Templar - 23.11.1923, Blaðsíða 2

Templar - 23.11.1923, Blaðsíða 2
50 TEM PLAR. Skýrsla br. Davids Östlunds til Stórstúku Islands 25. sept. til 25. okt. 1923. ferðislegu sjónarmiði, en oss tókst siðar að sannfæra iðnhöldana og verkatnenn þeirra um, að þjóðin geti sparað ógur- lega stórar upphæðir, sem nú væri eitt til einkis gagns, jafnvel til bölvunar, í visky, öl og vín. í stað þessa gæti fólk- ið keypt mat, föt og aðra nauðsynja- muni eða skrautgripi, sem það hefði gagn eða ánægju af. Sá, sem heldur, að verslunarstéttinn, iðnhöldarnir, járnbrautaeigendur, iðnað- armenn, bændur og verkamenn hafi stutt bannbaráttuna með atkvæði sínu og fé, aðeins af því að að þeir væru heimskir ofstækismenn — hann er heimskingi. Nei, kjósendurnir studdu bannlögin, vegna þess að þeir höfðu margreynt þau, þeir vissu hvers viröi þau voru. Það tók yfir 50 ár fyrir bann- lögin að sigra. Við sigruðum ekki vegna þess að málið væri tilfinningamál eða stutt af barnalegum hleypidómum. Pað var reynslan og heilbrigð skynsemi sem gerði það að verkum að við sigruðum. Þið skuluð forðast að leggja trúnað á það, að lögunum verði ekki fram- fylgt. Aö undanteknum þeim stöðum, þar sem bannlögin eru nýgengin í gildi, þá eru bannlögin eins vel hald- in og hver önnur lög. í öllum bann- fylkjunum hefir reynslan verið sú, að lögin hafa verið mjög brotin fyrstu árin en það hefir minkað með hverju ári. Hið sama á sér stað um ríkisbannið. Enginn bannvinur efast um hinn glæsilegasta árangur Iaganna að lyktum. Bannlögin hafa verið svo áhrifamikilog blessunarrik, að hinir áköfustu mót- stöðumenn þeirra, þora ekki að leggja til að veitingahús og áfengissala verði leyft aftur. í fylkjum þeim, sem hafa nýfengið bannið, eru þeir að krefjast þess að létt öl og létt vín verði leyfð. Það er enginn sem heldur það í alvöru, að bannlögin verði nokkrn sinni numin úr gildi. Framfarir þær eða framþróun, sem nú eiga sér stað í Bandaríkjunum, er einungis hægt að skýra á einn hátt, það er að þakka bannlögunum. Megin- hlutinn af banka- og verslunarmönnum vorum væru viljugir til að staðfesta þetta hvenær sem vera vildi. Með bestu óskum, til yðar og mál- efnis þess er við báðir höfum svo mik- inn áhuga á er yðar Með virðingu A. J. Volstead. Aðalfundur Uradæmisstúlvunnar nr. i hefst í Gódtemplarahúsinu í Reykjavík, sunnudaginn 25. þ. m., kl. 10 árdegis. Engir barnastúkufundir í hús- inu þann dag. Br. Stórtemplar, Einar H. Kvaran, Bessastöðum. Sönn ánægja var mcr að fá heimboð yöar til starfs á íslandi aftur á þessu ári. Heimsóknar- og starfstími minn er nú á enda og leyfi eg mér að senda yður eftir- farandi stutta skýrslu um pað helsta, sem mér hefir auðnast að vinna málefni voru til gagns. Starfið hefir orðið mun léttara, ánægju- legra og áhrifameira en ella fyrir ágæta að- stoð br. Páls Jónssonar, sem fylgdi mér á öllum ferðunum og greiddi mér veg á bestan hátt. Á nokkrum stöðum hélt hann líka tölur á stúkufundum þeim, er vér komum á. Fyrst vil eg geta um Ferð okkar til Eyrarbakk.a og Stokkseyrar. Hinn 27. sept. fórum við með híl austur. Ferðin gekk vel, enda þótt eigi sé hættu- laust að bíla niður Kamba. Liklegast mundi flestum bílstjórum erlendum blöskra að fara þá lcið, þvi að varla mun hægt að finna erfiðari bilveg í nokkru Iandi. Br. Páll hafði í síðastliðnum júnímánuði — að því er eg heyrði — haft tækifæri til að reyna hve erfið sú leið er, nærri því fórnað lífi sínu í Kömbum; samt var hann nú alveg ugglaus, eins og ísléndingi sæmir. Kjarkur minn var nærri því eins góður. Um kl. 5 síödegis komura við til Eyrar- bakka. Fundum undir eins að máli aðalstoð Reglunnar á Bakkanum, br. Guðm. Sigurös- son sparisjóðsstjóra. Við vildum efna til opinberrar samkomu þá um kveldið. Sam- komuhúsið gátum við fengið. Auglýsingar sendum við út; tveir drengir hlupu eins og fætur toguðu. Svo fórnm við eð litast um á Bakkanum. Vildum líka sjá samkomuhúsið. En af dyra- verði var okkur harðbannað að fara þar inn! Gólfið var sem sé ný-fernisserað! Ó- mögulegt að ganga inn á það. En þeir, sem leyfðu okkur að nota húsið, vissu ekkert um þetta. Hvað átti nú til bragðs að taka? »Pið verðið að fá Barnaskólann«, var okk- ur svarað. En er við koraura til skólastjóra, var okkur sagt frá því, að Barnaskólann væri nú verið að mála að innan, svo hann væri alt of votur fyrir þurra samkomu. »Ómögulegt að vera þar!