Templar - 24.08.1918, Blaðsíða 2

Templar - 24.08.1918, Blaðsíða 2
26 TEMPLAR. „Templar“ kemu út 12 sinnum á þcssu ári. Vcrð árgangsins er kr., 1 Ameriku 75 cents. Utsölumenn fa 25•/• i sölu- laun. Afgreiðsla og innlieimta er á Laugaveg 2, Box 1G4 Reykjavík. Útgefandi: Stórstúlia ÍBlands I.O.G.T. Bitstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Árnason, prentari. Box 221, Revkjavik. Og þá er engum til að dreifa nema andbanningum. Peir hafa frá upphafi vega sinna átt aðalþáttinn i brotunum á áfengislöggjöfmni. Þegar vínsölubúðum fækkaði hér í Reykjavík og veitingahús með áfengis- sölurétti var ekki orðið nema eitt í bænum, þá fanst sumum áfengiselsk- endum skórinn vera farinn að kreppa um of að, því þá tóku þeir upp á því snjallræði að koma á fót hinum svo nefndu »klúbbum«. Nú er það opinbert leyndarmál, að flestir forkólfar andbanninga voru bein- ir þátttakendur og félagar í »klúbbun- um«, sem stofnaðir voru í þeim tilgangi einum að veita félögum sínum og gest- um þeirra áfengi og koma þann veg á- fengisveitingunum undir vernd heimilis- helginnar ef unt væri. Áuðvitað var þetta ósvifin tilraun til að brjóta anda og tilgang vinsölulaganna frá 1S99. En »Adam var ekki lengi í Paradís«, þvi »klúbbarnir« voru brátt afnumdir með lögum og andbanningahöfðingjun- um var ekki liðið að reka óhæfuna í skjóli heimilishelginnar. Vilji nokkur vefengja það, sem næsta ótrúlegt er, að sumir aðalforkólfar and- banninga hafi staðið í sambandi við »klúbbana«, þá gæti »Tpl.« bent á nokk- ur nöfn til frekari áréttingar, en hann ætlar að geyma það þangað til síðar. Til marks um það, að eigi væri það unglingar einir og menn af almúgaflokki, sem kunnugir voru á áfengisleynisölu- stöðunum með vegunum austur yfir fjall- ið, þá rná minna á, að einn meiri hátt- ar embætlismaður hér i Reykjavík fór eitt sinn upp í sveit með skylduliði sínu sér til hressingar. Hann áði á einum hinna alkunnu áfengissölustaða. Honum bráðlá á einhverri vökvun með matn- um og fékk auðvitað ómengaðan bjór. En hann fékk einnig léða diska og fleiri áttæki hjá launsalanum. Áður en lagt var upp varð að skila því sem bóndinn léði, og spurði embættismaðurinn því næst, hve mikið hann ætti að greiða fjTrir bjórinn; en bóndi kvaðst ekki taka einn eyri fyrir bjórinn, en lánið á disk- unum og því sem þeim fylgdi, nam ná- kvæmlega bjórverðinu. Maðurinn greiddi auðvitað umtölulaust og var sagt, að honum hefði þótt þetta snjallræði hið mesta að fara svona kringum lögin. Ótal mörg fleiri dæmi mætli nefna. Þá hefur það oft borið við, að þing- menn, mennirnir, sem lögin setja, hafi tekið þátt í brotum á áfengislöggjöfinni einmitt með því að drekka hjá launsöl- unum. Öllum er það vitanlegt, að bannlaga- brotin eiga rót sína að rekja' til hinna áhrifameiri andbanninga; þeir hafa á allan hátt stutt að því að þau geti þró- ast og dafnað, til þess að útvega sér á- stæðu gegn bannlögunum og jafnframt fullnægt löngun sinni í áfengið, — en ekkert af þessu hefur dugað þeim í bar- áttunni. Þegar menn athuga það, sem að fram- an er sagt um brotin á áfengislöggjöf- inni áður en bannlögin komu til sög- unnar, þá er það bert, að bannlaga- brotin eru smáræði í samanburði við það. Síðan bannlögin komu til framkvæmda hafa andbanningar óspart prédikað al- þjóð manna, hve ógurleg sé spilling sú, sem bannlögin hafi vakið með þjóðinni. Á því er enginn efi, að lögbrotaspill- ingin hjá þjóð vorri er miklu eldri en bannlögin, eins og bent hefur A'erið á hér að framan, og eiga andbanningarnir hana alveg óskifta — þar er engum öðrum en þeim og fórnardýrum þeirra, drykkjumönnunum, til að dreifa. Hver er nú ástæðan til þess, að and- banningarnir nefndu aldrei lögbrotin á áfengislöggjöfinni á nafn? Við bannmenn gelum svarað spurn- ingunni fyrir þá, ef þeir treystast ekki til þess sjálfir. Andbanningarnir fárast ekki út af lög- brotaspillingunni, af því að liún komi svo átakanlega í bág við siðferðistilfinn- ingu þeirra — liðni tíminn hefur sann- að það — heldur er hitt ástæðan, að á meðan