Templar - 25.01.1918, Blaðsíða 4

Templar - 25.01.1918, Blaðsíða 4
4 TEMPLAR. smurlingi hefði verið troðið í forseta- stólinn. Honum datt ekki í hug að taka í taumana og koma dálitlu þinglagi á deildina. Þegar ritstj. »Templars« hafði séð og sannfærst um, að sagnir þær, sem um bæinn höfðu flogið um ósómann í þing- inu, voru á rökum bygðar, þá þótti honum næsta einkennilegt, að blöðin skyldu ekki hafa fundið að og vítt þennan dæmafáa ósið; hann bjóst jafn- vel við því að það myndi koma að þinginu loknu. En sú hefur ekki orðið raunin á; blöðin hafa sennilega talið þessa framkomu þingmanna þinginu og þjóðinni samboðna. Við sömu umræðu fjárlaganna benti einn þingmaður á það, að menn yrðu að gæta virðingar þingsins, hvað sem sjálfum þeim liði persónulega. Þingmenn yrðu að gæta þess að kasta ekki skugga á þingið með framkomu sinni. Þetta er rétt athugað. Það er ekki unt að gera kröfu til þess að allir þeir, sem þingsess skipa, sé á jafnháu þroska- stigi,' en hitt verður að heimta af þeim, að framkoma þeirra innan þingsins veggja sé ólastanleg og slíkri stofnun samboðin. í öðrum löndum er það ekki liðið, að þingmenn séu ölvaðir i þingsal og því síður að þeim líðist að vekja alment hneyksli; þeir eru óðara gerðir þing- rækir. En hér er alt talið gott og göfugt og þingi og þjóð samboðið. Menn þurfa ekki lengi að vera í vafa um það, ef þeir athuga það, sem hér að framan er sagt, að lítils góðs eða nytsamlegs sé að vænta af þingsam- komu, sem skipuð er mönnum, sem hafa jafn sljóa tilfinningu fyrir áliti og heiðri þeirrar stofnunar, sem þeir til- heyra og raun er á orðin, enda má sjá það ef maður rekur gerðir þessa þings, að þær eru harla sundurleitar og ráð- lauslegar. Við öðru er ekki að búast, þegar eigingirni, kæruleysi og siðferðis- skortur er mestu ráðandi hjá of mörg- um þingmönnum. Þess skal getið, að tveir þingmenn, auk Einars, létu einu sinni sjá sig ölv- aða á þingfundi, en þeim hefur verið slept við frekari athugun í von um að það komi ekki fyrir oftar. Óðara farið. »Tíminn« flytur 12. þ. m. grein und- ir þessari fyrirsögn. Þar stendur meðal annars: »Guðmundur prófessor Hannesson get- ur þess nýlega í Læknablaðinu að lyfja- búðin í Reykjavík sé oft vínlaus og þeg- ar hún fái vín sé það óðara farið. Mikil alvara liggur á bak við þessi ummæli og er rétt að halda því á lofti að það er læknir sem talar til stéttar- bræðra sinna. Þessi ummæli sannast átakanlega af því sem sagt verður hér á eftir. Hinn 24. nóv. síðastliðinn fékk lyfja- búðin í Reykjavík 260 — tvö hundruð og sextíu — flöskur af koníakki hjá landsstjórninni. Mun það vera vin, sem gert hefur verið upptækt úr skipum og hjá launsölum. Hinn 22. des. síðastliðinn fær lyQa- búðin aftur 150 — eitt hundrað og fimm- tíu — flöskur af koníakki hjá lands- stjórninni, og eitthvað af öðrum vínum. Þrátt fyrir þennan ríkulega forða, sem fenginn var með svo litlu millibili, var svo komið tveim dögum eftir að seinni forðinn kom, að alt koníakk var búið úr lyfjabúðinni. Hinn 24. des. var ekk- ert koníakk lengur til þar. Þetta er ákaflega grunsamlegt og al- menningur á heimting á að vita hvernig á þessu getur staðið. Það þarf ekki að taka það fram, að stjórnarráðinu verður ekki legið á hálsi fyrir að hafa látið koníakkið af hendi, eftir tilmælum lyfjabúðarinnar. Og lyQa- búðinni verður ekki um þetta kent að neinu leyti, né nokkurri grunsemi kast- að á lyfsalann. Hann hefur gert skyldu sína og ekkert annað. Lyfjabúðin á að hafa þessa vöru á boðstólum og er skyld til að afhenda hana gegn lyfseðlum. En hvernig stendur á þessari miklu notkun þessarar vöru? Eitthvað kann að hafa farið út um land, einkanlega af fyrri forðanum. En seinni forðinn sem fenginn er 22. des. er uppgenginn 24. des. Það