Templar - 22.06.1923, Blaðsíða 1
TEMPLAR.
XXXVI.
Reykjavík, 22. júni 1923.
7. blað.
Áfengissalan 1922.
Bannlögin eru úr sögunni í bili.
Átengið flýtur á ný yfir landið og
virðist ekki þurfa að lúta öðrum lögum
en þorsta landsmanna, og hann virðist
því miður nokkuð mikill eftir öllum
sólarmerkjum að dæma.
Áfengisverslun ríkisins heitir sú stofn-
un sem nú sjer fyrir spönskum drykkjar-
föngum og brennivíni. Hún hefir einka-
rjett til innflutnings á því áfengi sem
undanþágan undan bannlögunum heim-
ilar. Hún var sett á stofn áður en Spán-
verjar komu til sögunnar, og álti upp-
haflega að annast innflutning á áfengi
til lyfja; en þegar bannlögin voru num-
in úr gildi, var áfengisversluninni falin
einkaheimild til innflutnings hinna leyfðu
vína.
Inuflutningur spanskra vína hófst með
júlimánuði 1922.
Hjer fara a eftir nokkrar upplýsingar
um áfengisverslun rikisins á árinu 1922,
og er rjett að minnast þess, að hin svo
köliuðu ljettari vín, undir 20 °/o, eru
aðeins flutt inn eftir 1. júlí.
Áfengið mun mestmegnis flutt hingað
frá Danmörku, en nokkuð frá Spáni,
og nokkuð frá Englandi. Hvort það er
alt upprunnið frá Spáni er ekki golt
að segja; heflr máskje heldur ekki veru-
lega þýðingu eins og sakir standa.
Á landinu eru 7 sölustaðir áfengis, á
þessum stöðum: Reykjavík, Hafnarfirði,
Vestmannaeyjum, Seyðisfirði, Akureyri,
Siglufirði og ísafirði.
f Reykjavík er sölustaðurinn rekinn
fyrir reikning áfengisverslunarinnar, en
á hinum stöðunum fyrir reikning ein-
stakra manna.
Við verslunina í Reykjavík vinna 12
manns, 4 á skrifstofu, 4 við vörugeymsl-
una og 4 við útsöluna. í>ar að auki má
telja lyfsölustjórann, sem er yfirmaður
verslunarinnar.
Áfengisveitingastaður ér einn, í Reykja-
vík. Mun heimilt að veita þar áfengi
aðeins með heitum mat. Ekkert afgjald
er goldið til hins opinbera fyrir veitinga-
leyfið. f reglugerð um áfengissöluna er
gert ráð fyrir veitingastöðum á ísafirði,
Akureyri og Seyðisfirði, en veitingaleyfi
hafa ekki verið veitt fyrir þessa staði
ennþá, hvað sem siðar kann að verða.
Allur ágóði af verslunarrekstrinum ár-
ið 1922 var kr. 270,338,39. En þar er
meðtalið sem ágóði söluverð þess áfeng-
is sem upptækt hefir verið gert (ólög-
lega innflutt), og afhent versluninni til
sölu, og virðist sem það muni vera all-
veruleg upphæð þetta árið.
* Eftir því sem verslunarstjóranum seg-
ist frá, virðist notkun á spiritus og vín-
um til lækninga vera heldur i rjenun.
Pó verður sú ályktun ekki dregin af
skýrslunni hjer að neðan, ef dæma má
eftir henni um þetta.
Innflutningstollur er goldinn af áfeng-
inu eftir styrkleika: Á spiritus kr. 5,00
af líter, Cognac 3 kr. af J/i fl., vínum
12—20 % styrkleika 2 kr. af l/« fl. og
Ijettari vinum 1 kr. af */i A- Hefir þá
tollur af innfluttu áfengi á árinu num-
ið um 483 þúsund krónum.
Innflutningur og sala 1922:
Af vínanda (96 °/o) var flutt inn
44,327 I. fyrir kr. 64,235,00
Óseltíárslok 4730---------------18,353,00
Selt á árinu 39,597 1. fyrir kr. 45,882,00
Af Cognac var flult inn
6S29 Vifl. fyrir kr. 45,119,00
ÓseHíárslok 2722 V*- — — 13.305,00
Selt á árinu 4207 l/i fl. fyrir kr. 31,814,00
Vín milli 12 og 20 7» Autt inn
107,251 Vt B. fyrir kr. 287,055,00
Óseltí ársl. 52,642 Vi - — —136,905,00
Selt á árinu 54,609 Vifl.fyrir kr. 150,150,00
Vin innan við 12 °/° flutt mn
26,307 ViA.fyrirkr. 78,641,00
Óselt í ársl. 13,357 Vi------------38,885.00
Seltáárinu 12,950 Vtfl.fyrirkr. 39,756,00
Þetta eru ekki litlar fjárbæðir, sem
landsmenn hafa goldið fyrir áfengi i fyrra.
