Templar - 22.06.1923, Blaðsíða 2

Templar - 22.06.1923, Blaðsíða 2
26 T E M P L A R. Ritstjóri: Gísli Jónasson, Vesturgötu 16. Ritnefnd: Porvardur Porvarösson, Flosi Sigurös- son, Pétur Zóphóniasson, Borgþór Jó- sefsson, Pétur Halldórsson. Afgreiðslumaður: Magnús V. Jóhannesson, Vesturgötu 29, Reykjavík. hljóta þó að sjá og viðurkenna, að slíkt var nauðsy’nlegt. Pótt einhverjir segi sem svo að það hefði kostað mikið fje, er því til að svara að reynsla Bandarikjamanna og annara bannþjóða er sú, að slíkt eftirlit hefir orðið stór- kostlegur beinn tekjuauki, fyrir utan ó- beinan hagnað, sem reynst hefir ákaf- lega mikill. Margir þeirra sem laga áttu að gæta hjer á landi, voru frá öndverðu fjand- samlegir bannlögunum. Peir voru of þröngsýnir tií þess að geta sjeð þá al- hliða þjóðarheill sem slíkri löggjöf hlýtur óhjákvæmilega að vera samfara, og sem reynslan hefir sýnt og sannað svo ó- hrekjanlega, að ekki tjáir í móti að mæla, þar sem þeirra hefir verið gælt eins og vera ber. Af þeim ástæðum sem nefndar hafa verið hefir því banngæslan hjer á landi verið ákaflega ófullkomin, alla tíð síðan bannlögin öðluðust gildi. Bíræfnum ó- þokkum hefir því tekist að gera sjer það að atvinnu að flytja inn í landið ólöglegt áfengi og selja við okurverði, oft án þess að við því hafi verið hreyft. Pað er ekkert launungarmál að hjer i Reykjavík og í mörgum kaupstöðum og kauptúnum úti- um land, er fjöldi manna, sem hefir atvinnu af því að flytja inn og seija ólöglegt áfengi. Pótt lögreglunni stundum takist að hafa hendur í hári þeirra, og þótt þeir, ein- stöku sinnum verði fyrir fjársektum þá hefir það engin áhrif á framferði þeirra, því sektirnar eru svo lágar, samanborið við þær tekjur er þeir hafa af því að brjóta og svívirða bannlögin, að þær verða þeim enginn atvinnuhnekkir. Væru t. d. sektirnar eitt þúsund kr. fyrir fyrsta brot, og auk sekta ársfangelsi fyrir næsta brot, mundu launsalarnir bráðlega hverfa úr sögunni. Pessum »sýklum« í þjóðfjelaginu verður að útrýma vægðarlaust. Peim kröfum má aldrei linna. Og það er ekki nóg að gera kröfur, heldur verður að hefjast handa og hætta ekki fyr en fullur sigur er unnin. Lögregluvaldinu hjer í Reykjavík hefir oft verið borið á brýn að það væri framkvæmdarlítið í þessu efni, og hefir það ekki verið með öllu að ástæðulausu. Því hlýtur þó að vera kunnugt um, eins og flestöllum hjer í bæ, að hjer er fjöldi manna, sem selja ólöglegt áfengi, en þeir hafa oftast fengið að vera í friði við lögbrotin. En nú virðist svo sem framför sjeu merkjanleg í því að gæta bannleyfanna, hvort sem það er meir að þakka lög- regluvaldinu eða einstökum mönnum utan þess, sem styðja það þar að starfi. Vjer höfum átt tal við fulltrúa lög- reglustjóra um drykkjuskaparbrot og bannlagabrot hjer í Reykjavík. Auk þess sem áður hefir skýrt frá hjer í blaöinu um það efni skal þessu viðbætt: í mars s. 1. urðu engin bannlagabrot uppvís, svo að sannað yrði, en vitah- lega voru þó mörg framin hjer þann mánuð. í apríl s. 1. voru þrír menn sektaðir fyrir bannlagabrot og tvær húsransóknir gerðar með árangri, (fanst ólöglegt á- fengi). í s. 1. mánuði voru 20 drykkjuskap- arbrot, sem sektað var fyrir, 6 bann- lagabrot og 8 húsransóknir gerðar með árangri.. Pessi mikla aukning brota sem sönn- uð eru, stafar vitanlega ekki eingöngu af því að svo mikið meira sje að þeim gert nú en áður, heldur