Templar - 24.08.1918, Blaðsíða 3

Templar - 24.08.1918, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 27 Pannig lítur stór hópur sænskra Iækna á þetta mál, en hvernig líla blessaðir læknarnir okkar á það? Hvernig gegna þeir hinni sjálfsögðu skyldu sinni að innræta þjóðinni, hve mikil hælta og tjón, andlega og likamlega, stafi af nautn áfengra drykkja? Hvað skyldi sá dagur heita, að þeir sendi samskonar ávarp og þetta, út á meðal íslenzku þjóðar- innar? Því miður virðist hið sorglega tákn tímanna benda til þess, að of marg- ir i læknastéttinni íslenzku hafi aðra skoðun á þessu máli, en ýmsir stéttar- bræður þeirra í öðrum löndum, og þó verður eklci komist hjá þeirri hugsun, að læknisfræðin vor á meðal sé bygð á sama grundvelli og annarsstaðar í heim- inum. En þó telcur út yíir alt, ef lækn- ar fara i þann ham, að hjálpa þeim, sem þjást af óstjórnlegri áfengis-fýsn, til þess að svala þeirri fýsn, og tremja þessa hjálp í skjóli þeirra sérréttinda, sem þjóðfélagið hefur fengið þeim í hendur og trúað þeim fyrir. Læknum þeim, sem á þessu kynnu að flaska, væri óefað sæmra að taka meira tiilit til sinnar eigin virðingar heldur en láta leiðast af vorkunnsemi við þá menn, sem standa betlandi frammi fyrir þeim um þann hlut, sem þeir, er neyta, eiga víst að uppskera nýja bölvun af, ef þeir ná í, og sem engurn ætti að vera kunn- ugra um en einmilt læknunum sjálfum. Líkt er að segja um prestana, að ef þeir fjmdu oftar en á sér stað, hvöt lijá sér til þess af ræðustólnuin að vara á- heyrendur sína við böli og bölvun vín- nautnarinnar, þá mundu þeir sumir, ef til vill, hafa fleiri áheyrendur í kirkjum sínum, en jafnframt komast hjá því að vera heyrnar- og sjónarvottar að ýmsri þeirri svívirðingu, sem fetar í fótspor drykkjuskaparins og að sjálfsögðu hlýtur að hrella og særa hverja óspilta prests-sál. Og þótt ekki hvíli lagaleg skylda á prestunum að vera bindindis- menn, þá hvílir þó óneitanlega sú sið- ferðisskylda á þeim, að ganga þar á undan öðrum bæði í ræðum og fram- ferði, og varast sjálíir þær ásleylingar í vinnautn, sem þeir vita að leiðir til spills siðferðis og jafnvel til lasta. Og þegar svo er komið með öðrum siðuðum þjóð- um, þar sem vínbann er þó ekki lög- leitt, að prestar mega ekki lála sjá sig ölvaða á almanna-færi eða í umgengni sinni við söfnuði sína án embættismissis, liverjar kröfur skyldi þá mega gera til prests í bannlandinu sjálfu? Eg þarf ekki að svara spurningunni: krafan til þessarar stéttar á svæði bindindis er svo augljós og sjálfsögð, að prestar ætlu að minsta kosli ekki lengur að þurfa að vera í nokkrum efa um, livaða stefnu þeim beri að taka í þessu máli, hvað þeir eigi að aðhyllast og hverju að hafna, þegar svo ber undir, að þeir eigi úr að skera fyrir sjálfa þá eða aðra í máli þessu, hvort heldur ræða er um í kirkju eða utan kirkju. Þá er eftir að minnast örfáum orðum á lögreglustjórana okkar, sýslumennina, hvaða kröfu megi gera til þeirra á svæði hindindis- og bannmálsins. Að því leyti, sem þeir eru sellir verðir laga og jafn- framt eiga að liafa eftirlit með framferði manna á vissum sviðum, þá liggur í augum uppi að einnig til þeirra hljóm- ar sú krafa æði hávær: Styðjið að öllu því sem eflir góða reglu og verið allir í því að innræta mönnum, háum sem lágum, virðingu fyrir lögum landsins. En til þess að geta komið fram sem slíkir, og til þess með einurð og án þess að blikna, að geta litið framan í þá, sem þeir, stöðu sinnar vegna, þurfa að hirta eða vanda um við, þá er þeim ekki siður en öðrum embættismönnum þörf á því, að vera sem hreinastir og sizt af öllu bendlaðir sjálfir samskonar ávirðingum og þeim, er þeir eiga að refsa fyrir. Þólt þetta eigi við á öllum sviðum embættis þeirra, þá reynir þó ekki hvað sízt á þessa embættismenn, þegar ræða er um verndun bannlag- anna. í höndum drykkfeldra lögreglu- stjóra, verður alt slíkt eflirlit kák eitt, og lil lítils annars en að skaða það málefni, enda hlyti það að vera sjón að sjá t. d. drukkinn lögreglustjóra vera að annast um að koma drukknum manni á einhvern vissan slað til að »sofa úr sér«. Líklega ætli hver Iögreglustjóri hægra með að