Templar - 25.01.1918, Blaðsíða 2

Templar - 25.01.1918, Blaðsíða 2
2 TEMPLAR. „Templar“ kemu út 12 sinnum á þessu ári. Verð árgangsins er 2 kr., í Ameriku 75 cents. Dtsölumenn fá 25•/• i sölu- laun. Afgreiðsla og innhcimta er á Laugaveg 2, Box 164, Reykjavík. Dtgefandi: Stórstúka íwlandhi I.O.G.T. Hitstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Árnason, prentari. Box 221, Revkjavik. ára sambúð. Þau eignuðusl 3 börn; þar af eru 2 á lífi: Dagný og Ásmundur. Fyrir 7 árum kvæntist hann eftirlifandi ekkju sinni, Vilborgu Runólfsdóttur úr Vik í Mýrdal. Þau eignuðusl 4 börn, sem öll eru í bernsku. »Landið« fer meðal annars svofeldum orðum um Árna heit. Eiríksson: »Með andláti Árna Eiríkssonar er horfinn mikilhæfur og einkennilegur Reykvíkingur, — örlyndur og skapmik- ill kappsmaður, sem veitti örðugt að láta hlut sinn, en þó hinn samvinnu- þýðasti að öllum jafnaði, afburða hag- sýnn kaupsýslumaður, hugsjónamaður með mikiili siðferðilegri alvöru og ó- venjulega listelskur maður, gæddur all- miklum listamannshæfileikum«. Með Árna Eiríkssyni á G.-T.-reglan á bak að sjá einum sinna áhugamestu og duglegustu manna. Framliald frá 1. síðu. Hreyfing þessi varð til þess að and- banningar óðu á ný fram á vígvöllinn, en vel og viðeigandi var tekið á móti þeiin af bannvina hálfu og brátl voru þeir kveðnir í kútinn. Þá var stofnað fjölment bannvinafélag í Reykjavík og er það skipað mörgum ágætum og duglegum mönnum, sem hafa mjög víðtæk áhrif. Þetta gátu andbanningar, hinir æslari þeirra, ekki þolað og smöluðu saman nokkrum mönnum til þess að stofna félag, og þeir settu á fót skrifstofu, sbr. auglýsingu, sem stendur í blöðunum. í býrjun júnímánaðar var stórstúku- þing haldið í Hafnarfirði og mættu þar milli 20 og 30 fulltrúar auk ýmsra starfs- manna og heimsækjenda. Ymsar ákvarð- anir voru gerðar á þvi þingi um endur- bætur á bannlögunum. Framkvæmdar- nefndin var nálega öll endurkosin, tveir nýir kosnir, en hinir 7 endurkosnir. Heldur hin nýja framkvæmdarnefnd á- kveðið sömu stjórnarstefnu, bæði inn á við og út á við, og fyrri framkvæmdar- nefnd fylgdi, og er enginn efi á því að hún hefur reynst heillavænleg. Bannvinafélagið gekst fyrir því, að á- skorun var gefin út bannmálinu til stuðn- ings og skrifuðu margir ágætir menn undir hana. Vakti hún mikla athygli manna alment. Konur gáfu út sérstaka áskorun til þjóðarinnar og hvöttu hana til að styðja bannlögin. Andbanningar gáfu líka út áskorun, en ekki hefur hún haft hin tilætluðu áhrif, því fult var þar af röngum staðhæfmgum og beinum ó- sannindum, enda hefur hún verið marg- hrakin og greinilega sýnt fram á hve fjarri hún er réttu lagi. Út af því að yfirdómararnir í landsyfirréttinum höfðu skrifað undir áskorunina, sendu stjórnir j Good-Templarareglunnar og Bannvina- félagsins nokkrar spurningar í opnu bréfi til yfirdómaranna, sem birt var í blöðunum. Út af því birtust greinar frá i báðum hliðum og er það sannast að segja, að illa hefur andbanningum geng- ið að verja gerðir sínar í því máli, sem vonlegt er. Alþingi kom saman til reglulegs fund- ar 2. júlí og var þar borið upp frum- varp af hálfu bannvina til breytinga á bannlögunum, eu miklu var breytt í því og aðalatriðin feld í burtu. Þó má segja, að þær smávægilegu breytingar, sein gerðar voru, séu fremur til bóta og málinu til stuðnings. Andbanningar báru og fram frumvarp, sem var grímu- klætt afnám bannlaganna, en það var felt við lítinn orðstír. Þá var styrkurinn /eldur, sem stjórnin lagði til að Stórstúkunni væri veittur, og gefinn Bræðrasjóði Mentaskólans. Hefur »Templar« gert það mál að um- talsefni og sýnt fram á spillinguna, sem kom fram í þinginu í sambandi við það. Samt hefur framkvæmdarnefnd Stór- stúkunnar ekki verið aðgerðalaus síðan, þótt þeir, sem í móti voru á þinginu, ætluðust fil þess að þelta ætti að vera rothöggið á Regluna, því hún sendi Einar H. Kvaran vestur um land til Akureyrar í bindindis- og bannerindum og varð mikill og góður árangur þeirrar farar. — Víst er um það að G.