Templar - 01.11.1925, Blaðsíða 1
TEMPLAR.
XXXVIII. árg.
Akureyri, J'Ióvember 1925.
blab.
Frá Hátemplar.
Hátemplar, br. Lars O. Jensen, rektor í
Bergen, hefir gefið út ávarp, bæði í »The
International Good-Templar« og »God-
templarbladet* norska. — Er bæði ljúft og
skylt að minnast á aðalatriðin í ávarpi Há-
templars hjer í blaðinu. Samkvæmt lögum
Alþjóða-Hástúkunnar á að leita samskota í
hverri undirstúku undir lögsögu hennar til
útbreiðslusjóðs Hástúkunnar. Fjársöfnunin á
að fara fram á sama tíma um allan heim, í
síðustu vikunni i Nóvembermánuði á ári
hverju. — Hátemplar lætur svo um mælt:
». . . Horfurnar eru góðar á meginlandi
Evrópu. Það eru eigi aðeins þrjár stórstúk-
ur Norðurlanda, sem eru öflugar og örugg-
ar. Hin litla stórstúka íslands, sem er reynd-
ar mjög stór, miðað við íbúafjöldann, hefir
tekið framförum. Á Finnlandi hefir einkum
stórstúku finskutalartdi Finna miðað vel á-
fram. Þýzkaland tekur nú aftur orðið mik-
inn þátt í starfinu og veit, hvað það vill,
eins og jeg sannfærðist um í sumar á Stór-
stúkuþingi Bjóðverja. Á Póllandi hafa stjórn-
arvöldin beitt sjer gegn Reglunni, en Reglu-
bræður vorir hafa sýnt aðdáunarvert hug-
rekki í baráttunni. Á Frakklandi eigum vjer
áhrifamikinn brautryðjanda að verki, dr.
Legrain prófessor. Reglan í Sviss er á góðri
leið. Og í suðausturhluta Evrópu er unnið
af kappi, t. d. í hinni þýsk-talandi Stórstúku
í Rúmeníu, en þar er mikil þörf útbreiðslu,
einnig á Frakklandi, og vjer þurfum að
nota bindindisþingin, sem á að halda næsta
ár á Eistlandi, til þess að stofna Regluna
þar.
En öll þessi starfsemi krefst fjár. Pess-
vegna verður sjerhver stúka að gángast fyrir
fjársöfnun og hver fjelagi að leggja fram
einhvern skerf, eftir efnum og ástæðum.
Það er ætlunin að afla nú fjár, eigi ein-
ungis til útbreiðslu næsta ár, heldur einnig
í Wavrinsky-sjóðinn.
Þessi sjóður er stofnaður til minningar
um hinn ágæta foringja vorn, Edw. Wav-
rinsky, er andaðist í fyrra. Helmingurinn af
þvi fje, er nú í Nóvember áskotnast út-
breiðslusjóði Hástúkunnar, verður lagður l
Wavrinsky-sjóðinn. Verður þessu fje varið
framvegis aðeins til útbreiðslu Reglunnar í
Evrópu.«
Stórtemplar og framkvæmdarnefnd Stór-
stúkunnar á íslandi í heild sinni mælir hið
bezta með framanskráðu erindi Hátemplars.
Stórstúkan þarf á miklu fje að halda, en
vjer megum samt sem áður eigi gleyma
því, að vjer erum hlekkur í alheimskeðju,
og enginn hlekkur má bresta. Styðjum
Alþjóða-Hástúkuna og minnumst br. Wav-
rinsky með þakklátum hug. Gegnum kalli
vorrar Regluskyldu, Ieggjum af mörkum
lítið eitt i hverri einustu stúku á íslandi til
útbreiðslusjóðs Hástúkunnar á fundi í stúku
vorri í síðustu viku Nóvembermánaðar.
Ber umboðsmönnum að senda það fje, er
inn kemur, til Stórritara.
r
Afengisbannið í Finnlandi.
Nafnkunnur bindindismaður frá Danmörku,
C. Heilesen, þingmaður og hæstarjettarlögmaður,
hefir nýlega dvalið í Finnlandi og kynt sjer þar
meðal annars bannlögin, áhrif þeirra og horfur.
Skrifar hann langa grein í »AfholdsdagbIadet«
um kynni sín af þessu máli. Fer hjer á eftir brot
úr þessari grein.
Örðugir tímar styrjalda og innanlandsóeirða
gengu yfir Finnland, alt frá þeim degi er
landsþingið samþykti í fyrsta sinn og með
öllum atkvæðum lög um aðflutningsbann á
áfengi, í október 1907. Styrjaldir og óeirðir
höfðu skapað það ástand og þann hugsunar-
hátt, er með sanni má segja, að væri fram-
kvæmd bannlaganna svo óhagstæður, sem
hugsast gat.
