22. f. mán. Br. Karl Östberg, meðl. st. „Framtids- hoppet“ nr. 2203 í Arboga í Svíþjóð, kom hingað með „Ceres“. Hann hefir heimsókt stúkur hér í bænum. Aðalstarf hans í Reglunni er fyrir unglingana; hann er Gæzlu- maður í unglingastúkunnni „Linnia“ nr. 226. Hann kemur hingað sem ferða- maður, til þess að kynna sér land og þjóð. Hann ferheimleiðisafturmeð „Ceres". Frá útlöndum. Ávöxtur hóraðsbannsins. Bærinn Rack- ford í Illinois, Bandariki N.-A., lokaði öll- um knæpum árið 1908. En við atkvæða- greiðslu, er fór fram árið 1910 hepnaðist knæpumönnum með öllum, löglegum og ó- löglegum ráðum, að ná meiri hluta og knæpurnar voru opnaðar á ný. Borgar- stjórinn, hr. W. W. Bennet, hefir gefið eftirfarandi skýrslu um árangurinn af þess- um ráðstöfunum: Purt: Votl: 7/c 1908— 'lc 1910— % 1910 7/« 1912 Alls teknir fastir . . 2681 5122 þar af fyrir drykkju . fyrir drykkju og ó- 555 1552 spektir 137 424 í ár hafa bindindismenn aftur náð meiri hluta og árangurinn varð sá, að þegar fangelsanir fyrir drykkjuskap voru í apríl þ. á. (síðasta „vota“ mánuðinn) 140, þá urðu þær ekki nema 49 í næsta mán- uði á eftir (maí), að knæpunum var lokað. Auðvitað er ástandið í Rackford, jafnvel á „þurrum" timum, alls ekki eins og mað- ur hefði óskað, því það er hægðarleikur að fá áfengi í nálægum bæjum, og ekki er trútt um að þar sé áfengissölukuklarar, en samt sem áður er mismunurinn mjög mikill á bindindis- og áfengistímabilunum. Nú vona Rackford-búar að bærinn þeirræ verði „þurr“ í framtíðinni. Álit norsks stjórnmálamanns á bannlög- um. Castberg, ríkisráð, er ekki í neinu bindindisfélagi, en lítur á bindindisstarfið sem hygginn og aðgætinn stjórnmálamað- ur. Hann sagði á fundi nú fyrir skömmur „Margir hafa veitt eftirtekt allri þeirri ógæfu, sem áfengið hefir leitt yfir fjölda heimila. Hve mikinn manndómskraft það- hefir eyðilagt og hve mikil ógæfa því hefir fylgt, er ómögulegt að gera sér í hugar- lund. Það er líklegt, að 9 af hverjum 10 þeirra, sem nú eru í hegningarhúsunum, eigi eymd sina áfenginu að þakka. Af hverjum 6 málum, sem lögmannsrétturinn hefir til meðferðar, eiga 5 rót sína í hryðju- verkum frömdum í ölæði. Það verður lík- lega nauðsynlegt að útrýma áfengisfram- leiðslunni með öllu. Fyrir nokkru síðan var hér stofnað félag til þess að vinna á móti bindindismálinu. Þeir héldu því fram, að biDdindisstarfið væri andstætt persónu- frelsinu, og þeir voru líka til sem héldu, því fram, að það væri gagnstætt menning- unni. Það er hreinasta vitleysa. Sé það nauðsynlegt vegna þjóðfélagsins, þá er það skylda okkar að reka áfengið burt — að hreinsa húsið. Þetta er ekkert smámál; það er eitt allra-markverðasta málið, sem nú er á dagskrá þjóðmálanna." Framkvæmdanefnd Alþjóða-Hástúkunnar hélt fund í Björgvin i Noregi mánudaginn 12. f. m. Mættir voru: A.Æ.T. Edv. Wav- rinsky, Svíþjóð, A.Y.T. Ivar Aarseth, Nor- egi, A.G.U.T. J. W. Hopkins, Englandi, A. G.Kosn. Johan Bergman, Sviþjóð, A.Ritari Tom Honeyman, Skotlandi, A.Gjaldk. Her- man Blume, Þýzkalandi og F.A.Æ.T. Joseph Malins, Englandi. Fjarverandi var A.Kanzl. George F. Cotterill, Seattle, Wash., sem nýlega er orðinn borgarstjóri og gat ekki mætt vegna embættisanna. í tilefni af fundinum voru haldnir útbreiðslufundir og hatíðasamkomur og aukafundur í Hástúk- unni til stigveitingar. Bann gegn ölsölu á heræfingasvæðunum og við virkin hefir verið samþykt af stór- þinginu í Noregi og stjórnin staðfest það. Bannað er um alt öl, er inniheldur meira en 21/* °/« áfengisstyrkleika. Frjú ný bannriki. Það er talið víst, að! við kosningarnar nú í haust bætist við þrjú ný bannríki í Ameriku: Colorado, Yestur Virginia og Arkansas. Um áfengi tii almennrar nautnar. Lauslega þýtt úr: nArnold Múller: Sundhedslœre«, af St. B.i. (Framh.). Þó hefir áfengið ekki jafn snögg eða jafn mikil áhrif á alla hluta heilans, því að í fyrstu eru það frumlurnar í yzta hluta hans (heilahimnunni), sem nær því ein- göngu verða fyrir eitruninni. Eins og kunnugt er, eru það einmitt þessar heila- frumlur, sem framleiða mestu og háleitustu sálargáfurnar; þar eru hin andlegu verk-

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.