Templar - 23.11.1923, Blaðsíða 3

Templar - 23.11.1923, Blaðsíða 3
TEMPLAR 51 Bindindis-guðsþjónustan í Reykjavík, eins og hinar, sem eg hefl haft pá ánægju að halda í þessari íslandsferð minni, er nýjung i bindindis-boðuninni hér á landi, og má segja, að tvent hefir áunnist með þeim: 1) Fjölda margir, sem ekki sækja bindindis- fyrirlestra i almennum samkomu- og stúku- húsum, hafa nú komið og oröið fyrir áhrif- um i bindindisátt, og 2) sú boðun, sem hefir farið fram við þessar guðsþjónustur, hefir komið bindindi og bannstarfi i skyrara og nánara samband við lifandi kristindóm, en hin almenna bindindisboðun hefir gert. — Retta hvorttveggja er áreiðanlega mikill á- vinningur. Vestfjarða-för. Hinn 12. okt. fórum við með »Sirius« til ísafjarðar. Ætlan vor var sú, að starfa að málefni voru á ísafirði og kring um Djúpið þangað til »Gullfoss« færi suður. Við kom- um til ísafjarðar hinn 13. okt. og vorum þar og í grend til hins 19. að kveldi. Af því að búast mætti við mikilli aðsókn að fyrirlestri á ísafirði sunnudag, báðum við sóknarprest um leyfi til þess að nota kirkjuna. Presturinn, sem er mjög vinveittur bindindisstarfinu, var ekki viss um, hvort leyfilegt væri að opna kirkju fyrir slíka guðsþjónustu, og simaði hann þvi til biskups fyrirspurn um það. Svar biskups var á þá leið, að ekkert væri til fyrirstöðu, og sýnir það víðsýni hans og sann-kristilegan skiln- ing hans á málinu, enda í samræmi við al- menna afstöðu kirkjumanna i öðrum lönd- um. Bindindis-guðsþjónustan á ísafirði á sunnu- dagseftirmiðdag 14. okt. var mjög fjölsött, svo margir urðu að standa. Hún fór mjög hátíðlega fram, og margir þökkuöu mér innilega fyrir ræðuna. Sunnudagskveldið var haldinn fjölsóttur fyrirlestur i Hnifsdal (um 150 manns). Á mánudag talaði eg í Bolungarvik (um 60—70 manns). Þriðjudagskveldið 16. okt. höfðum við fund í Bíó á ísafirði. Voru þar viðstaddir 300 manns. Eftir fyrirlesturinn voru frjálsar umræður um bannmálið og stóðu þær yfir til miðnættis. Voru undirtektir manna mjög ákveðið með bannlögum. Bæði þingmanns- efnin lýstu ákveðnu fylgi með því að gera alt, sem hægt verður, til þess að útvega landinu nýa fiskmarkaði, svo hægt sé að losa landið nndan hinni spönsku vinkúgun, en fullkomin bannlög verði bráðlega lög- leidd. Auk áður getinna funda tókum viö þátt í tveimur stúkufundum á ísafirði (i st. »ís- firðingur« og í st. »Nanna«). Voru þeir báðir vel sóttir og skemtilegir. Sjóhrakningn * mikla lentum við i á leiðinni milli ísaQaröar og Stykkishólms’ Má segje, að voðastormur hafi tafið skipið meir en sólarhring. Var farið talsvert út á haf milli íslands og Græn- lands. Okkur þótti vænt um að ná iandi aftur á sunnudag, og þótt erfilt væri að ná inn, þá var höfnin við Stykkishólm ágæt, svo að heita mátti, að þar væri logn. Guðsþjónustu hélt eg í Stykkishólms-kirkju að kveldi sunnudagsins. Var hún svo vel sótt, að margir urðu að standa og fjöldi frá að hverfa. Á mánudagskveld var fyrirlestur haldinn i samkomusalnum í Stykkishólmi. Sóttu hann *m 100 manns og má það gott heita, þegar þess er gætt, að mjög margir voru bundnir við vinnu og afgreiöslu skipsins. í Stykkisliólmi er stúka, Hildur Nr. 180, sem nú um tíma hefir legið niðri. Svo virt- ist þó, að von sé á þvi, að hún aftur taki til sturfa. Við áttum umræðu um þetta áður en viö fórum við tvo helstu menn stúkunn- ar, þá Guðmund kaupfélagsstjóra og Þorlefi Jóhannsson pakkhúsmann, og hvöttum þá tii að reyna að láta stúkuna taka til starfa aftur 1. nóv., ef unt væri. í Flatey var eigi hægt að halda fund, af því skipið stóð of stutt við. Eg þakka yður, br. stórtemplar, fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar og öllum þeim félögum Reglunnar, sem veittu mér og konu minni góðar viðtökur. Von mín er, að verk það sem er unnið að máli voru, verði til þess að flýta fyrir algerðum sigri á íslandi. í trú, von og kærleika. Davíd Ösllnnd. Ný umdæmisstúka var stofnuð á Norðfirði 1. þ. m. af br. Valdimar Snævar skólastj. Embættis- menn voru kosnir: U. æ. t. Sigdór V. Brekkan kennari Norðfirði. U. k. Ingvar