Af hálfu andstæðinganna hefir ekki verið
sparað að kenna bannlögunum um alt, sent
aflaga fer, þótt með fullum rökum megi
benda á upptökin í afleiðingum borgarastríðs
og heimsstyrjaldar. En þrátt fyrir það, þótt
allri skuldinni sje látlaust skelt á bannlögin
og allar syndir þjóðfjelagsins færðar á þeirra
reikning, af andstæðingunum, þá hefir þing-
ið síðan 1919 alls fimm sinnum staðfest
þann vilja sinn, að bannlögin eigi að standa,
og að yfir því beri að vaka, að þeim sje
framfylgt. Síðast kom þessi vilji í ljós 1924,
eftir að síðustu þingkosningar voru um garð
gengnar.
Meðan jeg dvaldi í Finnlandi á fulltrúa-
fundi löggjafarþinganna á Norðurlöndum,
gafst mjer færi á að tala við fjölda manna
af öllum flokkum og af öllum stjettum, og
allir voru sammála um það — eins þeir,
seni tjáðu sig persónulega andstæða banni —
að væri málið Iagt undir þjóðaratkvæði,
mundi talsverður meirihluti vilja halda fast
við bannlögin.
Og þó er andstaðan gegn bannlögunum
með alt öðru móti í Finnlandi en við eig-
um að venjast af andbanningum hjer í Dan-
mörku. Frumvarp það, sem andbanningarnir
finsku lögðu fyrir þingið 1924, og samið
var af Allan Serlachius, hæstarjettardómara,
gengur mjög langt í því að setja hömlur við
vlnnautn og vínsölu, en samt var það felt í
þinginu með yfirgnæfandi atkvæðamun.
Serlachius segir í greinargerð frumvarps-
ins, að það sje bygt á þeim grundvelli, að
»áfengisverzluninni verði, að svo miklu leyti
sem unt er, koniið fyrir á þann veg, að
enginn einstaklingur, og því síður bæjarfje-
lög eða ríki geti haft arð af vínnautninni*.
Samkvæmt frumvarpinu á að banna með öllu
alt áfengt öl. Andbanningarnir í Finnlándi
ganga því Iengra, heldur en þær takmark-
anir ölnautnarinnar, sem bindindissinnaðir
menn í Danmörku gátu því miður ekki sam-
einast uin að verja, meðan þær voru hjer í
gildi. Hámark áfengisstyrkleikans er sem sje
ákveðið 2 V2 af hundraði, eftir þunga, eða
eins og bindindismenn hjer í landi hafa sett,
en í bannlögunum finsku er markið sett við
2 af hundraði, eftir rúmtaki. Frumvarp
Serlachiusar gerir ráð fyrir, að öll áfengis-
viðskifti sjeu í höndum hlutafjelags, sem
landsstjórnin hafi full umráð yfir, og skuli
ágóðinn ganga óskertur til almenningsþarfa.
Utan stærstu borganna má verzlun eða veit-
ingar áfengis ekki fram fara, nema með
samþykki sveitar, eða bæjarstjórna. Útsala
má aðeins eiga sjer stað frá kl. 10 árd. til
kl. 3 eftir hádegi, og veitingar aðeins frá
þeim tíma til miðnættis,
Þetta frv. var lagt fyrir þingið í Finnlandi
1924, en það var felt. Afnám bannlaganna
virðist því vera algerlega óhugsandi þar í
landi.
Að baki bannlaganna stendur ekki aðeins
meiri hluti finsku þjóðarinnar, heldur eitinig
mesti fjöldi ágætismanna, sem mjer var bæði
ánægja og uppörvun að kynnast. — Peir
drógu enga dul á það, að framkvæmd bann-
laganna væri ýmsum vandkvæðum bundin,
og að ýms ljón væru á veginum.
Meginhættur bannlaganna koma úr tveim-
ur áttum. Fyrst og fremst er það frá vínsmygl-
uninni, sem helst má vænta að dregið verði
úr með þjóðasamtökum, eins og jeg hefi
margsinnis bent á áður. Úr hinni áttinni
er engu minni háski búinn, en það er frá
lœknunum. Margir þeirra gera sitt til að
hefta framgang bannlaganna.*
Kirkjuþingið mikla
í Stokkhólmi,
er haldið var í sumar frá 19. til 30. Agúst,
tók meðal annars áfengismálið til umræðu.
Voru á þingi þessu mættir um 600 fulltrúar,
og voru þeir allir sammála um, að það
væri skylda kirkju Krists að beitast fyrir út-
rýmingu áfengis úr heiminum. Málshefjaudi
var James Cannon biskup frá Washington
Hann benti á, hvíllk fjarstæða það væri að
* Það kveður við annan tón hjá læknunutn í
Vasa-ljeni (sbr. 48. tbl. íslendings) en hjer.
Af hinni grunsamlegu skýrslu þeirra, er hr.
Stgr. Matthíasson hefir þýtt, er svo að sjá sem
læknar fáist eigi við receptasölu á áfengi. En ætli
öll skýrslan sje ekki eftir þessu?