Templar - 10.10.1912, Blaðsíða 3

Templar - 10.10.1912, Blaðsíða 3
T E M P L A R. 59 an fyrir áfengisnautnar-baráttunni. Það kemur einmitt í ijós þarna, að eyðilegg- ingarstarf þetta, sem menn ekki geta þreif- að sig áfram í með tilraunum, og því ekki á þann hátt aílað sér þekkingar á þýðingu þess, heflr þó feykilega mikið að segja. Af þessu má sjá, að hin „hróniska" á- fengissýhi er jafnliliða tœringunni — eða jafnvel enn þá fremur — versta plága nú- tiðarinnar að veikindum til. Af því sem áður er greint um eðli hinn- ar „krónisku" áfengissýki, ieiðir það, að hún er ekki að eins vottur um hina venju- legu veiklun, sem fylgir daglegri eitrun líkamsfrumlanna, heldur verður hún síðar að ákveðinni veiki í einhverju líffæri, eins og nefnt hefir verið áður 1 bókinni, þar sem talað er um uppruna og orsök hvers sjúkdóms um sig. Þau veikindi, sem mað- ur oftast verður var við að eiga rót sína að rekja til áfengisins, eru: magakvef, þarmakvef, kokkvef, „króniskir" nýrna-, lifrar- og hjarta-sjúkdómar, kalkmyndun í blóðæðunum, slag, gigt, sykursýki, og svo ýms veikindi í taugakerfinu, bæði í heil- anum og sjálfum taugunum. En auk þess eru varla nokkur þau „krónisk" veikindi til, þar sem ekki megi benda á áfengið meðal líklegustu orsakanna til þeirra. Til þess að fá hugmynd um það, hve mikinn hluta líffærasjúkdómar þeir, sem á- fengið þannig getur vaidið, eiga í heilbrigð- isástandi þjóðanna, gæti maður farið ýms- ar leiðir. Mjög mikils verðar upplýsingar getur maður þannig fengið með því, að athuga skýrslur ýmsra líftryggingarfélaga, einkum enskra. En hér skal að eins tek- ið eitt dæmi, nefnilega félagið: „Sceptre life association". Féiag þetta er stofnað af mönnum úr nokkrum trúarflokkum, sem álitu að þeir hlytu að lifa lengur en menn gerðu al- ment, vegna hins kyrláta og liófsama líf- ernis síns, og væri því of dýrt fyrir þá að ganga í hin almennu líftryggingarfélög. Félaginu var skift í tvær deildir, aðra handa bindindismönnum, en hina handa „hófs“- mönnum. Þeir, sem trygðir eru í bind- indisdeildinni, verða fimta hvert ár að gefa samvizkuvottorð um, að þeir hafi verið al- gerðir bindindismenn þessi fimm ár. En skilyrðin fyrir að verða tekinn í hina deild- ina, eru mjög ströng. Maðurinn verður að færa sannanir fyrir því, að hann hafi, ekki að eins yfirstandandi tima, heldur altaf iif- að „hóf“sömu og reglusömu iífi. Og reynsla sú, sem félag þetta hefir fengið siðan, sýnir að grundvallarhugmynd- in fyrir starfsemi þess, hefir verið rétt. Um alt Engiand eru notaðar samskonar dánarskýrslur. Og af margra ára þjóðhags- skýrslum hafa menn þar búið sér til töflu yfir það, hve margir deyja af hverju þús- undi manna á ýmsu aldursskeiði. og er svo þessi tafla lögð til grundvallar, bæði í líf- tryggingarfélögum, þegar reiknaðar eru út „bónus“-upphæðir, og svo í ýmsum öðr- um tilfellum. En af skýrslum fyrnefnds félags, sem ná yfir tímabilið frá 1887—1900 sést, að tala dáinna manna í hófsemisdeildinni er 20°/o lægri en i hinni almennu dáDartöflu, en aftur á móti 45V20/# iægri í bindindis- mannadeildinni en i almennu dánartöflunni. jÞað er ekki svo mjög athugavert, að maður sér á þessu að þeir menn, sem lifa kyrrlátu og reglusömu lífi, lifa