Innkaupsverð áfengisins samtals
um kr. 222,000,00
Tollarafáfenginusamt.--------483,000,00
Ágóði áfengisverslunarinn-
ar samtals . . . um — 270,000,00
Alls kr. 975,000,00
— níu hundruð, sjötíu og fimm þús-
und krónur — og er þó ótalinn allur
reksturskostnaður verslunav ríkisins og
útsölustaðanna.' Má áætla hið ótalda um
125 þúsund krónur, og kostar áfengið
þá samtais um 1100,000,00 — eina mil-
jón og eitt hundrað þúsund krónur, —
eða um 11 kr. á hvert mannsbarn á
landinu, 50—60 kr. á hvert heimili að
jafnaði. Og þó er hjer aðeins um a/s
ár að ræða að því er spánarvínið snert-
ir, og aðeins talinn hinn beini kostnaður.
Að vísu má segja að það fje sem
rennur i ríkissjóðinn sje ekki beinn
eyðslueyrir í þessu sambandi, en það
er undir öllum kringumstæðum illur
fengur, — sem illa forgengur, nema það
sje notað í þvi skyni eingöngu, sem
gæti rjettiætt slikan ágóði af siðleysi
nokkurs hluta landsmanna: til þess að
útrýma áfenginu á ný úr landinu. Og
leiðirnar liggja beint við. í*ær eru þess-
ar: að halda uppi öflugri bindindis- og
bannfræðslu; að afla með óllu móti
aukins markaðar fyrir sjávarafurðir
landsins; að vinna að þvi á aUan hátt
að vjer getum íhlutunarlaust af erlendu
valdi ráðið löggjöf vorri í áfengismál-
um. Þessar leiðir eru allar færar. Þær
munu allar leiða til gagnsemdar landi
og lýð.
Pað er skylda hvers góðs manns,
að fylgja þessu máli með einbeittri al-
vöru til hins ýlrasta, og una ekki fyr
en bann gegn öllum áfengisdrykkjum
er lögleilt aflur í landi voru. Að því
verðum vjer að stefna með forsjá, en í
fullkominni alvöru. P. H.
Áfengisnautnin og
eftirlitið.
Þegar Bandaríkin samþyktu bann-
lögin voru jafnframt gerðar fullkomnar
ráðstafanir til þess að- sjá um að þeim
væri hlýtt, eigi síður en öðrum gildandi
lögum rikjanna. Eftirlitsmenn voru skip-
aðir, skrifstofur settar á fót, sem skyldu
hafa nákvæmt eftirlit með árangri þess-
ara laga, lögbrjótum stranglega hegnt
o. s. frv.
Bandarikjamenn höfðu haft mikil og
góð kynni af banninu áður en samþykt
var að taka bannákvæðið inn í grund-
vallarlög ríkjanna. Þeir gerðu það því
með fullum skilningi og »vitandi vitsc.
Og þeir hafa sýnt það siðan, að þeim
er full alvara með að láta hlýða þeim,
eins og öðrum ákvæðum grundvallar-
laganna. Vitanlega kostar banneftirlitið
miljónir dollara, en beinn fjárhagslegur
hagnaður sem þeim fylgir nemur tugum
og hundrum miljóna árlega, svo beinn
fjárhagslégur gróði er ákaflega mikill.
Bandaríkjamenn verða ekki með rjettu
taldir neinir fjármálaóvitar, þeim er
bannmálið hagsmunamál, og þá tekju-
lind munu þeir síst af öllu ónýta.
t*á er þeim ekki siður ljóst hve stór-
mikil menningarbót þjóðinni varð að
þessum lögum. Bandaríkjamenn eru
fullvissir þess, sem hinn heimsfrægi T.
A. Edison sagði, »að Amerika án áfengis,
mun í framtiðinni verða mjög hættulegur
képpinautur allra ahnara þjóða, og að
þær verða annað hvort að útrýma á-
fenginu eða fara halloka í viðskiftunuma.
Þegar bannlögin gengu i gildi hjer á
landi, voru engar sjerstakar ráðstafanir
gerðar til þess að sjá um að þau ekki
væru brotin. Eugin sjerstakur eftirlits-
maður skipaður til þess að sjá um
framkvæmd þeirra eða hafa eftirlit með
árangri þeirra.
Allir sem heilbrigða skynsemi hafa