Templar - 30.09.1912, Blaðsíða 3

Templar - 30.09.1912, Blaðsíða 3
Þannig hefir áfengið um langan aldur verið rómað sem mjög notalegt og styrkj- andi meðal, bæði handa heilbrigðum mönn- um, til að iosa þá við þreytu eftir vinnu, og handa sjúkum, til að styrkja þá í veik- indunum og eftir þau, ef þess er neytt í smáskömtum. En þetta er í rauninni skakt. Áfengið eykur hkamanum aldrei afl, heldur getur það oft rænt hann töluverðu af afli sínu. Til þess að skilja það, á hverju veltur i þessu tilfelli, þá verður maður að vita það, að líkamskraftinum, það er: kraftmynduu- inni í frumlum likamans, er skift í tvo flokka, sem eru nákvæmlega aðgreindir. í öðrum llokkinum er sá kraftur, sem maðurinn notar við alla daglega vinnu og hreyfingar, og sem er endurnýjaður dag- lega með fæðunni; en í hinum flokkinum er sá kraftur, sem maður gæti kallað vara- aflforða; það eru nokkurs konar birgðir af líkamsþrótti, sein í venjulegum kring- umstæðum er ekki snertur, en sem er hin mikla, trygga stoð, sem liffærakerfin styðj- ast við, til þess að eiga það ekki á hættu, að lenda alt í einu í þeim kröggum, að alt afl sé uppet.ið. Það er þessum varaafl/orða að þakka, að líkaminn getur staðist meiri háttar veikindi. í þeim kringumstæðum er nær- ingarstarfsemin ætíð mjög veikluð; við það minka afl-aðflutningar til líkamans að mikl- um mun, en þá er þó afleyðslan oft stór- lega aukin. En þegar þannig stendur á væri óhugsanlegt að hkaminn gæti þolað slíkt, ef hann hefði ekki þettað varafl sitt að gripa til. Á því lifir likaminn þegar þannig lætur iha í ári, og af því leiðir, að því meira sem til er af því, þeim mun meira mótstöðuafl hefir hann gegn veik- indunum. Eins og sjá má af þessu, er það liífæra- kerfunum mjög mikils virði, að gæta svo þessa varaafls sins, að það verði ekki að nauðsynjalausu notað til daglegrar vinnu; og til þessa er þreytutilfinningin höfð. Hún er í raun íéttri aðvörunarmerki frá fruml- um likamans um, að nú séu þær bún- ar að eyða því sem þær hafi haft til umráða af starísafli, og að ef krafist sé meira starfs af þeim, þá verði þær að eyða varaaflforða sínum. Og, eins og kunnugt er, getur maður yfirunnið þreytu í byrjun. Maður neyðir likamann til að láta nokkuð af hendi af varaaflforða sínum. En það verður skamm- góður vermir. LifFærakerfin verja sig með því, að þreytutilfinningin eykst, og að lok- um setja þau svo sterkar og óijúfanlegar skorður gegn þessari vanbrúkun, að mað- urinn verður að hætta, hvort sem hann vill eða ekki; líkaminn lokar varaaflforða sinn inni og neyðir hin starfandi h'fFæri til þess að hvíla sig og safna sér með því nýjum aflorða, sem þau hafi sjálf til umráða. Þreytutilfinningin kemur, eins og áður er getið — (vísar fram í bókina) — af því að í frumlum líkamans safnast fyrir eitruð efni á meðan þær starfa. Þessi efni gera ekki að eins að hindra starf þessara frumla, heldur hafa þau og pirrandi áhrif á vissa taugaþræði, svo að í þeim myndast tauga- straumar, sem berast til frumluflokks utan til í heilanum, en starf það, sem þessir straumar valda i heilafrumlum þessum, er það, sem vér verðum varir við sem þreytu. En taki maður nú inn eitur, sem lamar þessar heilafrumlur svo, að þær starfa lítið eða ekkert. Og komi þá út í