Templar - 10.11.1912, Blaðsíða 3

Templar - 10.11.1912, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 67 Frá stúkunum. Reykjavikurstúkurnar eru nú farnar að starfa með fullu fjöri. Sumar hafa tekið inn nýja fólaga. Þær hafa sumar sett á fót. skemtiflokka og undirbúið fræðandi fyrirlestra og uppiestra á fundum sínum, söng og hljóðfæraslátt o. þ. h. Umdæmisstúkan nr. 1 heldur aðalfund sinn núna í þessum mánuði (síðasta laug- ardag) í G.-T.-húsinu í Reykjavík. Stúk- urnar eru farnar að kjósa fulltrúa t.il þess að taka sæti i Umdæmisstúkunni næsta ár. Áliir Templarar, sem hafa umd.st.stig, eiga að mæta á fundinum. Þar fer fram stigveiting og ættu sem flestir, er rétt hafa til stigs, að sækja um það í t.íma. Embm. Umdst. hafa undanfarið verið að heimsækja stúkurnar og leiðbeina og vekja máls á ýmsum áhugaefnum starfinu viðvíkjandi. Brú nr. 168 (yngsta stúkan á landinu) er nú komin alveg á laggirnar og fer úr þessu að starfa af fullu kappi. Hún hefir eignast alt hið nauðsynlegasta, sem stúka þarfnast, til þess að geta starfað. Útlitið er mjög gott með framtíð hennar og áhrif. Hafnarfjarðarstúkurnar héldu fagnaðar- samkomu sunnudaginn 3. þ. m. fyrir alla þá félaga sína, er fjarverandi hafa verið í sumar, annaðhvort í sveit eða á sjó. — Aðalræðuna hélt br. síra Jens próf. Páls- son i Görðum. Var það ágæt viðvörunar- og hvatningarræða. -Ýmsar fleiri ræður voru haldnar. Samkoman var hin ánægju- legasta. Stúkurnar í Hafnarfirði eru nú teknar til starfa með fullu fjöri og kappi. ísafjarðarstúkurnar eru fyrir nokkru teknar til starfa eftir sumardvalann og farn- ar að hugsa um móttöku stórstúkuþings- ins næstkomandi vor. Haandbog i Alkoholspörgsmaalet er ný- útkomin í Danmörku eftir Larsen-Ledet, ritstjóra 1 Árósum. Útgefandi er „Stór- stúka Danmerkur" af I.O.G.T. — Tilgang- ur bókarinnar er að bæta úr hinni miklu vöntun á stuttum og greinilegum upplýs- ingum og sönnunum viðvíkjandi hinum ýmsu hliðum áfengismálsins. Það verður ekki annað sóð, en höf. hafi tekist það mætavel. Að sjáifsögðu er bók þessi aðal- lega sniðin fyrir danska notendur og þess vegna er þar gerð frekari grein fyrir dönsk- um ástæðum og sérstaklega iögð áherzla á þær. En eigi að síður eru þar athug- anir viðvikjandi mörgu útlendu, sem al- staðar á við og getum við sérstaklega fært okkur í nyt það sem þar er sagt. — Bókin er 92 bls., auk titils, formála og efnisyfir- lits. — Hún kostar 1 kr., séu keypt 5 eint. minst, þá 80 aura eintakið. — Bók þessa ættu allir, sem áhuga hafa á þessu máli, að kaupa, því hún verður þeim ómetan- legur ieiðarvísir sem málsvara bindindis- og bannmálsins. Bókin fæst hjá: I.O.G.T.s Sekretœriat, Aarhus, Danmark. Einfalt lif eftir C. Wagner. Jón Jakobs- son þýddi. Útgef. Sigurður Kristjánsson. — Eins og nafnið bendir til, er efni bók- arinnar að benda á hætturnar, sem þjóð- unum eru búnar með hinu margbrotna, hóflausa og eirðarlausa lifi og um leið bendir hún svo glögt og greinilega á, í hverju hið einfalda, holla líf sé innifalið. Hún ræðst hispurslaust á gallana og segir til synd- anna; en alt er þetta þrungið af hugarþeli og sönnum velvilja. Þar er áfengisdrykkjan tekin til athug- unar, eins og alt. annað, sem miður má fara og er höf. þar ekki myrkur í máli, fremur en i öðrum atriðum. Lýsir hann, hversu voðalega truflandi áhrif hún hefir á heilbrigt líf manna og þjóðarinnar í heild sinni. Ymsar skoðanir koma fram í bókinni, sem maður sér ekki allajafna; er hór ekki rúm til að athuga það nánar, enda þótt bráð nauðsyn bæri til að undirstryka þær. Víðast hvar er framsetningin glögg og greinileg og hugtökum lýst vei, en þó bregður fyrir of miklum lærdómsblæ á stöku stað, sem tefur fyrir skiiningi óbreyttra leikmanna á efninu, svo þeir muni þurfa að lesa þá kaflana oft.ar en einu sinni til þess að hafa þeirra full not. Bókin hlýtur að vera kærkomin öllum sönnum endurbótavinum og nauðsynleg hugvekja öllum, eldri og yngri. Ytri frágangur bókarinnar er látlaus og smekklegur. Miklar þakkir eiga þeir þvi, þýðandi og útgefandi, fyrir að hafa fært okkur þessa góðu bók. Frá útlöndum. Br. Torn Wing hefir skrifað grein í „Inter- national Good Templar" um áhrif Good- Templara-Reglunnar hér á landi. Er þar margt vel sagt og mun „Tpl." birta síðar ágrip af greininni. Ölframleiðsla heimsins er taiin að hafa verið árið 1910—11 hér um bil 300 miij. hektólítra. Framleiðslan skiftist þannig á hin ýmsu iönd, talið í þúsundum hektólítra. Bandaríki N.