hafa eftirlit með þeirri óreglu, sem oftast er á braulum vínsins, ef liann sjálfur væri sýkn af þeirri á- virðingu. Það er sagt, að eflir höfðinu danzi limirnir. Eins og hverju því bygðar- lagi lilýtur að vera vel farið, sem á því láni að fagna, að höfðingjar þess séu samhentir reglumenn, eins væri að hinu leytinu naumast við góðu að búast þar, sem svo væri ef lil vill ástalt, að em- bættismennirnir væru meira eða minna við öl kendir, að ég minnist ekki á, ef sú óhæfa kæmi fyrir, að slíkir menn létu sjá sig ósjálfbjarga á almanna færi. Og þótt ilt sé til þess að vita, að noklc- ur maður skuli láta sig henda slíkar á- virðingar, þá er það þó að bíta höfuðið af skömminni, ef embættismennirnir bera svo lilla virðingu fyrir sjálfum sér, að þeir, ef til vill, iðulega verði þannig á sig komnir. Þjóðfélagið á heimtingu á óskiftum kröftum þessara manna. Þeim er hvorki leyíilegt að spilla á þennan hált með of mikilli vínnautn, heilsu sinni eða tefja sig við þá nautn frá skyldustörf- um sinum. Þjóðfélagið á heimtingu á þvi að geta hvenær sem er leitað til þeirra sem embættismanna, og það á aldrei að þurfa að koma fyrir, að þeir séu svo á sig komnir, að verkin sem þeir eiga að vinna, fari fyrir þá sök í handaskolum, eða að þau séu ógerð t. d. af því að þeir verði að »sofa úr sér« eða ná sér til þess að geta starfað. Og þótt við bindindismenn höldum því fram að engir megi í raun og veru drekka, af því, að það er sartnað að jafnvel lítil nautn áfengis veikir mann- inn andlega og líkamlega, auk þess sem hver og einn, sem víns neytir, á það á hættu að: »Eitt einasta syndar angnablik sá agnarpunkturinnn smár, oft lengisl í æfilangt eymdarstryk, sem iörun oss vekur og tár«. Þá höldum við þó hinu enn hiklaus- ar fram: að embættismennirnir megi þó sízt af öllum drekka, meðal annars sök- um siðferðiskrafa nútímans. (»Skeggi«). Til athugunar. »Morgunblaðið« er iðið að fræða les- endur sina um bannmálið og hvernig því gengur í öðrum löndum, en á sína alkunnu vísu. Fyrir nokkru flulti blað- ið þá fregn frá Danmörku, að danski bindindisflokkurinn hefði klofnað út af bannmálinu. Engu líkara er, en að blaðið hafi himin höndum tekið út af frétt þessari og er líklegt að andbanningar hafi álitið sér það stuðning nokkurn. »Tpl.« fékk fyrir nokkrum dögum nýút- komna árskýrslu stærsta bindindisfélags- ins í Danmörku og er formaður þess Claus Johannessen, sem er foringi allra bannmanna þar í landi. Er í skýrslu þessari ekki minst einu orði á klofning í danska bannflokknum og þó nær skýrslan lil miðs þessa sumars. * ¥ ¥ »MorgunbIaðið« flutti nýlega þá fregn, að í Noregi væri alstaðar bruggað á- fengi í heimaliúsum og brennivínsbann- ið komi þar að engum notum. Væru svo mikil brögð að þessu, að yfirvöldin gætu ekkert við það átt. — Af því að Morgunblaðið hefur sýnt óvenju mikla viðleitni í því að reka erindi andbann- inga og er sú hljóðpípa þeirra, sem læt- ur nokkuð verulega til sín heyra, þá væri rétt að minna bæði þá og hlaðið á, að það er ekki algert aðflutningsbann i Noregi, þar er brennivínsbann. »Tpl.« minnir ekki betur, en að andbanningar hafl borið upp frumvarp í þinginu í fyrra um að leyfa innflutning á vínum og með því óskað að fá hið sama fyrir- komulag og nú gildir í Noregi. Undar- legt má það vera, ef það sem blaðið fræðir menn um, skuli gerast í landi þar sem þeirri aðferðinni er beitt, og á- fengismálið virðist komið í það horf, sem andbanningar hér halda fram, sbr. auglj'singar þeirra í blöðunum og frv. Pétur á Gautlöndum og Jóns á Hvanná. Væri ekki vissara fyrir Morgunblaðið að athuga hvort skýrsla þess sé rétt, því komið hefur það fyrir, að blaðið hafl í sumum fregnum sínum vilst frá sann- leikanum. ★ ♦ ¥ »Morgunblaðið« lók upp grein úr »ís- lendingi« eftir Stgr. lækni Matthíasson, um »kaffi« og »ofát«. Er grein þessi mjög góð í nálega öllum atriðum og hefði verið lilið við hana að alhuga ef Morgunblaðið — hljóðpípa andbanninga — hefði ekki flutl hana. Astæðan til þess að Mbl. flutti grein- ina er sú, að í henni standa þessi orð: »Þótt kaffi, tóbak og áfengi sé alt sam-

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.