-T.-regl- an er ekki búin að gleyma »greyinu honum Katli«; hún inun ek'ki verða í neinum vanda stödd, þótt nokkrir þing- herrar með andbanningabjörðina að baki sér haíi ætlað að gera hana mátt- lausa. Hún skorar því á hvern þann mann, sem ber bannmálið fyrir brjósti og vill um fram alt vinna að heill og hagsæld þjóðarinnar án tillits til hagsmuna nokk- urra eigingjarnra sællífisbelgja, að gjalda varhug við fláráðum orðum og fögrum loforðum þeirra manna, sem vilja troða sér upp í þingmannssætin, en rjúfa svo öll loforð. Slíkir menn eru kunnir af þingsögu síðustu ára. Þeir eiga hverfa hið bráðasta frá afskiftum opinberra mála og eiga aldrei að fá að saurga þingsalinn með þarvist sinni. Það á að vera lieróp Good-Templar- reglunnar í framtíðinni, heróp allra bannvina i þessu landi: Burt með alla þá úr opinberri þjónustu, er uppvísir eru að brigðmælgi og ódrengskap. »Tpl.« óskar öllum góðum mönnum gleðilegs nýárs. Jarðarför Árna Eiríkssonar fór fram 18. des. f. á. að viðstöddu miklu fjöl- menni. Jón biskup Helgason ílutti hús- kveðjuna. í kirkjunni hélt síra Bjarni Jónsson ræðuna. Á undan var sungið: »Ó, blessuð stund . . . «, en á eftir: »Ég horfi yfir hafið. Þá söng Ragnar E. Kvaran kveðjuljóð frá stúk. »Ein- ingin« eftir Guðmund skáld Magnússon. Leikfélagsmenn báru kistuna inn í kirkj- una, en kaupmenn út. St. »Einingin« nr. 14 lét klæða kór kirkjunnar sorgar- tjöldum. Síra Bjarni Jónsson fram- kvæmdi jarðsetninguna. f Húsfrú Svanhildur Sigurðard. kona Sigurðar Eiríkssonar regluboða andaðist að heimili sinu hér í bænum 26. desbr. f. á. eftir langa vanheilsu. Hún var alla æfi mjög hlynt bind- indi og banni og var um mörg ár fé- lagi G.-T.-reglunnar. Hún var fyrst í st. »Eyrarrósin« nr. 7 á Eyrarbakka og síðan um nokkur ár í st. »Melablóm« nr. 151 í Reykjavík og gegndi hún síð- ast störfum Kap. í þeirri stúku. Hún tók bæði 3. og 4. stig. Svanhildur heitin var greind kona og vel gefin; hún var ein þeirra mörgu kvenna hér á landi, sem lítið láta á sér bera og vinna lífsstarf sitt með trú- mensku og enginn efi er á því, að manni hennar hefur verið mikil stoð að dugn- aði liennar er hún varð að sjá alveg um heimili þeirra meðan hann var á hinum löngu bindindisútbreiðsluferðum sínum. — Þau hjón eignuðust 6 börn sem öll eru uppkomin: Sigurgeir, settur prestur á ísafirði, Sigríður, gift i Kaup- mannahöfn, Sigurður búfræðingur, Sig- rún, Ólöf og Elisabet, öll heima. Hún var fædd 23. maí 1858. Jarðarförin fór fram 5. þ. m. að við- stöddu fjölmenni. Síra Ólafur Ólafsson flutti húskveðjuna. Nokkrir vinir Sig- urðar Eirikssonar og reglubræður báru kistuna út úr heimahúsum og inn í Frí- kirkjuna. Síra Ól. Ól. hélt líkræðuna. Á undan var sungið »Hærra, minn guð, til þín«, en á eftir kveðja frá eiginmanni og börnum. Þá söng Ragnar Kvaran kveðju frá síra Sigurgeiri. Kveðjuljóðin orkti Guðm. Guðmundsson skáld. Þá bar framkvæmdarnefnd Stórstúkunnar kistuna út úr kirkjunni. Fríkirkjuprest- urinn framkvæmdi jarðsetninguna. Hún var lögð í múrgröf rétt við nyrðra kirkju- garðshliðið. Blessuð sé minning hennar. Til athugunar. »Vísir« llutti 1. des. f. á. fregn um nýtt andbanningafélag, sem stofnað hefði verið í Kaupmannahöfn. Aðalforsprakk- inn kvað vera dr. Weis, sá sem gaf út pésann á móti bannmálinu, sem Magn- ús dýralæknir þýddi hérna um árið og andbanningarnir íslenzku gáfu út. Sýni- legt er það, að aðalástæðan til þessarar nýju hreyfingar í Danmörku, er hið ein- dregna og óskoraða fylgi, sem bann- stefnan hefur náð þar í landi. Und- irskriftasöfnunin hefur sem sé leitt það í ljós. Einnig hefur árangur sá, sem varð af hinu stutta brennivínssölubanni þar í haust er leið, orðið svo mikill,

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.