þeir gálu fengið áfengið alstaðar og fyrirhafnarlítið, þá höfðu þeir ekkert við lögbrolin að athuga og þá var sið- ferðið með þjóðinni í bezta lagi að þeirra dómi. En þegar bannlögin eru komin á, sem auðvitað hafa gert ómet- anlegt gagn í því að gera þeim erfitt fyrir og jafnvel ókleift að ná í áfengið, þá æpa þeir svo heyrist fjöllunum hærra um lögbrot og þjóðarspillingu af völd- um bannlaganna. Siðferðiskend þeirra hefur sem sé al- drei verið fyrirferðarmeiri en það, að hún getur vel komist fyrir á hálfflösku- botni. Hverjir mega ekki drekka? Ég mætti nýlega manni á götu hér og hvernig sem á því stóð, barst talið að bannlögunum og brotum á þeim. Við urðum ekki sammála, því að ég er bannmaður, en liann andbanningur. Hann hélt auðvitað fram liinum marg- slitnu staðhæfinguin um þá persónu- frelsis-skerðing, sem bannlögin eiga að valda þeim, sem víns vilja neyta. Hann virðist líta á þá hlið málsins og enga aðra: að hverjum sé heimilt að neyta þess sem hann vilji, án íhlutunar lands- laganna. Þetta er gamla sagan nýja, sem forkólfar andbanninga hafa verið að berja inn í fjöldann, og sem svo mörg- um, sem heyra eða lesa, hættir við að taka fyrir góða og gilda vöru. Ég ætla mér ekki með þessum fáu línum að fara að hrekja hér þessa marghröktu og sundurtættu fjarstæðu andbanninga, sem í daglegri reynzlu og framkvæmd laga, yfir höfuð, rekur sig alstaðar á, því að eins og alkunnugt er, taka landslögin ekki til einstaklingsins aðallega, heldur til heildarinnar, og að því leyti eru öll lög að meira eða minna leyti skerðing á persónulegu frelsi manna, haft á vilja einstaklingsins og takmörkun á tilhneig- um þeirra. — Við skulum ekki fara lengra út í þá sálma, en af þvi talið barst lengra, til embættismanna lands- ius, þá kom okkur þó saman — að mestu — um það, að þeir mættu þó ekki drekka, að minsta kosti ekki láta sjá sig ölvaða á almanna færi. Sú var tíðin, að hér á landi voru fá- ir sem litu lineyxli drykkjuskaparins sömu augum, sem nú er alment á það litið. Þá þótti ekki stór-minkun að því að drekka sig ölvaðan og þá drukku líka allir, sem vetlingi gátu valdið æðri sem lægri. Pjóðin var þá samtaka um það að drekka, og drekka mikið. Þá var ekki svo mjög til þess tekið þótt sýslumaður við öl lumbraði á ná- unganum, eða þótt læknir sofnaði út úr á rúmstokknum hjá sjúklingnum, sem hann var sóttur til, eða presturinn öl- móður, sæi flugur í slað engla í stóln- um. Þetta fyrirgafst alt, þvi drykkju- skapurinn var þá sameiginlegt skipbrot og böl þjóðar sinnar. Nú er öldin önnur; nú eru augu manna þó svo opnuð, fyrir ósérplægna baráttu bindindismanna þessa lands, að ofdrykkja er talin hneyxli og löstur, og sérstaklega er farið að taka hart á því ef embættismenn þjóðarinnar láta sjá sig ölvaða, en þótt undarlegt rnegi virð- ast, þá eru það þó einmitt þessir menn sem hvað helzt virðast vera andvígir þeirri menningar-stefnu, sem bindindi og bannlög fela í sér. Er það því einkennilegra sem embæltismenn annara landa, þar sem bindindis- og bannlaga- hugsun hefur náð nokkrum tökum, virð- ast láta það mál mjög til sín taka til hins belra, og vera reiðubúnir til þess að koma þessu í framkvæmd. Þeim finst sem sé, að þeir séu sjálfkjörnir leiðtog- ar þjóðanna í þessu velferðarmáli og að þeim beri að vera á því svæði braut- ryðjendur og forkólfar, en alls ekki skapaðir eða til þess settir að vinna því máli mein og rífa það niður. Minnist ég sérstaldega í þessu sambandi áskor- unarinnar frá »Bindindisfélagi sænskra lækna« til sænsku þjóðarinnar, dags. í Stokkhólmi i okt. 1910, og augtyst um endilanga Svíþjóð. í áskorun þessari er meðal annars lýst hinum skaðlegu á- hrifum áfengis á mannlega sál og lík- ama, jafnvel þótt lítils áfengis sé neytt, og síðan má lesa þessi orð: »Sænsku menn og konur! Látið þessu hugsun gagntaka hjarta yðar alvarlega og hættið við áfengu drykkina. Þessa fórn getur hver og einn af oss fært ættjörðinni til heilla og hamingju fyrir alla vora þjóð, — — «

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.