Templar - 30.09.1912, Blaðsíða 2

Templar - 30.09.1912, Blaðsíða 2
54 T E M P L A R. „Templar“ kemur út & hverjum 20 daga freati, miust 18 blðð. Verð árgangsini 2 kr., er borgist 1, júlí. Útsölumenn fú 25'/« í sölulaun. Ritstjórn, afgreiðslu og innheimtu annaat Jotl Árnason, Box A 21, Reykjarík. Afgr. á Smiðjustíg 6, kL T—8 síðd. 11. Tollinálnnutn skuli ráðið til lykta með því að skipuð sé almenn nefnd til þess að athuga þau. 12. Tekju- og erfðafjárskattur sé tek- inn eftir stígandi fjármagni. 13. Verndun auðsuppsprettanna í landinu (skóga, náma og fossa). 14. Lagfæring á milliríkjaver/luninni. 15. Endurbætur á ríkisstjórninni. 1(5. Að einn dagur í viku sé lögá- kveðinn hvíidardagur. Forsetaefnin tilnefnd: Að loknum nokkrum undirbúningsat- kvæðagreiðslum var mælt með Eugene W. Cha/in, málaílutningsmanni, sem for- setaefni og sein varaforsetaefni Aron S. Watkins, prófessor við Norður-liáskólann í Ohio. Voru þeir báðir forsetaefni Jlokksins við kosningarnar 1908. Chaíin er fæddur 1. nóv. 1852. Hann er lögfræðingur og á heima í Arizona. Áður bjó hann í Illinois og gerðist þá meðlimur Good-Templara-Iieglunnar og er það enn; helir haft ýms mikils varð- andi störf á liendi innan hennar vebanda. Þegar Þjóðstórslúkan í Randarikjunum var stofnuð, var hann kosinn Kanzlari liennar eða í næstæðsta emhættið. Fáir liafa jafn víðtæka þekkingu á ríkisréttar- ástandi Bandaríkjanna en einmitt hann. Watkins er fæddur 29. nóv. 1863 í Ohio; var medódistaprestur um eilt skeið, en nú er liann prófessor í hókmentuin og lieimspeki við Norður-háskólann og varaforseti hans. Bannllokkurinn var stofnaður fyrir rúmum 40 árum síðan í Chicago og voru Good-Templarar uppástungu- og forgöngumenn þess fyrirtækis. Atkvæða- magn ílokksins heíir aukist við hverja forsetakosningu, sem fram hefir farið síðan, svo ekki er ólíklegt, að einhvern tíma muni hann koma sínum mönnum i forsetatignina; enda her ofannefnd slefnuskrá hans vott um að fylgi hans muni ekki réna í framtíðinni, svo fram- arlega sem menn ekki sofna á öllum endurhótakröfum, en þess er, sem hetur fer, ekki að vænta nú. Óskemtileg sjóferð. Undir þessari fyrir- sögn skrifar Sig. K. Pálsson ágæta grein í „Lögréttu" 25. þ. m. Lýsir hann hvernig menn hegðuðu sér á ferðalaginu frá Aust,- fjörðum hingað til Rvíkur. Á þeirri leið hafl brytinn selt á 4. hundrað fiöskur af brennivini og öðrum sterkum drykkjum, fyrir utan alla öldrykki. „Fyrir þessa gæða- vöru létu íslenzkir sjómenn hinn dýrkeypta sumaraíla sinn. Engar ýkjur, þótt sagt sé, að sumir hafl farið með helming sumar- kaupsins á þessum stutta tíma. Ekkert undarlegt, þó mörg sjómannaheimili séu illa stödd fjárhagslega, þegar óhöpp bera Nœsta blað 10. október. að höndum, ef margir fara svo með fé sitt sem þessir fáráðlingar*'. Hann tekur það fram, að undantekning- ar hafl verið frá þessu, því eigi hafl verið allfáir sjómenn,erlítils eða einkisvíns neyttu. Hann segir enn fremur: „Á öðru far- rými var ekki að tala um svefn né ró, nema yfirmenn skipsins skærust í leikinn. Oft var barist á fjórum til fimm stöðum á skipinu í senn, enda voru 6 menn hand- járnaðir á hálfum þriðja sólarhring". Og hann bætir við: „Svo var annað far- rými til reika, að sæmilega þriflegum hundi hefði verið misboðið með því að bjóða honum þar niður“. Hann segir, að Englendingur hafl verið með skipinu og veitt þessu nána athygli og þykir leitt að hann skyldi sjá þetta. Þegar dimma tók, byrjaði annar leikur í lestarrúmunum, sem hann leiði hjá sér að lýsa. „Fátt getur svívirðilegra en vínsöluna á þessum strandferðabátum. Að sjálfsögðu ætti hún ekki að eiga sér stað“. Svo lýsir hann því, hve hryllilegt það sé að sjá „þessar útlendu blóðsugur draga peningana upp úr vasa manns sem er svo drukkinn, að hann getur ekki sjálfur ann- ast borgun á áfengiseitrinu, sem hann er að kaupa“. Og hann endar greinina með þessum orðum: „Annars má líkja þessum ferðum við stóreflis sjóorustu, þar sem islenzkir sjó- menn, með Bakkus í broddi fylkingar, berj- ast við sína eigin vitglóru