Templar - 30.12.1918, Blaðsíða 3

Templar - 30.12.1918, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 47 segir fátæki verkmaðurinn. »Ef við ! neytum ekki vins í ókóii þá gerir það j engum manni mein«, segja efnamenn- irnir. »Gleðin í Rússlandi er að drekka«, segir Vladimir prins. »Engan varðar um það og engum gerir það mein, og við kærum okkur ekki um neinar pré- dikanir — við erum ekki hinir fyrstu og verðum ekki þeir siðustu«, segja þeir kærulausu. Pannig tala menn sér til málsbóta. Fyrir 30—40 árum mátti bjóða mönn- um slíkt, en nú dugir það ekki. Þá, þegar menn böfðu enga þekkingu á bin- um skaðvænu áhrifum áfeugis og vís- indin höfðu ekki kveðið upp dóm sinn, var hægt að telja mönnum trú um alt. Menn gætu talað á likan hátt, ef ungir menn hefðu ekki dáið hinum óttalegasta og kvalafylsta dauða vegna áfengis- drykkjunnar. Þeir gætu jafnvel sagt, að að vínið sé ekki skaðvænt, ef þúsundir kvenna og barna liðu ekki hungur af því að menn þeirra og feður eru komn- ir í klær drykkjufýsninnar. Ef fangels- in væru ekki full af glæpamönnum og Qöldi kvenna reknar á »pútnahúsin«, þá gætu menn látið sér slík orð um munn fara. Þeir gælu talað svo, ef ekki væru menn hundruðum saman, sem gátu lifað göfugu og nytsömu lífi, en liafa drekt styrkleik sínum, skynsemi og sálu sinni í áfengiselfunni. Pess vegna er gersamlega rangt að halda því fram að áfengisnautnin komi engum við nema drykkjumanninum sjálfum. Mannkyninu er skift i tvo flokka — annar þeirra berst gegn ónauðsynlegri notkun eitursins, en liinn reynir með kenningum sinum og dæmum að vernda þetta eitur. Tll athugunar. »Morgunblaðið« flutti 9. þ. m. greinar- korn um »pestina«, og var það skýrsla um hvernig hún hefði liagað sér í Nor- egi. Meðal annars llutti blaðið þá um- sögn eftir einhverjum lækni, sem það ekki nafngreindi, að hefði nóg verið til í landinu af konjakki og whisky, þá hefðu menn losnað við pestina. — Eins og áður hefur margsinnis verið tekið fram hér í blaðinu, þá verða rnenn að gera greinarmun á því að nota áfengi til lækninga eða að hafa það til al- mennrar neyzlu. — Heilbrigður maður þarf ekki áfengi, og hefur ekkert við það að gera; það er staðhæfing, sem cngum sæmilega heilbrigt hugsandi manni er ofætlun að skilja að sé á rök- um bygð, þó ofstækisfullir ándbanning- ar og »Morgunblaðs«-mennirnir eigi erfitt með að viðurkenna þann sann- leika. Osvinna væri það hin mesta, að bera það upp á nokkurn lækni að liann héldi því gagnstæða fram, því hann veit vel að þá væri hann að íara með ósann- indi. * * * Ritstjóra þessa blaðs hefur borist sú fregn, að maður sem safnar auglýsing- um fyrir blað eitt hér í bænum, hefur fengið neitun urn auglýsingu í blaðið hjá ónefndum kaupmanni, og var ástæðan sú, að blaðið væri bannlögun- um liliðholt og hefði hvatt menn til að halda lögin. — Ótrúlegt má það virð- ast, að nokkur maður skuli hugsa svo, og hvað þá heldur að halda slíku fram í alvöru. Ofstækið er ekki lítið hjá þeim mönnum, sem láta sér slíkt um munn fara. Af því að blað eitt er svo heilbrigt, að það hvetur menn til að halda landslög, þá neitar kaupmaðurinn að augtgsa i þvi. Hvernig lízt mönnum á svona lag- aöan hugsunarhátt. Guð varðveiti þjóð vora frá því, að eiga marga slíka borgara i framtíðinni. * * * Of-trú sú hin inikla, sem borið hefur á hér í bænum meðal andbanninga á áfenginu, til þess að verja sig pestinni og til þess að lækna hana, verður tekin til athugunar í næsta blaði, ásamt áliti merkra erlendra lækna og fræðimanna. Frá stúkunum. Einingin nr. 14 hélt guðsþjónustu sunnudaginn 22. þ. m. til minningarum þá félaga sína er látist höfðu í »pest- inni«. Sungnir voru sálinar tveir úr sálma- bókinni: »Eg heyrði Jesú himneskt orð:« og »Fögur or foldin«. þá