Templar - 08.07.1918, Blaðsíða 3

Templar - 08.07.1918, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 23 lagana, sem mest hafa orðið að leggja á sig fyrir málefnið. Sjaldan eða aldrei hefur samúðin verið ríkari og fórnar- andinn meiri en einmitt nú. Síðasta þingdaginn eftir að innsetning embættismanna hafði farið fram, hélt umboðsmaður Alþj.-Æ.T. aukafund í Hástúkunni með þeim félögum hennar, sem viðstaddir voru, og var þá eftir- nefndum félöguin Reglunnar veitt æðsla stig hennar: Emilíu Indriðadóttur, Ólínu Porsteins- dóltur, Karólínu Siemsen, Oltó N. Þor- lákssyni, Guðrúnu Jónsdóttur, Árna Sig- urðssyni, Jensínu Árnadóttur, ísólfi Páls- syni, Helga Guðmundssyni, Elínu Zoéga, Ágústu Magnúsdóttur, Gísla Hinrikssyni, Maríu Pétursdóttur, Jónasi Tómassyni, Sigurði Grímssyni og Torfa Hermanns- syni. íf Jón Hafliðason, stoinsmiður andaðist 18. f. m. á Hverfisgötu 72, hjá Einari skipstjóra Einarssyni frá Flekku- dal. Hann dó úr krabhameini. Jón heitinn Hafliðason var einn hinna eldri Templara hér á landi og tryggur stuðningsmaður Reglunnar og bannlag- anna. Hann gekk fyrst í stúkuna »Framför« nr. 6 í Garði, en fluttist fyrir mörguin árum lil Reykjavíkur og gekk þá í st. »Einingin« nr. 14 og var félagi hennar til dauðadags. Hann gegndi ýmsum störfum í stúkunni og vann þau öll með stakri trúmensku. Hann tók hin æðri stig og var um mörg ár umboðsmaður Stór-Templars í Umdæmisstúkunni nr. 1 og fyrir hana vann hann mikið. Með brottför Jóns sál. Haíliðasonar á Reglan á bak að sjá góðum og dugleg- um starfsmanni og félagsbróður og erfitt er að fylla það skarð sem hann skipaði. Hann var fæddur 2. des. 1874. Jarðarförin fór frarn 28. f. m. að við- stöddu miklu fjölmenni. Síra Bjarni Jónsson flutti húskveðjuna og líkræöuna, en Sigurbj. Ástv. Gíslason flutti ræðu í Good-Templarahúsinu. Embættismenn Umdæmisstúkunnar nr. 1 báru kistuna út úr kirkjunni, en embættismenn stúk. »Einingin« nr. 14 báru haua inn í G.-T.- húsið og út úr því. Jarðarför br. Friðbjarnar Steinssonar fór fram þann 17. apríl síðastl. að við- stöddu miklu fjölmenni. Templarar sáu um og kostuðu útförina að öllu leyti og gjörðu hana svo veglega sem föng voru á. Embættismenn stúknanna mætlu í Good-Templarahúsinu kl. 11 f. h., tóku þar á sig einkenni og gengu undir fána Reglunnar til heimilis hins látna. Geir vígslubiskup Sæmundsson ílutti hús- kveðju og karlakór Sigurgeirs Jónsson- ar söngkennara söng fyrir og eftir. Lúðraflokkur bæjarins lék útfararlag meðan kistan var borin út úr húsinu og »mars« meðan hún var borin til kirkjunnar. Innri hluti kirkjunnar var tjaldaður svörtu og prýddur. í kirkj- unni flutti vígslubiskupinn eina af sín- um sönnu, en látlausu ræðum; mintist hins mikla og margbrotna starfs, er Iægi eftir hinn lálna bróður, en bar hvergi oflof á hann. Fulltrúar úr bæjarstjórn- inni báru kistuna út úr kirkjunni; lék lúðraflokkurinn »Hærra minn guð til þín« meðan hún var borin upp í kirkju- garðinn. Embættismenn stúknanna báru kistuna að heiman i kirkjuna og úr kirkjunni upp í garð. Br. Halldór Friðjónsson orti kvæði og var því útbýtt í kirkjunni. (Kvæðið er birt á öðrum stað hér i blaðinu. Ritstj.J Hinn látni bróðir tók ætíð opnum örmum móti öllum nýjum og göfugum hugsjónum og veitti þeim fylgi. Hann var vorsins barn í andlegum skilningi. Vorsólin helti geislaskrúði sínu yfir út- för hans, og sunnanblærinn þuldi vöggu- ljóð sín við leiðið, sem bættist við í garðinum þennan dag, glóðheitur eins og andi sorgmæddrar móður, er lýtur að barni sinu í hinsta sinn. 26/b 1918. Templar. S tó rstúkusa m sæti ð. Eins og venja er til, héit Stórstúk- an i sambandi við þing