-A. . . . 74,231 Þýzkaland 69,709 Stóra-Bretland .... 58,777 Austurríki og Ungverjal. 25,628 Frakkland 17,942 Belgía 17,052 Rússland. 10,897 Sviss . . 3,050 Danmörk 2,663* Svíþjóð . 2,641* Ástralía . 2,382 Holland . 1,950 Kanada . 1,879 Argentina 1,080 Chile . . 800 Ítalía . . 598 Brasilía . 590 Noregur . 450* Af öðrum löndum nær ekkert 500,000 hektólitrum. * Talan sýnir alla áfenga maltdrykki. Svertingjarnir mótmæla áfengisverzlun hvítra manna. Á bindindisfundi, eem ný- lega var haldinn í Oxford, hélt mr. John A.bbey ræðu. Hann hefir verið um mörg ár í Suður-Afríku. Hann gat þess, að margir hinna innfæddu höfðingja hefðu mótmælt harðiega innflutningi og sölu áfeng- is í lönd þeirra af hvítum mönnum. Höfð- ingi nokkur, sem hefði leyft verzlunarmanni einum landvist, hefði tekið af honum rétt- inn, þegar hann varð þess var að hann seldi áfenga drykki. Sendinefnd höfðingja hefði eitt sinn farið á fund Viktoríu drotn- ingar og óskað þess, að lönd þeirra yrðu vernduð gegn freistingum þeim, sem áfeng- isverzlunin hefir í föi með sér, því þeir vildu ekki að þjóðir þeirra yrðu jafn-spiltar og hinir áfengisdrekkandi hvítu menn. Rómverska konan. Saga eftir Paul Ileyse. (Framh.). Ég dróst aftur að legubekknum, en niáttlit- ill var ég 1 meira lagi. Ég varð samt að seðja forvitni mína og leit mn í hliðarherbergið. Það var eins og lítil borðstofa á að llta, þar sem ekki haíði verið breitt á borð mánuðum saman. Fagurlega gullskreytt fóður var á veggjunum, blá silkitjöld fyrir gluggum, lltið matarborð var þar með ýmsum munum á, öllum á ringulreið, og engar myndir voru þar á veggjum. Stór, rykugur blómskúfur var í illa gerðu skrautkeri úr mjólkursteini. Þar stóð stráriðin flaska með víni og á diski var afgangur af morgunverði — alt bar þetta vott um hirðuleysislega ftalska búsýslu. Dyr voru lfka til hægri handar. Ég gerðist svo djarfur að opna þær og leit þar inn í herbergi sem var alveg gluggalaust; en svolftil ljósglæta barst inn í það í gegn um glerhurð, sem lá út að ganginum. Hér var jafn-hryssingslegt um að litast, eins og á bak við tjöld á leik- sviði, sem átti að sýna fursta-bústað. Ég varð fyrst að venjast dimmunni áður en ég gæti aðgreint það sem var inni í herberginu. Út við þilið var óyfirbreitt rúm og á miðju gólfi var kringlótt borð, dúklaust, og hjá því stóðu tveir strástólar. Þar var lítilfjörlegt þvotta- borð og í horninu hékk helgimynd og fyrir framan hana var daufur, rauðleitur ljósblossi — það var alt og sumt. í einu vetfangi varð ég mjög sorgbitinn án þess þó að geta gert mér grein fyrir af hverju. Ég hafði séð nægilega mörg ítölsk heimili til þess að fá vitneskju um það, að jafnvel hinar ágætustu greifa- og hertogafrúr, sem létu aka sér í skrautlegum vögnum og voru klæddar fegursta Parfsar-skrúði, höfðu svo lítilfjörlega umgengni heima fyrir, að jafnvel engin iðn- aðarmannskona í Þýzkalandi hefði gert sig á- nægða með slíkt. í Suðurlöndunum lifa menn fyrir götuna og á götunni. Hvers vegna ávft- aði ég með sjálfum mér stórhuguðu konuna, sem frelsaði mig, hina miskunnsömu systur mína, fyrir það, að hún hefði ekki þá hæfi- leika, sem húsmóðir hjá Norðurlandabúum er gædd? Hjá móður sinni hafði hún áreiðanlega ekki tamið sér smekk fyrir heimilisþægindum, henni, sem altaf var svo drusluleg til fara. í gegn um hurðina með rúðunum sá ég gömltt kon- una við vinnu sína frammi f eldhúsinu. Það var vel til þess fallið að vekja tortryggni gagn- vart öllu, sem kom úr þessum sótugu hlóðum. Stór fressköttur nuddaði sér upp við hana og alls konar undarlegar hugsanir fæddust í heila

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.