liggur afarnærri að gizka á að menn í bænum hafi fengið læknana til þess að gefa lyfseðla í ríflegara lagi fyrir jólin. Að einhverjir hafi viljað fá sér á jólapelann. Hér verður það algerlega látið liggja milli hluta að sinni, hvernig á þessu stendur. Að eins bent á hvað þetta er grunsamt. Og í nafni allra þeirra, sem vilja ekki láta brjóta bannlögin, er þess krafist, að skýring sé gefin á því, hvernig á þessu stendur. Að svo komnu máli er gert ráð fyrir þeim möguleika, að hér hafi ekkert ó- eðlilegt átt sér stað. Og Tíminn ílytur með ánægju sannar skýringar, sem taka allan grun burtu. En komi engar fullnægjandi skýring- ar, verður því haldið fram að hér hafi átt sér stað misnotkun af hálfu lækn- anna, sem einir gefa lyfseðlana. Og þá er þess krafist að einhverjar skorður verði reistar við því að sú misnotkun geti haldið áfram. Þegar læknum var gefið þetta vald, að láta menn fá vín með því að gefa út lyfseðla, var það fullyrt, að þeir myndu ekki misnota það vald. Verði það talið sannanlegt að nokkrir úr hóp þeirra geri það, verða þeir að sætta sig við að þeim séu almennar reglur settar. Læknar eru undir sömu lögum og aðr- ir borgarar. Þeir verða að sætta sig við eftirlit, verði það uppvíst, að nokkrir úr hóp þeirra þuríi þess með. Ameríkumenn munu meðal annars hafa eina aðferð til þess að reyna að koma í veg fyrir að læknar misnoli vald sitt. Þeir láta festa upp í lyfjabúð- unum lyfseðlana, sem gefnir eru á á- fengi. Það er svo þar, eins og hér, að mikill hluti læknanna er svo vandur að virðing sinni og samvizkusamur að gefa mönnum ekki áfengi með lyfseðlum til annars en fullrar nauðsynjar. Ein bezta vörnin gegn hinum, sem sumir jafnvel gera sér það að atvinnugrein að selja lyfseðla á áfengi, er sú, að láta allan almenning sjá það svart á hvítu. Það á ekki að vera neitt launungar- mál að læknir gefi áfengislyfseðil. Þess vegna á ekkert athugavert að vera við það að birta þá«. Að lokum stingur »Tíminn« upp á því, að sérstök nefnd verði skipuð til rannsaka þetta mál og væri það óneit- anlega heppilegast fyrir alla hlutaðeig- endur. Annars lætur »Templar« frekari at- huganir út af þessu máli bíða, þangað til séð verður, hvort nokkuð verði frek- ar gert af hálfu hlutaðeigandi yfirvalda í þessu máli. Frá útlöndum. New Mexico er 27. bannríkið. „The American Issue“ 17. nóv. f. á. skýrir frá því, að „New Mexico“-ríkið hefði sam- þykt ríkisbann á áfengi með 20 þúsund atkvæða meiri hluta, sem er rúmlega 2/i hlutar allra greiddra atkvæða. í öllum sveitarfélögum ríkisins var bannstefnan í meiri hluta. I öllum stærstu borgum líkisins, svo sem Albuquerque, Santa Fe, Las Cruces, Roswell og Las Vegar, voru bannmenn i miklum meiri hluta. Kentncby. Þrír fimtu hlutar þingmanna í báðum málstofum löggjafarþingsins í ríkinu Kentucky í Bandaríkjum N.-A. eru banni fylgjandi og mun því almenn at- kvæðagreiðsla fara fram um það mál mjög bráðlega. í Ohio eykst bannfylgið. Við kosn- ingarnar í Ohio 1914 höfðu andbanningar 84,152 atkv. meiri hluta, en 1915 55,408 atkv. meiri hluta og 1917 að eins 1,787 atkv. meiri hluta. Andbanningar höfðu því tapað 82,363 atkv. síðan 1914. Með sama áframhaldi verða bannmenn komnir í meiri hluta í Ohio árið 1920. Fylgi bannvina hefur einnig aukist að miklum mun í New Jersey, New York og Delaware. llannið í Vancouver. Þær fregnir ber- ast frá Vancouver, að þó að stutt sé siðan vínbannslögin gengu í gildi þar í fylki, hafi þau haft þær afleiðingar að draga úr drykkjuskap borgarbúa að miklum mun. Hefur einu af auka-fangahúsum borgar- innar verið lokað sökum þessa. (Hkr. 18. okt. 1917). Jón Laxdal, stórkaupmaður og skrif hans í »ísafold« verður að bíða næsta blaðs. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.