Templar - 29.11.1918, Blaðsíða 2

Templar - 29.11.1918, Blaðsíða 2
42 T E M P L A R. „Templar“ kemur út 12 sinuum á þessu ári. Verð árgangsius er 2 kr., í Ameríku 75 cents. Útsölumenn fá 25°/o i sölu- laun. Afgreiðslu og innhcimtu annast: Sveinn Jónsson, kaupmaður, Kirkjustræti 8, Keykjavik. Útgefandi: SStórHtóku. íslnnds I.O.G.T. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Árnason, prentari. Box 221, Revkjavik. Hann var um eilt skeið íélagi þeirrar stúku, er hann var hér í bænum fyrir nokkrum árum. — Hann var lipurmenni hið mesta og ágætur bókhaldari og var við verzlunarstörf hér í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Sigfás Bergmann, kaupm. í Hafnarfirði, andaðist 9. þ. m. eftir margra ára vanheilsu. — Hann var fyrst félagi stúk. Iðunn nr. 29 á Bíldudal, en gekk síðar í stúkuna Morgunstjarnan nr. 11 í Hafnarfirði. Hann mætli á stór- stúkuþingi í Reykjavík 1915 og í Hafn- arfirði 1917. Hann var einn af hinum duglegustu starfsmönnum Reglunnar í Hafnarfirði og lét mál hennar mjög til sín taka. Hann var ákafamaður ef hann vildi því beita og tók mikinn þátt í bæjarmálum Hafnarfjarðar og átti sæti í bæjarstjórn. Guð blessi minningu hinna framliðnu og »Templar« samhryggist eftirlifandi ástvinum. Ký verkefni. Síðan bannlögin voru samþykt og staðfest og einkum þó síðan þau gengu i gildi, hafa nokkrar raddir gert vart við sig innan Good-Templarreglunnar hér á landi um hvaða mál skuli taka á stefnuskrá Reglunnar þegar bannlögin séu komin í fulla framkvæmd. Til þessa tima hefur verið óþarfi að tala um slikt, þvi nægilegt verkefni er fyrir höndum enn þá sem komið er og virðist enginn hörgull vera á þvi i nán- ustu framtíð — vinir vorir, andbann- ingar, eiga drjúgan þátt i þvi að útvega okkur verkefnið. Eigi að síður er það áreiðanlegt, að sá tími kemur, að vér þurfum að líta í aðrar áttir eftir nýju verkefni, því ó- hætt rná fullyrða það, að Reglan muni ekki leggja niður starf sitt þegar bann- lögunum er borgið. Að Reglan hætti störfum þegar bann- lögin eru komin í trygga höfn, kemur auðvitað ekki til mála og eru margar ástæður til þess, sem hér verða ekki nefndar. Það liggur því í augum uppi að hún hlýtur að breyta um ytra verk- efni. Um þetta efni hefur nokkuð verið rætt hér í blaðinu áður og bent á ýms atriði, er komið gætu til greina. Nefnd var kosin á stórstúkuþinginu í Hafnar- firði 1917 til þess að athuga þetta mál og koma með tillögur um það, en ekk- ert álit hefur hún enn látið uppi, enda er tíminn nægur. í öðrum löndum hefur þetta mál einnig komið á dagskrá og leyfum vér oss að birta hér álit br. Alþj. Æ. T., Edv. Wavrinsky á því, sem »Dansk Good-Templar« flutti 1. okt. þ. á. Pað hljóðar svo: »Markmiö vort er óendanlegt«. Já, ég lit svo á, að »breyting bind- indishreyfingarinnar að nokkru leyti« og þá sérstaklega I. O. G. T. sé ekki einungis gagnleg, heldur nauðsynleg. því hin eðlilega þróun bennar á að beinast i þá átt, að hún í framtiðinni styðji friðarstarfsemina, alþýðu-uppeldi og ýms mannúðarfyrirtæki, vinni að bættum heilbrigðisháttum og þjóðlegum hreyfingum, er bygðar séu á ópólitísk- um grundvelii. Á stefnuskrána má selja ætlunarverk, sem hafa áhrif á huga manna og hafa sterkt aðdráttarafl, þrosk- ar vitundina og miðar að því að gera störf vor sem ábatavænlegust fyrir þjóð- félagið. Bannstarfið er, ef ég mætti svo að orði kveða, sannnefnt þroskunar- og undirbúningsstarf; það lagfærir grund- völlinn og þegar það er gert þá á að fara að byggja. Áhugi manna hefur stöðugt beinst að þessu undirbúnings- og undirbyggingarstarfi. En við megum ekki láta þar staðar numið. Krafan urn viðtækari starfsemi hefur ekkt einungis gert vart við sig á Norðurlöndum og í Norðurlandastórstúkunum í Ameriku, heldur hefur hún einnig og ekki