Templar - 25.01.1918, Blaðsíða 1

Templar - 25.01.1918, Blaðsíða 1
J/7S-Í' 1 % i TEMPLA ¦i \ XXXI. Reykjavík, 25. jan. 1918 I. blað. Stefnuskrá Good-Templaru. I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannáat eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manna til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér höfum borið sigur úr být- mn nm allan heim. Síðasta stjórnarafrekið. Aðalforkólfur andbanninga í ræðu og riti, fyrverandi ritstjóri þeirra, »Ingólfs« sál., höfuðmálsvari yfirdómaranna og á- fengisins, einhver fölskvalausasti Bakk- usardýrkandi þessa lands, Gunnar Egils- son, skipamiðlari, er orðinn umboðs- maður landsstjórnarinnar í Vesturheimi. Grípur 8tjórnin í bannlandinn ís- landi til þessa örþrifa- eða bjargráðs(H) til þess að koma í veg fyrir bina ill- ræmdn áfengissmyglun hingað með skipum sínnra og Eimskipafélagsins ? Árið 1917. Óefað má fullyrða það, að árið, sem leið, hafi verið fremur hagstætt með til- liti til bannhreyfingarinnar hér á landi. Fyrstu mánuði ársins bar fremur fátt til tíðinda. Alþingi var kvatt saman til aukafundar í desembermáuuði 1916 og sat að störfum fram í miðjan janúar 1917. Þar gerðist ekkert markvert í bann- málinu. Það þótti, af góðum og gildum ástæðum, frágangssök að fá bornar upp endurbætur á bannlögunum á því þingi. Þingsetutíminn var mjög takmarkaður og stjórnarskifti fóru fram og þriggja- ráðherrastjórnin sett á laggirnar. Alt þetta ásamt nauðsynjaráðstöfunum þeim, sem fyrir lágu út af Norðurálfuófriðn- um, gerði nálega öllum öðrum málum gersamlega ókleift að komast í gegnum þingið svo að sæmilega yrði frá þeim gengið. Skömmu síðar hófu bannvinir öfluga sókn í blöðunum gegn andbanningum og athæfi þeirra og bannlagabrotunum, og ýttu með því duglega undir lögregl- una, að hún gætti betur en áður skyldu sinnar, enda er enginn eíi á því, að þau skrif hafa haft mikil áhrif og bætt að- stöðu málsins og bannmanna yfir höfuð. Kramhald ú 2. siðu. Árni Biríksson, kaupmaður. Hann andaðist 10. desember f. á. úr krabbameini. Árni heit. var bindindismaður alla æfi. Hann gekk í stúk. Einingin nr. 14 28. febr. 1886 og var þá 16. ára að aldri. Hann mun skömmu siðar hafa lekið 2. og 3. stig. Á stórstúkuþingi mætti hann fyrst 1893 og var þá kosinn S. V. T. og gegndi því embætti til 1897. Hann tók 5. stig 1903. Á reglumálum hafði hann mikinn áhuga og hafði ýms störf á hendi bæði í stúkunni Einingin og i Stórstúkunni. Um mörg ár var hann formaður húsnefndar G.-Templarhússins hér í Rvík og lét sér mjög umhugað um hag þess. Auk þessa hefur hann margt gert í Reglunnar þarfir, sem hér yrði of langt upp að telja. Árni heit. stundaði verzlun og var fyrst verzlunarþjónn hjá N. Zimsen, en síðar hjá Birni Kristjánssyni og hafði stundum á hendi forstöðu þeirrar verzl- unar. Árið 1910 setti hann á stofn verzl- un og rak hana með miklum dugnaði til dauðadags. Á. E. var mjög listfengur að eðlisfari; hann var mjög gefinn fyrir tónlist og lék vel á »harmonium«. En þó mun leik- listin hafa verið honum lang hugstæð- ust, enda var hann um mörg ár einn af aðalforkólfum LeikfélagsgReykjavíkur og einn hinna beztu leikara hér á landi. Er talið, að hann hafi leikið nm 100 mismunandi hlutverk. Hann var áhugamaður um stjórnmál og fylgdi stefnu Sjálfstæðismanna. Árni Eiríkson var fæddur í Reykja- vik 26. jan. 1870. Foreldrar hans voru Eiríkur Ásmundsson vegavinnustjóri og Halldóra Árnadóttir, »ríka« í Brautar- holti, veglynd og greind sæmdarkona. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þóra Sigurðardóttir, Þórðarsonar úr Reykjavík, og hana misti hann eftir 7

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.