Templar - 01.11.1925, Blaðsíða 2

Templar - 01.11.1925, Blaðsíða 2
TEMPLAR r 2 kalla lög góð eða ill eftir fjölda þeirra manna, sem bryti þau. í ríkinu New-York hefðu 140 þúsundir manna verið teknar höndum í fyrra fyrir brot á reglugerð, er fjallar um götuumíerð, en engum dytti þó í hug fyrir þessu að hætta að setja reglur um umferð í bæjum. Þvert á móti: það sje hert á kröfunum. Bandaríkjamenn muni aldrei Iögheimila áfengisverzlun framar. Eina ráðið til þess að koma í veg fyrir hinar hættulegu afleiðingar áfengisverzlunarinnar sje að taka fyrir rætur bölsins, banna áfengisverzlun og alla nautn áfengra drykkja. — Biskupinn kvað kristilegt frelsi mikla hnoss. En ef þetta frelsi væri eigi í þjónustu kærleikans og fórnaði fúslega því, sem kærleikurinn heimt- aði, kæmi það fram í eigingirni, erylli sálutjóni. — Hann ljet vel af banninu vestra. Næstur tók til máls T. Bohlin prófessor frá Uppsölum. Hann var andstæður áfengissölufyr- irkomulagi Svía, en eigi taldi hann tímann enn fullnaðantil þess að koma á aðflutningsbanni á áfengi í Svíþjóð. — Þá talaði Salveson lávarður frá Edinburg. Var hann því fylgjandi að stefna að fullkomnu afnámi áfengisdrykkja, en annars var þessi hinn eini ræðumanna, er dálítið sló út í fyrir. Henry Carter frá Englandi talaði um áfengismálið á Englandi. »Áfengið er þjóð- fjandi,« sagði hann. »Kirkjunni ber þess vegna að taka þátt í uppeldis- og löggjafar- starfinu í baráttunni gegn áfenginu.« Næstir töluðu Gonser prófessor frá Berlín og Daulte prestur frá Sviss. — Þeir töldu áfengisbölið í heiminum eiga meiri þátt en nokkuð annað í vanhelgun Guðs nafns og í því að spyrna móti komu Guðsríkis. Allar kirkjudeildir ættu að vera samtaka. Schumacher prófessor frá Júgóslavíu kvað áfengisbölinu aldrei verða útrýmt, nema með því að rykkja því upp með rótum, taka fyrir nautn á'engis algerlega. — Allir þessir ræðumenn: Gonser, Daulte og Schumacher, töldu, að Ameríka hefði ratað rjetta leið í þessu vandamáli, og Evrópa ætti að koma á eftir sömu leiðina. Mansie prestur frá Skotlandi talaði því næst nqkkur orð. Monod prestur frá París skoraði í miklum eldmóði á kirkjuna að hefja harða sókn á hendur áfenginu. Aðalatriðið væri, að kirkjan starfaði meðal mannanna. Sirenius prestur frá Finnlandi kvaðst ekki þekkja betra ráð í þessu vandamáli en full- komið bann. Beztu menn allra stjetta á Finnlandi hefðu barist hlið við hlið fyrir banninu, og yfirleitt hefði það reynst vel. Hallen sænskur prestur talaði nokkur orð. Loks flutti Söderblom erkibiskup Svfa merkilega ræðu, þar sem hann lagði ríka áherzlu á skyldu kirkjunnar að berjast gegn áfengisnautn. Bindindisslarfsemi væri mest af öllu um vert að efla. — Brattkerfið sænska felur í sjer nokkurskonar viðurkenn- ingu á áfengisþörf manna, og það er agnúinn á því. Bannið er tilraun hins sterka vilja, til þess að útrýma áfenginu. Brot á bannlögum hafa verið töiuverð, en lög þessi eru Ifka ung, og brátt mun yíirtroðslunum fækka. Yfirleitt greip kirkjuþingið eindregið í strenginn með bindindismönnum, og allflestir fulltrúar voru bannsinnaðir. En þetta kirkju- þing er eitt hið merkasta, er hald ð hefir verið nokkru sinni, þó að eigi tæki róm- verska páfakirkjan þátt í því. Hafa margir borið það saman við kirkju þingið í Nicæa 325 e. Kr. Sitt af hverju. Br. Björn Porláksson prestur á Dverga- steini hefir fengið lausn frá prestsskap