silt samsæti mánudagskvöldið 10. f. m. og sátu það um 110 manns. Sveinn Jónsson kaupm. setti sam- komuna og bauð alla velkomna með nokkrum vel völdum orðum. Stjórn Bannvinafélags Reykvíkinga og lögþingismanni Poul Niclasen frá Fær- eyjum var boðið. Fyrir minni íslands mælti síra Guðm, Guðmundsson frá Gufudal, mjög vel og skörulega, eins og hans var von og vísa. Fyrir minni Reglunnar mælti Indriði skrifstofustjóri Einarsson og fyrir minni framkvæmdarnefndar Stórstúkunnar Helgi Sveinsson bankastjóri á ísafirði. Fyrir minni Bannvinafélags Reykvíkinga mælti kand. theol. Sigurbj. Á. Gíslason. I5á flutti Indriði Einarsson mjög fjöruga og góða ræðu fyrir minni Færeyja. Henni svaraði lögþingismaður P. Nicla- sen og hélt hann því meðal annars fram, að bannlögin á Færeyjum kæmu því að eins að fullum notum, að bannlögunum á Islandi yrði haldið uppi með árvekni og dugnaði. Færeyingar bæru því þakk- arþel í brjósti til íslendinga fyrir það, sem þeir þegar hefðu afrekað i þessu máli. Hann gal þess enn fremur, að víðar en á Færeyjum væri bannlögun- um á íslandi veitt nákvæm athygli og víða að bærust íslandi hugheilar óskir um það að því mælti auðnast að varð- veita þessi lög. Hr. Niclasen hélt þrjár ræður og var þeim öllum fagnað rnjög af öllum viðslöddum. Hann mælti á Færeysku og skildu menn vel málið; svo Iíkt er það íslenzkunni. Ottó N. Porláksson mælti fyrir minni Umdæmisstúkunnar nr. 1 og Páll Jóns- son fyrir minni bannlaganna. Pá flutti Stór-Templar ræðu og eggj- aði menn til dáða og dyggilegra fram- kvæmda í framtíðinni, því nóg væri verkefnið, sem f3'rir lægi i nánustu framtíð. Pá töluðu frú Guðrún Lárusdóttir, sira Guðm. Guðmundsson, Jón Árnason o. fl. Sæmsætið fór vel fram og var mjög ánægjulegt — sögðu margir, að þeir hefðu aldrei verið á skemtilegra stór- stúkusamsæti. Sterkari samúðar- og þjóðernirtilfinning hefur sjaldan átt sér stað en við þetta tækifæri — hugir manna voru gagnteknir af andlegri lyft- ing. f Friðbjörn Steinsson, Dbrm. Frá Good-Templar-regrlunni á Akureyri. Dynjandi klukkur boða helgum hljómi Heimfararleyfi þreyttum vegfaranda. Lúta í auðmýkt allir sama dómi Ungir og gamlir, hvar i fy'lking standa. Fáni vor hnípir. — Sorg er læst um lýði. — Liðinn er sá, er bar hann hæst i stríði. Hví mun ei þungt að hræra hörpustrenginn Hnígins við bróður þöglu hvílutjöldin? Autt er það rúm er skipar annar enginn Okkar úr sveit — og fátt um verkagjöldin. En minningin kær frá mörgum samstarfs árum Mótast svo skýrt, er sólin felst i bárum. Fyrstur þú heyrðir tímans kröfu-kallið, Kaust þér að leysa þjóð úr bölsins drórna, Hikaðir eigi að leggja leið á fjallið, Lyftir þér yfir fjöldans hleypidóma. Starfsþráin einbeitt steinum hratt úr vegi, Stefnunni beindi móti sól og degi. Oflátungs hjal og ærsl í störfum dagsins Yfirborðsmannsins hjá þér þektist eigi. Tengja þú vildir böndum bræðralagsins Blindaða þjóð, svo stæði þétt á vegi. Bróðurlegt orð var máttur þinn og megin. — Málmurinn sá, er var af öllum þeginn. Saga þín geymist — saga brautryðjandans — Sólstöfum skráð með þjóðar dýrum arfi. Fremstur á hólmi, hjörvi girtur andaus, Háieitri köllun fylgdir trútt i starfi. Pví var þín iðja blessun lands og lýðá Laun þin og heiður fyrir sigri að stríð^ Pökk fyrir starfið ljúfa, þarfa, langa, Leiðsögumaður Reglu vorrar bezti. Hvernig sem skipast áfram æfiganga, Af þér vér þáðum dýrast veganesti. Blundaðu rótt, — þín stjarna hné í heiði, Hollvættir lands vors krjúpa’ að þínu leiði. H. F. Framhald greinarinnar um »Allsherj- arbræðralagið« verður enn þá að bíða næsta blaðs ásamt fleiru.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.