lengur en aðrir menn, þess gat maður fyrirfram vænst. En hið undraverðasta við þetta er hinn mikli munur miili þessara tveggja deilda i sama félagi. Þar getur maður borið sam- an tvo flokka manna úr sama þjóðfélagi, sem búa við svo lík lífskjör og lifnaðar- hætti sem framast er unt; á þeim er að eins sá eini munur, að í öðrum flokkinum eru eingöngu menn, sem eru „hóf“-samir í á- fengisnautn sinni, en í hinum eru algerðir bindindismenn. Og þessi munur, sem virð- ist vera svo lítill, veldur því, að munurinn á dánartölu deildanna verður 25V2%. Það er svo skýr sönnun sem frekast er hægt að fá, um það hve mjög áfengisnautn, þótt í „hófiu sé, getur hjálpað til að stytta líf manna. En hve mikinn hiut áfengið á í að válda veilmidum, getur maður bezt séð af at- hugunum þeim, sem gerðar hafa verið á því, hve oft áfengissjúkdómar eru kanamein. Nákvæmustu og víðtækustu athuganirn- ar eru frá Sviss. Frá 15 stærstu bæjun- um eru til skýrslur, sem ná yfir átta ár, og sýna hve margir hafa dáið beinlínis af völdum „króniskrar" áfengisnautnar. Það liggur í augum uppi, að til þess að fá rétt yfirlit með slíkum rannsóknum, þá verður maður að leita áfengisveiklunarinnar þar, sem hún helzt er, nefnilega hjá fullorðnum karlmönnum. Því ef að maður tæki kon- ur og börn með í reikninginn, þá mundi maður fá algerlega skakka hugmynd um þýðingu áfengisins. Og athugi maður þess- ar svissnesku skýrslur um fullorðna menn á 40— 60 ára aldri, þá sér maður að 7. hver maður hefir dáið beinlínis af völdum „króniskrar" áfengisveiklunar. (Niðurl.). Rómverska konan. Saga eftir J’aul IJegse. (Framh.). ]Jað var lítil, fjögra til firam ára gömul stúlka; hún var í brúnum flosklæðnaði, sem líktist miklu fremur brúðubúnaði en barns. Hún bar lítinn, uppmjóan hatt á höfði, sem líktist frygverskri húfu. Undir hattinum var þétt, svart hár, sem féll niður á herðar — en það var ekki tfzka í þann tíð. Hún kom þjótandi á tánum inn í herbergið, en stansaði á miðju gólfi, því kerlingin sagði eitthvað við hana, sem ég skildi ekki. Hún athugaði ókunnuga manninn með undrun og forvitni, sem enn þá lá í rúminu, þótt liðið væri langt fram á dag, alveg eins og ég væri eitthvert aðskota- dýr. Hún var lfklega hálfhrædd við kerl- inguna. Þegar kallað var á kerlinguna úr næsta herbergi og hún var farin, tók hugur að vakna hjá litlu stúlkunni og hún Iæddist fast að rúminu mínu og tylti sér á tá, til þess að skoða mig; en útlit hennar lýsti því, að ég væri eins og myndastytta eða einhver dauður hlutur. Ég bærði ekki á mér dálitla stund og skemti mér við að skoða þessa litlu, yndislegu stúlku og fagra andlitið hennar. Það líktist fögru konunni; drættirnir voru nákvæmlega lnnir sömu, eins og vaxmót eða rninkað brjóst- líkan úr marmara, Augnabrýrnar voru skarp- legar, munnurinn bar þóttalegan svip, ennið var fagurlega lagað með breiðum dráttum; það var hulið mjög af hárinu, sem var skift í miðju. Móðir hennar hafði dökk augu, en hennar voru safírblá. »Hvað heitirðuPc spurði ég að lokum og hafði svo hátt, að vel mátti heyra. »Bicetta«. »Og móðir þín?« »Mamma«. »Þykir þér dálítið vænt um mig, Bicetta?« Hún hneigði sig án frekari umhugsunar. »Veistu?