likamanum T E M P L A R. að þvi, að umráðaafl frumlanna þar, sé útnýtt, þá þýðir ekkert að senda aðvörun til heilans, því að frumlur þær, sem þar áttu að taka á móti aðvöruninni og af- greiða hana til annara frumla, svo að breytt yrði s&mkvæmt henni, st.arfa nú ekki og getur því þreytutilfinningin ekki myndast. En hún er nú bæði lokan og hurðin í hliðinu, sem liggur að varaaflforðanum. Það stendur í þessu t.ilfelli opið og get- ur líkaminn því eytt svo miklu sem verk- ast vill af varaaflforða sínum, án þess að maðurinn verði þess var, hvað er að gerast. Það er því elchi svo, að einstahlingnum hafl auhist afl, lieldur getur hann liindr- unarlaust eytt varaaflforða sínurn. Notkun áfengisins sem styrkjandi meðals, hvílir öll á þeim góða grundvelli, að það gerir manninum mögulegt að skeyta engu kröfum líkamans um hvild. Ivomi þetta oft fyrir, eða jafnvel daglega, leiðir það af sér, eins og sagt er frá í kaflanum um ofraun, — (annars staðar í bókinni) — var- anlega veiklun líkamans. En enn þá óverjanlegra er það, þegar á- fengið er notað sem styrkjandi meðal handa sjúku fólki og veikluðu, fólki, sem vill losna við hina þvingandi máttleysis- og þreytu- tilfinningu, sem ekki að eins fylgir sjálfri veikinni, heldur helst stundum um lengri tírna eftir að hún er um garð gengin. Þessi þreyta, sem gerir vart við sig eftir hverja smá-áreynslu, er tilkynning líkamans um það, hve lítið hann á til umráða af afli, og hve nauðsynlegt sé að fá endurnýjaðan grunnforða þann, sem til var, þegar veik- indin byrjuðu, en eyddist á meðan á þeim stóð. Sjúklingurinn þarf því sízt af öllu á þeim meðulum að halda, sem hjálpa honum til þess að eyða enn þá meiru af þvi litla, sem hann enn á eftir af lífsafli, heldur þarf hann að styrkja líkama sinn með heilnæmum og skynsamlegum lifnað- arháttum. Þótt nú heilinn sé það af híFærum lík- amans, þar sem íyrst og frekast verður vart við áhrif áfengisins, þá verða og öll önnur lífFæri fyrir þeim. Og það er at- hyglisvert, að mjög margar tilraunir, sem ýmsir rannsóknarmenn hafa gert, hafa allar gefið sams konar árangur, sýnt að áhrif þess á vöðvafrumlur líkamans eru töluveit mikil. Meira að segja eftir „hóflega" nautn áfengis — t. d. einn danskan bjór — hafa menn með nákvæmri mælingu fundið þverrun á krafti þeim, sem vöðvafruml- urnar draga sig saman með. (Pramh.). Rómverska konan. Saga eftir Paul Ileyse. (Framh.). Glaðværð mikil var í garðinum. Ljósin glitruðu í runnunum og laufgöngunum og fög- ur, rómversk augu tindruðu á meðal þeirra. Ungu hjónin, sem áttu þennan veitingastað, voru alt af á ferðinni fram og aftur og gerðu alt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að þókn- ast gestunum, og á bak við alla þessa dýrð gnæfði — alveg eins og nú — hvolfþakið á St. Péturskirkjunni, og þá gat ég í fyrsta sinni notið töfra-tignar þess til fulls, því mér virtist það ekki neitt sérlega eftirtektavert er ég nálg- aðist bæinn að sunnanverðu. Að vanda féll ég í drauma dvala; endur- minning æskuáranna og heiðingleg lffslöngun seinni ára, gengu nú samsfða og kom mæta 55 vel saman. Ég veitti því þess vegna enga eftirtekt, að fólkið smá-týndist burt úr garðir.