síður komið í Ijós í brezku og þýzku stórstúkunum. í Ameríku hafa menn nú þegar stigið ákveðið skref í þessa átt. Stórstúkan í Washington af 1.0 G.T. hefur samið »starfskrá« til leiðbeining- ar i starfinu og hefur hún tekið á dag- skrá mörg þjóðleg verkefni. í öllum þeim rikjum, sem hafa fengið bann, hefur ýmislegt verið gert í þessa átt. Allsherjarbræðralagið er sá dýpsti grundvöllur, sem I.O.G.T. b}rggist á, og hver sú viðleitni, sem miðar að því að ala upp frjálsa kynslóð i andlegri og likamlegri heilbrigði, er drifljöður alls bindindisfélagsskapar. Heimsbylling sú, sem nú fer fram, krefnr af oss sérstaklega baráttu i parfir þessara hugsjóna. Ábyrgðartilfinningin knýr oss til að leggja fram alia vora krafta, til þess að frelsa, varðveita og byggja upp — eftir hina ógurlegu eyðileggingu, sem nútið- arkynslóðin hefur orðið fyrir. Edv. Wavrinsky. »Dansk Good-Templar« getur þess, að þetta mál sé nú þegar kotnið á dagskrá í Danmörku og er þá úrlausnarefnið sérstaklega það, hverjar af hinum mörgu uppástungum helzt skuli teknar til greina þegar bannlögin séu komin í fulla framkvæmd. í þessu sambandi flytur blaðið skrá yflr ný verkefni, er bygð séu á bræðra- lagshugsjóninni, sem Ameríku-Svíinn Gustav Sund, leiðtogi træðsluhringsins »Stjárnan« í Minnéapolis í Minnesota, hefur stungið upp á : 1. Að mynda kjarna allsherjarbræðra- lags. Sanna að bræðralagið er til í náttúrunni og að gera það að lifandi afli með mönnunum. 2. Að vinna að því að varðveita á- fengisbannið í öllum löndum. Að knýja yfirvöldin til að gæta skyldu sinnar og að viðhalda almenningsálitinu gegn nautn áfengra drykkja. 3. Að vera menningarvörður mann- kynsins með því að vinna að almennri þekkingu í sérhverri mynd og uppala hjá mönnum alla göfuga eðliskosti, svo að mennirnir geti lært að þekkja sjálfa sig og sjá sína sönnu afstöðu til þjóð- félagsins. 4. Að vinna að algerðum heimsfriði og gersamlegri afvopnun þjóðanna. (Öll ágreiningsefni, sem upp kunni að rísa, bæði alþjóðlegs og þjóðlegs eðlis, skuli lögð undir gerðardóm). 5. Að fjarlægja öll stéttatakmörk og flokkadeilur og sameina alt mannkjmið í einn allsherjar-flokk. 6. Að afnema öll forréttindi karl- manna gagnvart konum og að vinna að því að þær hafi sama rétt og þeir bæði í þjóðfélagslegu og pólitísku tilliti. 7. Að vinna að því að dauðahegn- ingin verði afnumin um allan heim. Að breyta betrunarhúsunum í kenslu- og uppeldisstofnanir fyrir þá, sem vegna glæpaverka sinna verða að missa frelsið. Að hjálpa þeim, sem hafa verið í fangelsi og unnið af sér brot sitt, til þess að komast í heiðvirða lífsstöðn. Að lina þjáningar manna og dýra vegna sjúkdóma, dauða, styrjalda, af ágangi valna, jarðskjálfta, bruna, spreng- inga, hungurs og annara óhappa. Að vinna þetta hvorki fyrir borgun né vegsauka — heldur sem bróðir gagn- vart bróður. Eins og gefur að skilja, er þetta sett hér sem leiðbeining og einungis til at- hugunar, en alls ekki sem fastákveðnar reglur til þess að lifa eftir. Áður en það gæti orðið, yrði Stórstúkan að hafa lagt samþykki sitt á þær. Að sjálfsögðu gæti hún tekið það, sem henni þætti heppilegast og bezt við eiga hér, gert sumt enn þá nákvæmara og ákveðnara og dregið úr sumum atriðum eða felt þau alveg í burtu. Hún gæti og bætt við alveg nýjum atriðum ef henni sýnd- ist svo. Einnig gæti hún neitað að fást nokkuð við þessi mál, en því búumst vér tæplega við að hún geri. Að vorum dómi eru allar uppástung- ur Gustavs Sund góðar og eru þess verðar að þær séu nákvæmlega athug- aðar og Templarar æltu að gera sér Ijóst, hverjar þeirra þeir vildu aðhyllast og hverjum hafna. Kanpcndnr blaðsins eru beðnir að afsaka dráttinn, sem hefur orðið á út- komu þess — honum veldur pestin.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.