« sagði ég, »að ég er veikur; ann- ars mundi ég leika mér með þér, og þegar við hefðum skemt okkur reglulega vel, þá mættir þú til, í staðinn, að gefa mér ofurlít- inn koss«. I sama vetfangi klifraði barnið upp í rúm- ið til mfn, lagði báðar hendurnar um hálsinn á rnér og þrýsti litla munninum að vanga mínum. Þá opnuðust dyrnar. Fagra konan kom inn. Ég sá á henni, að hún ætlaði að reiðast, er hún sá mig svona rækilega umsetinn. En hún hló. »Hvaða læti eru þetta, Bicetta!« hrópaði hún. »Lofðu manninum að vera í friði. Komdu; við skulum fara út«. »Ó, frú!« sagði ég. »Lofið henni að vera hjá mér; hún er mjög væn; og ég er — eins og þér sjáið — bráðum alheill heilsu. Segið mér að eins — « Hún gekk hratt að rúminu til mín. Hreyf- ingarnar voru jafn-fagrar og tignarlegar og sorgmæddu kvenhetjanna. er þær birtast oss á leiksviðinu. Hún tók litlu stúlkuna frá mér. »Kyr«, sagði hún mjög alvarlega. »Þér megið ekki tala. Læknirinn hefir stranglega bannað það. Þessi litli villiköttur skal ekki að sinni gera yður erfiðleika. Ég ætla í burtu og verð um klukkutlma að heiman. A meðan mun hún móðir mín gæta hennar, svo að hún geri enga vitleysu. Verið nú aðgætinn og gerið nú alt, sem yður verður sagt. Annars — « Fyrst sýndi hún á sér ógnunarsvip, en svo brosti hún og blíðan og viðkvæmnin birtust á ásjónu hennar. Hún bandaði til mín með hendinni í kveðjuskyni og bar hún forkunnar fagran glófa. Hún var f dökkleitum silki- kjól, sem gerði hinn þriflega skapnað hennar enn þá mikilfenglegri. Utan yfir honum var hún í flostreyju með dökkum loðskinnslegging- um. Hatt hafði hún á höfði með svörturn fjöðrum, en engu öðru skrauti. Eins og ég gat bezt séð, var allur búnaður hennar hinn fegursti og smekklegasti. Hún tók barnið við hönd sér og fór með það fram 1 herbergið. Ég varð nokkra stund aleinn og nú athug- aði ég herbergið, sem ég var í, í fyrsta sinni. Það var áreiðanlegt, að frúin, húsráðandinn, hafði látið mér í té svefnherbergi sitt. Rúmið var klætt silkitjöldum og koddinn var settur kniplingum. í miðju herberginu hékk stór ljósakróna úr eir; digru, hálfbrunnu kertin báru þess vott, að þau voru ekki látin vera þar eingöngu fyrir fegurðar sakir. Yfir arninum var breiður spegill í gullurogerð og náði hann alveg upp undir loft. Stór klukka stóð á svartri múrbrún úr marmara og ofan á henni var gylt mynd af ástargyðjunni og sat hún 4 perlumóður, sem borin var af þremur sjáfar- guðum. Beggja megin klukkunnar voru fagr- ar ljósastikur, gerðar í París. Borðið, sem var á miðju gólfi og nú var alsett skálum með ís og öðrum hjúkrunartækjum, og var smíðað í rokoko-stíl, virtist eiga að vera fyrir framan rauða floslegubekkinn, sem var við vegginn gegnt rúminu, því bognu og vel gyltu fæturn- ir hans virtust eiga svo vel við alt útskurðar- skrautið á borðinu. Að öðru leyti var þar ekkert að sjá, hvorki blóm né myndir, að undantekinni andlitsmynd í fullri stærð, sem hékk yfir legubekknum. Það var kardínáli; greind og hyggjuvit skein út andlitinu; það var eitt at þessum presta-andlitum, sem brynja og hjálmur samsvaraði miklu betur, en rauði hatt- urinn og kennimannsskrúðinn. Það var und- arlegt; ég var altaf að athuga augu myndar- Næsta blað ifO. október.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.