flutti síra Friðrik Friðriksson fagra minningar-ræðu. Þá var sungið : »Hugljúf ástbönd hér nú reyra«. Húsið var smekklega klætt sorgar- búningi og ljósum prýtt. Reykjavíkur-stúkiirnar tóku aftur til starfa eftir »pestina« í byrjun þessa mánaðar og hefur fundarsóknin glæðst að miklum mun. Sumar stúkurnar hafa tekið inn marga nýja félaga. Allsherjarbræðralagið. (Niöurl.) Hér að framan hefur verið bent á það, er gerst hefur meðal þjóðanna, sem andstætt er bræðralags-hugsjóninni, og hverjar afleiðingar það hafi haft í för með sér. Einnig hefur það verið at- hugað, sem gert hefur verið á undan- förnum áratugum og árhundruðum í þá átt að úlbreiða hana og rótfesta með mönnunum. Við komum þá að þeirri spurning- unni, sem síðast verður athuguð í þessu sambandi, og hún er: Nær bræðralagið allslierjar yfirráðum í hciininum? Svarið verður játandi. — Mannkynið nær því þroskastigi, að það liíir sam- kvæmt kröfum bræðralagsins. Menn segja oft, að liugsjónirnar séu ekki annað en skýjaborgir, er aldrei komi niður á jörðina, en það er ger- samlegur misskilningur. Hugsjónirnar eru í eðli sínu veruleikinn sjálfur, scm birtist á hinum æðri sviðum tilverunn- ar, og mun svo smátt og smátt þokast niður á við, unz þær birtast í efnis- heiminum, og farvegur þeirra þar eru mennirnir, þeir þeirra, sem opnastir eru fyrir áhrifum hugsæis-heima. Má í því efni minna á hin ýmsu skáld og lista- menn, sem uppi liafa verið bæði fyr og síðar. Þeir hala með listaverkum sínum gefið mannkyninu ýmsar hinna merk- ustu hugsjóna, sem það annars hefði gersamlega farið á mis við, ef þeirra hefði ekki notið við. Enginn hlutur, sem gerður er hér í heimi, liefur orðið til án þess að hann fyrst hafi verið hugsaður af þeim, sem lét gera hann, — hann hafði fullgert hann áður i huga sínum. Maðurinn, sem lætur byggja liús, hefur hugsað það í öllum atriðum áður en hann lét byrja á að hyggja það. Húsið var fullgert í hugheimi, áður en það varð til hér á þessu jarðnesska sviði tilverunnar. Eins og áður hefur verið bent á, er bræðralagið eitt af hinum guðdómlegu öflum, sem vinna á hinum æðri svið- um tilverunnar. Þar birtist það sem allsherjar-kraftur, er fellur eins og flóð- alda í gegnum alt sólkerfið, og heldur áfram án afláts, eins og uppspretta vatns, sem aldrei þornar. Hvar sein móttækileikinn er til staðar — tilfinn- ingin fyrir hinum æðri áhrifum — þar leitar hið mikla flóð bræðralagsins að útrás á þessu hinu jarðneska sviði tilverunnar. Og þeir fáu menn, sem báru kindil þess í myrkri fornaldarinnar og miðaldanna, voru slíkur farvegur. Og smámsaman þroskaðist mannkynið, og það færðist hægt og hægt áleiðis í rétta átt, fleiri og fleiri tóku að aðhyllast hugsjónina og lifa eftir henni, og svo tóku hinar miklu umbóta- og endur- bóta-hreylingar nútíðarinnar við henni og gerðu hana að gruudvallar-atriði fyrir tilveru sinni og starfsemi. Þessa viðleitni inanna hefur verið reynl að benda á liér að framan í kaflanum um útbreiðslu bræðralagsins. Maðurinn er venjulega mjög tviskift- ur — hann liefur tvær hliðar, sein oft- ast nær birtast sem andstæður. Ilann er, eins og alment er komist að orði, bæði góður og vondur; liann hefur hvorttveggja að meira eða minna leyti þroskað, og slundum svo, að það vegui salt eða jafnar jafnvel hvað annað upp. Þó má víst segja, að menn alment hafi meira af því góða en hinu illa. Munur- inn á þjóðunum og einstaklingunum er miklu minni en menn alinent lialda, og því er ekki að furða, þó að þetta tvent geri einnig, og ekki síður, vart við sig meðal heilla þjóða og kynþátta, en ein- stakra manna. Þrált fyrir alt það, sem unnið hefur verið í þá átt að rótfesta bræðralagið með núlíðarþjóðum Norðuráifunnar og

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.