- um og þar varð dimmara og kyrrara því lengra sem á leið, og að lokum stóðu þeir slðustu upp og fóru leiðar sinnar. Þá kallaði ég á veitingamanninn og greiddi honum andvirði þess, er ég hafði neytt og fór svo á burt úr garðinum og ætlaði til gistihússins. Þegar ég kom út á götuna, sá ég eitthvað svart, hinu megin við gráa múrvegginn, og stóð það hreyfingarlaust eins og varðmaður. En undir eins og ég sneri til hægri og nálg- aðist hliðið, tók vofan að bæra á sér og ég varð þess áskynja, að hún veitti mér eftirför. Þegar ég stansaði og leit aftur fyrir mig, stóð hún kyr. Mér fór ekki að verða um sel. — Við og við mætti ég sfðbúnum vegfarendum. Ég hafði digran staf í hendi og með honum hafði ég áður, á leiðinni til Camaldoli,1 haldið bíræfnum náunga í skefjum. Eg komst að hliðinu og hugði, að nú væri ég úr allri hættu. Veðrið hafði breyst; nú sást engin stjarna og sunnanvindur var í lofti. Ég fór þvers um yfir auða svæðið og ég man það enn þá, að ég stsðnæmdist hjá broddsúl- unni og horfði lengi upp að Pincio2 og þar mátti heyra þýtt vindhljóðið í laufi trjánna. Ég ráfaði þangað, þótt geigvænlegt hafi hlot- ið að vera þar undir dimmum trjátoppunum. Loksins hélt ég hyggilegra að halda heim, þótt vofan hefði orðið viðskila við mig hjá hliðinu. I einu vetfangi — ég var einmitt kominn á Corso — heyrði ég hröð og létt skref á bak við mig, eins og gengið væri á sokkaleistun- um. En áður en ég hafði ráðrúm til þess að snúa mér við, var ráðist á mig aftan að; tveir handleggir lögðust utan um mig og haldið svo fast utan um brjóst mér, eins og það væri í járnklóm; hernpan var tifin frá mér, farið í brjóstvasann og vasabókin dregin upp úr hon- um, sem ég hélt þar óhulta; þá losnaði ég, en fékk óþyrmilegt högg um leið, svo ég hraut áfram nokkur skref og ræninginn þaut á burt inn á Corso beint fyrir augum mínum. Þetta gerðist alt á tveim augnablikum. Ofsareiði mín gerði það að verkum að ég náði mér undir eins eltir höggið; ég veifaði stafnum og jós úr mér þeim svörtustu ítölskum blótsyrð- um, sem mér duttu í hug og hljóp sem örskot á eftir fantinum. Fæturnir brugðust mér heldur ekki. Nálægt San Giovanni náði ég f fantinn. Ég lamdi hann í bakið með stafnum eins fast og mér var unt og húfan flaug af höfði honum út í buskann. Þetta var þá bófinn, sem hafði fylgt mér til Villa della Vita, og hefir hann rent grun f, hvert væri erindi mitt í bankann. »Fantur!« öskraði ég og hristi hann, eins og ég ætlaði að þvinga hann til að láta af fantabrögðum sfnum og skila ránsfénu. En hann var eng- inn viðvaningur; hann drógst úr höndum mér eins og mjúkur köttur; ég hafði ekkert afl á við hann; hann tók utan um mig og flissaði um leið, alveg eins og þetta alt saman væri barna- leikur. Við áttumst við þarna nokkra stund og ég reyndi að nota stafinn, en árangurslaust. Hann hélt mér fast að brjósti sér. Ég hróp- aði eins hátt og mér var unt: Hjálp! Ræn- ingjar! Morðvargar! — ekkert hljóð; í götunni var jafn-hljótt og f dauðra manna gröfum. Hann hafði séð sér færi og dróg mig að húströppum, sem voru þar rétt hjá. Við féll- um báðir og héldum hver öðrum dauðahaldi; 1 Frægt klaustur í Arezzo-liéraðinu í Toscana. 5 Hin nyrsta af þeim 7 hæðum, sem ltómaborg liggur á. Er nú mestmegnis lögð skemtivegum. Pijd.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.