Templar - 10.11.1912, Blaðsíða 2

Templar - 10.11.1912, Blaðsíða 2
66 TEMPLÁR. „Templar“ kemur út & hr*r;um 20 daga fresti, miuit 18 blðð. Verð argangsini 2 kr., er borgist 1, júlí. Útiölumenn fi 25°/« í ■ölulaun. Ritstjórn, afgreiðslu og innheimtu annait Jon Árnason, Box A 21, Reykjavik. Afgr. á Smiðjuitig 5, kL 7—8 ilðd. anna eru það, svo ekki verður sagt að bindindisofstæki haíi ráðið, er um söfn- un og tilbúning þessara hroðalegu talna var að ræða. Ofanskráð yfirlit er bygt á heimuleg- um dánarvottorðum. Það er fengin reynsla fyrir því, að hin almennu dán- arvottorð, sem afhent eru ættingjum hins látna, segja ekki allan sannleikann. Dr. Hindhede hefir kallað þau »Iygavottorð« og bindindisnefndin úrskurðaði þau ger- samlega »ónothæf, til þess að gera úr ábyggilegar skýrslur um dauðamein«. Ástæðan er, segir dr. Geill — sumpart sú, að læknirinn hafi af vorkunnsemi til- nefnt dauðamein, sem ekki sýni berlega vandræðaástand hins látna, sumpart sú, að á hinum venjulegu vottorðum er einungis spurt um þann sjúkleika, sem var dauðameinið, en ekki um orsök hans, sem oft er drykkjuskapur. í Berlín verður að gefa tvö dánarvott- orð, annað til ættingja, prests og skifta- réttarins, en hitt til heilbrigðisráðsins til notkunar við opinbera skýrslugerð. Síð- ara vottorðið er heimulegt. Á fyrsta ár- inu sem menn notuðu bæði vottorðin (1904), skýrðu þau opinberu frá 55, en hin heimulegu frá 895 áfengisdauðdögum. Skýrslur þær, sem að framan eru skráðar, eru bygðar á lieimulegum vott- orðum og eru því í öllu tilliti áreiðan- legar. Dr. Matti Helenius hefir í doktórs-rit- gerð sinni, »Alkoholspörgsmaalet« gefið eftirfarandi yfirlit yfir manndauða af völdum áfengis á einu ári í nokkrum löndum Norðurálfunnar og lieíir hann sumpart lagt opinberar hagskýrslur til grundvallar og sumpart áætlanir og skýrslur sérfróða manna í þeirri grein: Bretland............... 40,000 Holland og Belgía . . . 20,000 Itússland............. 100,000 Frakkland.............. 40,000 Pýzkaland.............. 40,000 Norðurlöndin og Sviss . 10,000 Alls 250,000 Á altari áfengisnautnarinnar hefir því i ofannefndum löndum verið fórnað síð- ustu 30 árin 7x/2 miljón manna, eða jafn- mörgum og farist hafa í öllum styrjöld- um nítjándu aldarinnar. Hófsemi og manndauði. Skýrslur lífs- ábyrgðarfélaganna sýna, að dauðratalan er 22—36°/o hærri meðal hófsmanna en bindindismanna. Ensku félögin skifta líftryggjendum sínum í tvo ílokka og fá þeir »bonus« eftir dánartölu ílokksins: bindindismenn og þeir hófsömu. Drykkjumenn fá alls ekki inngöngu í ensk lífsábyrgðarfélög. United Kingdom Temperance & Pro- vident Institution hefir gefið skýrslu um 35 ár (1866—1900) þannig: Áætlaö. Dánir. Bindindisdeildin . . 8442 6028 71 Hófsemisdeildin . . 11293 10850 96 Nœsfa blad 30. nóvember. Dauðratalan er því 25% hærri hjá hófsmönnum en bindindismönnum. Önnur skýrsla frá sama félagi, sem nær yíir 60 ára bil (1841 —1901), er enn betri í garð bindindismanna. Hún er þannig (eftir Líftryggingartíðindum blaðs- ins »Politiken« 3. ágúst þ. á.): Af 11776, sem voru trygðir í almennu deild félagsins, dóu 8947 og voru lífsár þeirra samanlögð 466,943. Á sama tíma dóu að eins 5124 í bind- indisdeildinni og voru samanlögð lífsár þeirra 393,010. Til þess að ná sömu hundraðstölu og i hófsemisdeildinni, hefði dauðratalan þurft að vera 6959 i staðinn fyrir hina ofannefndu 5124. Pessi samlíking sýnir, að dauðratalan hjá hófsmönnum er 36°/o hærri en hjá hinum. (Politiken bætir því við að útkoman sé undraverð). Sceptre Life Association skýrir svo frá að í 17 ár (1884—1900) sé reynsla þess þannig: Aætlað. Dánir. °/» Bindindisdeildin . . 1118 623 55,72 Hófsemisdeildin . . 1938 1533 79,21 Mismunurinn er 23V2°/o. Scottish Temperance Life Assurance Co. skýrir svo írá, að í 15 ár (1883— 1897) sé reynsla þess 'þannig: Aætlað. Dánir, */» Bindindisdeildin 492 232 47 Hófsemisdeildin . 