jafn framt af því að betur er vakað yflr lögbrjótun- um heldur en áður hefir verið. Pví verður að halda áfram þar til tekist hefir að útrýma þeim að öllu leyti, og síðan verður að sjá svo um að þeir geli aldrei agengið aftur«. Slíkt er þjóðþrifamál sem öllum ber skylda til að styðja. Stór-Ri tara- Bálkur. Setjum merki vort hátt, sýnum heimi vorn mátt, pó að bópur vor fámenn- [ur sje! Guðm. Guðm. Mánudaginn 28. maí s. 1. var St. »Alvör« nr. 188 stofnuð á Seyðisf. af br. Indriða Einarssyni, eins og skyrt var frá í síðasta blaði. Pessir embættismenn voru kosnir: Æ.T. Gunnlaugur Jónsson. V.T. Helga Árnadóttir. R. Emil Jónsson. F.R. Pjetur Jóhannsson. G. Einar Sigurðsson. D. Guðbjörg Magnúsdóttir. A.D. Vilhelmína Jónsdóttir. K. Sigfinnur Jónsson. A.R. Sigurlaugur Sigfinnsson. V. Sigvaldi Jónsson. U.V. Svavar Sigfinnsson. F.Æ.T. Sigurður Baldvinsson. Sem umboðsmanni St.t. var mælt með síra Birni Þorlákssyni. í sambandi við Stúkustofnun þessa farast einum stofnendanna þannig orð: ». . . Ánægjulegt var að sjá, ,er hinn aldni útvörður bindindismálsins hjer á Austurlandi — um lángt ára bili —, síra Björn Porláksson, ljet fyrir sin til- mæli koma í Regluna við Stúku stofn- unina, [heila tylt í einu af drengjum er hann hafði fermt daginn áður. Þar mátti lita mannvænlega æsku- menn, framtíðarkynslóðina. En það var rjetta leiðin að gróðursetningu bind- indismálsins hjer í þessu bygðarlagi«. . . Velkomin í hópinn, Alvör. Jóh. Ögm. Oddsson. St.-Rit. Frá Alþingi. Þeirra hefir áður verið getið hjer í blaðinu, frumvarpanna, sem fram komu á siðasta Alþingi um það hvernig verja skyldi ágóðanum af áfengisverslun ríkisins. Þeim var öllum vísað til nefnda og komu þaðan ekki aftur, því þegar fjár- hagsnefnd neðri deildar lagði fram til fyrstu umræðu frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1924, þá hafði nefndin tekið inn í fjárlögin nýjan tekjulið sem var ágóði af áfengisverslun ríkisins. Þetta var síðan samþykt í fjárlögunum við allar umræður. En þegar Alþingi hvarf að því ráði, voru frumvörpin sjálíTallin. Á Alþingi 1922, þegar samþykt var undanþágan frá bannlögunum, vegna kröfu Spánverja, var samþykt að veita til Reglunnar hjer á landi 3000 kr. til bindindis- og bannstarfsemi. Á síðasta Alþingi, þegar gerð hafði verið að lögum undanþágan, og samþykt að taka inn í fjárlögin allan ágóðann af Áfengisverslun ríkisins, áætlað um 450 þús. auk tolls um 350 þús. Pá sótti Stórstúkan um 15 þús. kr. fjárveitingu til Reglunnar, til bindis- og bannstarf- semi. Við 2. umr. fjárlaganna í Nd. var samþykt, eins og lagt var til í fjárlaga- frumvarpi stjórnarinnar að veita til Reglunnar 3 þús. kr. Við 3. umr. í sömu deild, 18. apríl, var aðal tillaga frá Jak. Möller um 15 þús. kr. feld með 18 atkv. gegn 9 og varatillaga frá sama, um að hækka styrkinn úr 3 þús. í 19 þús. feld með 16 atkv. gegn 12 að viðhöfðu nafnakalli: Já sögðu: Einar Þorgilsson. Jakob Möller. Jón Baldvinsson. Lárus Helgason. Magnús Jónsson. Magnús Kristjánsson. Pjetur Oltesen. Pjetur Þórðarson. Stefán Stefánsson. Sveinn Ólafsson. Þorleifur Jónsson. Þorsteinn Jónsson. Nei sögðu: Benedikt Sveinsson. Bjarni Jónseon. Björn Hallsson. Eirikur Einarsson. Gunnar Sigurðsson. Hákon Kristófersson. Ingólfur Bjarnason. Jón Auðunn. Jón Sigurðsson. Jón Þorláksson. Magnús Guðmundsson.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.