« »Já, þá verðum við að fá kirkjuna«, sagði eg. »Eg hefi talað í svo mörgum þjóðkirkj- um í öðrum löndum, meðal annars í veg- legasta guðshúsi Svia, Dómkirkjunni í Upp- sölum, að eg ætti aö gctað talað einnig í Eyrarbakkakirkju«. En ekki vildu raenn gjarnan opna kirkj- una án þess að spyrja sóknarprestinn um það, og þvi var eg sammála. Því var símað til prestsins. En var einhversstaðar á ferða- lagi, og óvíst hvenær hann kæmi heim. Fundartiminn nálgaðist óðum. Loksins sá sóknarnefndin sér ekki annað fært en að taka upp á sitt eindæmi að opna kirkjuua, og fór fyrirlesturinu vel fram að viðstödd- um rúmlega 100 manns. Næsta dag (28. sept.) vorum við á Stokks- eyri. Fyrirlestur haldinn í húsi Ungmenna- félagsins. Viðstaddir um 150 manns. Töluverður áhugi fyrir bindindis- og bann- málum fanst okkur vera á Eyrarbakka og Stokkseyri. — Engin stúka er til á siðari staðnum, en þó ætti að vera hægt að koma stúku á þar, enda voru sumir ágætismenn að hugsa um það. Akraues-för fórum við undir eins og við komum frá Stokkseyri laugardaginn 29. sept. og fengum ókeypis far með mótorbát. Á Akranesi dvöld- um vér yfir sunnudaginn, sóltum messu hjá séra Þorsleini Briem, sem er ágætis prestur,. i miklum virðingum hjá söfnuði sinum og hin besta stoð og styrkur bindindismálinu. Væru allir prestar honum líkir, mundi bind- indismálið vera mun sterkara hér á landi en það er. Séra Þorsteinn mælti hið besta með fundinum okkar, sem auglýstur var til sunnudags eftirm. kl. 4,30. Fundurinn varð svo fjölsóttur, sem sam- komuhúsið frekast leyfði. Um 250 manns voru viðstaddir, og auöséð var, að fundar- menn voru mjög ánægðir með fyrirlesturinm Að kveldi var haldinn stúkufundur, þar sem við báðir töluðum. Milli 2.—4. okt. tókum við þátt í kveðju- samsæti fyrir br. Larsen-Ledet og fjölskyldu hans, auk þess í stúkufundum í Reykjavík. Eina samkomu höfðum við i skólahúsinu á Seltjarnarnesi. Bindindisguðsþjónustnr í flmui kirkjnm. Föstudagskveldíð 5. okt. var haldin bind- indisguðsþjónusta í þjóðkirkjunni i Hafnar- firði. Prófastur, hinn góðkunni bindindis- frömuður, séra Ární Björnsson, var viðstadd- ur og mælti nokkur vel valin og velviljuð inngangsorð. Þar eftir flutti eg ræðu og hafði fyrir teksta 5. Mósebók 21, 1—9. — Guðs- þjónustan var svo fjölsótt, þótt slæmt veður væri, að ekki meir en helmingur áheyrenda hefðu geta rúmast í goodtemplarahúsinu. Sunnúdaginn 7. okt. var reglulegur starfs- dagur fyrir hið góða málefni. Fjórar bind- indis-guðsþjónustur voru auglýstar, þar sem eg átti aö prédika: í kirkjunum að Kálfa- tjörn, Keflayík, Útskálum og i Grindavík. Við vorum 4 í þeirri ferð: Br. Guðm. Gam- alielsson, Helgi Jónsson organleikari, Páll Jónsson og undirritaður. Svo tímatæp var áætlunin, að hvergi gátum vér matast nema á svolitlu nesti, er vér höfðum meðferðis, eg það var því ekki litill velgjörningur, sem kaupmaður Einar G. Einarsson og frú hans veitti oss, mílli 10—11 um kveldið, þá er vér vorum boðnir að setjast að ágætis- kveldverð, sem vér nutum með binni bcztu matarlyst, áður en lagt var á stað heimleiöis til Reykjavíkur um nóttina. Um guðsþjón- usturnar er það að segja, að þær voru vel sóttar nema að Kálfatjörn og mun boðunin ekki hafa heppnast sem best þar. Gnðsþjóunsta í Dómkirkjnnni i Keykjavfk var haldin 9. okt. að kveldi. Kirkjan var troðfull, og var athöfnin öll hátíðleg og á- hrifamikil, í ræðu minni gerði eg sérstak- lega að umtalsefni hína miklu ábyrgð, sem á kristnum mönnum hvilir í því, að ryðja úr vegi þeirri miklu hættu, sem vínsalan er, og að lögvernd á áfengisverslun er algerlega ósamboðin hverri þjóð, sem vill nefnast kristin. Við guðsþjónustuna lék tónsnillingurinn Páll ísólfsson á orgelið, og söngur var hinn besti.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.