Pálmason alþingism. Norðfirði. U. v. t. Guðm. Loptsson bankastjóri Eskifirði. U. g. u. t. Pétur Einarsson Seyðisfirði. U. g. kosn. Jón Jónsson í Firði bæarf. Seyðisfirði. U. g. b. Einar Loftsson kenn. Eskif. U. rit. Björn Ingvarsson Norðfirði. U. gjk. Páll G. Þormar kaupmaður Norðfirði. U. kap. Sverre Johansen verslunarm. Reyðarfirði. F. u. æ. t. Valdimar V. Snævar skólastj. • Norðfirði. U. a. r. Stefán Árnason Seyðisfirði. U. dr. Sveinn Guðnason Eskifirði. U. a. dr. Stefanía Snævar frú Norðf. U. v. Óli Vigfússon Norðfirði. U. ú. v. Þorlákur Guðmundss. Eskif, Sem umboðsm. stórt. var mælt með br. Vald. V. Snævar. Ákveðið var að umdæmið næði yfir báðar Múlasýslur og Hornafjörð. Afnám bannlaganna. Gunnar Egilsson reit nýlega stórorða grein i Morgunblaðið, þar sem hann sagði meðal annars, að framkvæmdar- nefnd Stórstúkunnar hefði samþykt, fyrir sitt leyli, að bannlögin yrðu af- numin. Peir, sem þá sátu í framkvæmdar- nefndinni voru Þorvarður Porvarðarson stórtemplar og með honum: Pórður Bjarnason, sr. Ingimar Jónsson, Isleifur Jónsson, Jón Árnason, Jóh. Ögm. Odds- son, FIosi Sigurðsson, Hallgrimur Jóns- son og Pétur Halldórsson. Það er víst, að hvorki þessir menn, né neinir aðrir hafa nokkru sinni sam- þykt, að bannlögin skyldu numin úr gildi, og það er vist, að það trúir því engin, að þeir hafi gert það. Peir eru allir betur kyntir en svo, þeir eru allir svo þroskaðir menn. Þessi afskaplegi ósanninda-þvættingur G. E. hefir engin áhrif, hann er eins og annar vaðall hans að engu hafður hjá hverjum manni, sem komin er til vits og ára og heldur fullum sönsum, og því var í sjálfu sér óþarft að svara þessu fleypri hans. Pétar Zóphóniasson. Endúrminningar, (Endir), En þetta, að eyðileggja bannlögin, það mun jú hafa verið ósk meiri hluta ráð- andi manna hér; stóð taflið svo, að flestir eldri alþýðumenn af gamla skói- - anum voru gersamlega hætlir áfengis- nautn, en með spiltri ieiðsögn reis upp ný ofdrykkjukynslóð með þeim yfir- burðum þó, að nú var það talið dugur og stærilæti, og að nú var kvenfólkið orðið með og sannaðist þar hið forn- kveðna: »Að lengi getur ilt versnað«. Hverjum þeim, sem eigi væri orðinn vanur og samdauua handaskolum, hálf- velgju og ráðleysi hinnar opinberu starf- semi, mundi þykja kynlegt ósamræmi í þvi að vera í bannríki; en tekjuliðir á fjárlögunum af áfengisverslun áætlaður þrefaldur við það, sem hann varð hæst- ur á meðan allir vínkranar stóðu opnir; mundu beinlínis skammast sín fyrir þann viðrinishátt, að vera hvorki fugl né fiskur; án þess að saka þó þingið fyrir að semja, skal þurfa kjark til fyrir þjóðina að sigla lengi undir svo fölsk- um bannfána; en andbanningar hefðu aldrei getað gefið Reglunni jafn ámenni- legt rothögg, hefði þeim eigi viljað til þessi hvalreki frá Spánverjum. En töl- urnar á fjárlögunum sýna Ijósar en ann- að halla þjóðarinnar út af áfengiskaup- unum, því sá arður getur aldrei orðið meira en */ío af því sem sólundað er í alls konar auðnuleysi, brjálsemi, óánægju ábyrgðarleysi, heilsuskort og dauða. En amargur og víst það maklegt er . . . « Og það eitt er óhætt að fullyrða, að hefði öll þjóðin staðið samhuga um þenna málstað, væri ástandið alt annað en nú er, og rnálum vorum öðruvísi háttað og útlendir spekúlantar þá eigi fengið á oss þennan höggstað. Nú byrj- ar sennan aftur fyrir Templurum að verja völlinn, aftur að reyna að reka ó- fögnuðinn af höndum sér; vilji Reglan eigi láta siga úr hömlu og reka á reið- anum, þurfa bannvinir að vera samtaka í því að beita inn á við dálitið annari aðferð en í fyrra skiftið; nú dugar ekki lengur neinn undirlægjuskapur né vatns- blandsmiskunnsemi ætti aðstaðan að vera þeim mun betri, þar sem opinber liðsafli er þegar fenginn. í prestastétt- inni höfum vér jafnan átt ósvikinn málm, en nú virðast þeir fyrir alvöru vaknað- ir til meðvitundar um þann þýðingar- mikla lið kristniboðsins, að verja kirkj- una árásum vindjöfulsins. Sama máli er að svara með kennarastéttina, að nú I litur út fyrir að hún sé sameiginlega að

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.