155 107 69 Mismunur er 22 af hndr. Rekabíta-Reglan á Englandi (meðlim- ir hennar drekka að eins vatn) og Odd- fellow-Reglan á Englandi (sem leyfir fé- lögum sínum hófsama áfengisnautn) starfa báðar sem sjúkrasjóðir. Skýrsl- urnar sýna jafnaðar-lífslengd félaganna frá vissu ári: Aldur. Rekabitar. Oddfellows. Rekab. i liag. 18 ára 50,62 ár 42,87 7,75 ár 20 — 48,83 — 41,35 7,48 - 24 — 44,30 — 37,61 6,69 — 30 39,72 — 33,96 5,76 — 35 — 35,08 — 30,32 4,76 — 40 — 30,58 26,75 3,83 — 45 — 26,11 — 23,28 2,83 — 50 — 21,78 — 19.87 1,91 — 55 17,65 — 16,64 1,01 — 60 — 13,81 — 13,60 0,21 — Líka hefir verið gerður samanburður á Rekabítunum (bindindi) og Foresters (hófs). Eftirfarandi tafla sýnir, að af 1000 18 ára félögum geta þessir vænst þess að lifa neðannefnd aldursár eða yfir það Aldur. Forcsters. Rekabitar. Rekab. í hag. 40 ár 828 887 59 45 — 775 856 81 50 — 713 815 102 55 — 640 769 120 60 — 552 686 134 65 — 452 589 137 Samanburður á dauðratölu í hinum almennu sjúkrasjóðum á Englandi og Rekabítunum, sýnir, að Rekabít, sem er 18 ára að aldri, getur vænst þess að lifa 8,72 ár lengur en menn alment. Við íslendingar eigum enn þá engar dánarskýrslur um þessi efni og getum því ekki sagt hvernig ástandið sé hér á landi; en líklega mundi láta nærri að hlutföllin yrðu lík, ef nákvæmlega væri leitað, því ekki eru slysfarir fáar og margir hafa dáið löngu fyrir timann af völdum áfengisnautnarinnar. Til þess eru annara víti að varast þau og lenging æfinnar er mikils vert atriði fyrir þjóð, sem þarf að ryðja sér braut. Brennivinsnautnin í Frakklandi. Frakkneska hagfræðisritið „Bulletin de statistique“ hefir nýiega birt siðustu skýrsl- ur um áfengisnautnina í Frakklandi — það er að segja, alla eimda drykki — og sýnir það, að síðari árin hefir hún farið stöðugt vaxandi. Þrátt fyrir það þótt heimabrensla sé miki), sem engar skýrslur eru um, þá sýna skýrslurnar þó, að í Frakklandi er drukkið árlega brennivín, eins og hér segir (og er þvi breytt í hreint áfengi (alkohol) 100%): Ár: Hektólítrar: Á íbúa (i lítr.): 1907 1,289,408 3,31 1908 1,339,578 3,44 1909 1,342,006 3,46 1910 1,399,034 3,59 1911 1,574,018 4,06 Hér við bætast svo öll þau ósköp, sem drukkið er af víni og cider og hin sífelt vaxandi ölnautn. Sérstaklega hefir aukning brennivíns- drykkjunnav síðari árin vakið óhug mikinn þar sem hún nemur ei minna en 11%. Og ekki bætir það úr skák, þegar full- trúadeild frakkneska þingsins hefir nýlega felt tillögu um að fækka drykkjukránum. Það er sýnilegt, að áfengisverzlararnir og framleiðendur hafa mikið vald þar í landi, þegar löggjafarþingið þorir ekki að stíga jafn-lítilfjörlegt spor. Út af þessu segir „Ref.“: Þótt neðri málstofau sjái ekki eða vilji ekki sjá afleiðingarnar af hinni sífelt stíg- andi áfengisnautn, fyrir Frakkland, þá eru þó til þeir frakkneskir menn —jafnvel fyrir utan hina veiku bindindishreyfingu — sem sjá, að eina afleiðingin er aukin áfengis- sýki og allar þær hörmungar, sem hún hefir i eftirdragi. Sérstaklega hefir einn þektur frakkneskur stjórnmálamaður, M. Joseph Reinach skýrt það í bók, sem hann gaf út i fyrra, „Contre l’alcoolisme" (gegn áfengissýkinni), hvar þetta muni lenda. Og það er jafnvel farið að rofa til hjá frakkneskum blöðum í áfengismálinu. Stór- blaðið „Temps“, sem flutti 5. ágúst þ. á. ofan3kráðar tölur, fer um þær þessum orðum: „Þau skíru sannindi, sem birt eru í „Bulletin de statistique" um áfengisnautn- ina í Frakklandi hin síðari árin, gefur oss glögga hugmynd um hina hræðilegu fram- för, sem áfengisnautnin 1 landi voru hefir tekið, og hvernig þessi plága sýgur þrekið úr þjóðinni og eyðileggur framtíð hennar". Leiðrétting. í síðasta blaði stóð í 2. dálki töflunnar í greininni: „Barnareyking- ar“, talan 17, en á að vera 13. Sama vill- an var í „Skólablaðinu".

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.