og siðferðismeð- vitund — sigri hrósandi auðvitað. I stríðs- kostnað láta þeir lifeyri kvenna sinna og barna. En sigurlaunin eru: eymd, skömm og svívirðing í marga liðu“. Pórarinn Tulinius lét hafa það eftirsérí „Politiken" ekki alls fyrir löngu (svo segir „Vísir"), að engin áfengisdrykkja sé á ís- landi og vildi með því telja mönnum trú um að bannið sé óþarft. Það var leitt, að ekki var hægt að bjóða honum niður á annað farrými á „Austra" í þessari ferð hans, þangað, sem þriflegum hundi var ekki bjóðandi, og gæti þá skeð að hann hefði sagt Dönum annað um þetta mál, og hefði ef til vill bætt við nokkrum orðum um þessa ,,heiðvirðu(;!!) atvinnu, sem þeir reka hér við land með tilstyrk hans og fleiri „góðra“ manna. Það lægi nær Þ. T. og félögum hans að athuga þetta, heldur en að láta hafa eftir sér meira eða minna skakkar umsagnir um ástandið hér á landi. Sektaður fyrir ólöglega vinsölu. í síðustu ferð „Austra“ hafði brytinn gert sig marg- sekan í ólöglegri vínsöiu á höfnum. Var hann tafarlaust kærður, er komið var hing- að til Rvíkur og dæmdur í 250 kr. sekt auk málskostnaðar. Itarnaliladið ))ÆSKAW« vill komast inn á öll Imrnnhciinili á íslandi. Pantið liana i iil'grcidsliinui Lang’aveg' (!‘í. Verð árg. 1 kr. 20 aur. Frá útlöndum. Bindindisfélag norskra kaupmanna hélt ársþing sitt í Björgvin 19. og 20. júlí þ.á. Meðal annara samþykta, sem gerðar voru var áskorun til bindindisnefndarinnar, að þa& „væri lífsskilyrði fyrir kaupmannastóttina,. að áfengisnautnin yrði takmörkuð sem allra, mest“. Enn fremur var skorað á Vöru- bjóðafélagið, „stéttarinnar vegna, þjóðfó- lagsins og einstaklingsins, að veita viðskifta- vinum enga áfenga drykki". Likar áskor- anir voru sendar stórkaupmanna- og smá- sala-fólögunum. Næsti ársfundur verður haldinn í Staf- angri 1913. Formaður félagsins er Carl Borgen, stór- kaupmaður í Kristjaniu. Bann gegn áfengisnautn á járnbrautumu Það hefir verið á dagskrá í Noregi. Fyrir nokkru benti Grivi, formaður bindindis- flokksins í Stórþinginu, á þetta í sambandi við umræðurnar um fjárveitinguna til járn- brautanna. Hann kom með tillögu um að- beina þessu til stjómarinnar, en hún fékk megna mótstöðu. Það væri óhyggilegt, það væri ómögulegt að framkvæma það, þa& væri árás á persónufrelsið o. s. frv. Egede- Nissen áleit, að hver sá, er hefði einhvern snefll af ábyrgðartilfinningu, ætti að styðja að því að útrýma þessum ósið, að leyfa mönnum að drekka í járnbrautarvögnum. Tillagan var samþykt. Um áfengi til almennrar nautnar, Lauslega þýtt úr: »Arnold Miiller: Sundhedslœre«., af St. Bj. (Framh.). En einmitt þarna koma áfengisá- hrifln svo hreinlega í ijós. Að það er ekki að eins svo, að það minki andlega vinnumöguleika mannsins, heldur líka gerir það hann ómögulegann til að dæma um verk sitt, eða verðmæti þess, með því að áfengið sljófgar hið andlega sjálfseftirlit hans. Þess vegna sór maður hann glaðan og ánægðan í þeirri vissu trú, að verkið sé svo Ijómandi gott og vel af hendi leyst, þegar það í raun og veru er allra verst. — Og einmitt á þessurn svikum er bygð öll trú manna á örvandi verkanir áfengisins. Af þessari tilraun. sem nú var lýst, ættu menn hæglega að geta séð, að á sama hátt og maður í þessu tilfelli hefir rann- sakað, hvernig áfengið heflr áhrif á eina andlega vinnu, þanniggetur maður og farið að um hverja aðra starfsemi heilans. Maður getur tekið starfsemi hans hverja eftir aðra og rannsakað hvernig hún birt- ist í eðlilegum kringumstæðum og undir áfengisáhrifum. Og maður mun ætíð fá sama svar, af þessum fjölda mörgu rann- sóknum, sem þegar hafa verið gerðar á þennan hátt, af ýmsum tilraunamönnum, að áfengið hafi ætíð deyfandi áhrif á hina andlegu starfsemi mannsins, og að allar þessar örfandi verkanir, sem það virðist hafa, séu tál. En það eru ekki að eins hin andlega örfandi áhrif áfengisins, sem ekki hafa staðist vísindalega rannsókn, því að alveg heflr favið eins með lún styrlcjandi áhrif, sem það átti að hafa á lílcamann.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.