frá næstu fardögúm. Br. Halldör Kolbeins prestur í Flatey hefir sótt um Stað í Súgandafirði, og fjekk 133 atkv. við kosningu safnaðar, en hinn umsækjandinn, sr. Helgi ^rnason past. emerit., 33 atkv. Br. Porvarður Pormar prestur í Hofteigi sækir um Vallaness-preslakall, Stórtemplar hefir, samkvæmt umboði framkvæmdarnefndar Stórstúkunnar, stefnt ritstj. Islendings fyrir hönd Stórstúkupnar útaf ummælum í blaðinu, er Stórstúkan telur freklega meiðandi fyrir sig. Sáttafundur var haldinn 16. þ. m., sáltatilraun árangurs- laus og málinu því vísað til dómstólanna, samkvæmt kröfu stefnanda. — Nokkurra um- mæla blaðsins, þeirra er stehit er fyrir, er getið í síðasta blaði. — Haustþing Umdæmisst. nr. 5 var haldið hjer í bænum 5. þ. m. 28 fulltrúar voru mættir og 7 tóku stigið. — Rætt var um útbreiðslu í umdæminu og ályktanir sam- þyktar í þeim málum. U.æ.t., br. Steinþór Guðmundsson skólastjóri, flutti erindi um umdæmisstúkustigið. Að kunna að drekka og Áfengismálið og lœknisfrœðin, fyrirlestrar eftir Vilmund Jóns- son hjeraðslækni á ísafirði, eru nýlega komnir á bókamarkaðinn. Umdæmisstúkan nr. 6 á ísafirði hefir gefið þá út, og kosta þeir báðir (í einu hefti) 1 kr. — »Templar« mælir hið bezta með þessum ágætu fyrirlestrum. Læknirinn skýrir frá til- raunum vísindamanna og niðurstöðum þeirra um áhrif áfengis á mannlegan líkama (sbr. einnig fyrirlestur br. Jónasar Kristjánssonar læknis, þann er Stórstúkan gaf út í fyrra, — og enginn læknir landsins hefir íundið athugavert við). Vilmundur læknir segir rjettilega, að þessar samhljóða niðurstöður vísindamanna um skaðsemi allrar áfengis- nautnar hafi lengi verið þyrnir í augum andbanninga og annara bindindisfjenda, enda sjeu þær bitrasta vopn ð í höndum vor bannmanna. Hann skýrir í stuttri neðaumálsgrein frá alþjóðafjelagsskap áfengisframleiðenda. Þessir herrar höfðu þing með sjer nú á þessu ári í París, en læknirinn segir frá þingi því, er þeir hjeldu í Múnchen í Oktbr. 1921. Ráðguðust þeir þar um, hvernig þeir gætu bezt verndað hagsmuni sína gegn bind ndishreyfingunni, er þeim þótti orðin ærið ískyggileg, eftir að Bandaríkjamenn höfðu komið á hjá sjer algerðu á'engis- banni. Og helzta ráðið var að reyna ,að hafa áhrif á skýrslur visindanna um skaðsemi áfengis." — Læknirinn skýrir frá árangrinum á þessa leið: A V ♦ ♦ i ♦ TEMPLAR. Útgefandi: Stórstúka íslands af I O Q T. Ritstjóri: Brynleifur Tobiasson. Sími 168. Pósthólf 131. Afgreiðslu og innheimíu annast: Elin Einarsdúttir Strandgötu 1. Sími 94. * ♦ i i ♦ i ••♦•♦•^►•^•♦•♦•^•^•«M »Bretar hafa lengi átt ágætt rit um lífeðlis- fræði eftir Starling. í þeirri bók hefir ætíð verið kafli um áhrif áfengis á mannslíkam- ann, og þarf ekki að taka það fram, að þar hafa verið fluttar sömu kenningarnar um skaðsemiþesssemíöllum öðrum slíkum bók- um. Og svo skilmerkilegar hafa þær verið, að bindindismenn hafa ekki kært sig um að vitna í annað fremur máli sínu til stuðnings, en orð Starlings. Síðasta útgáfa þessarar bókar fyrir þingið í Múnclien kom út árið 1920. Var þá kaflinn um áfengið nákvæm- lega eins og hann hafði áður verið. Næsta útgáfa kemur svo út árið 1923, rúmu ári eftir þingið. Par er kaflinn um áfengið um- skrifaður og snúið upp í svo klúrt og fjar- stætt lof um ágæti á'engisnautnar fyrir líf manna og heilsu, að jafnvel hver leikmaður ætti að geta sjeð, að hjer er ekki alt með feldu. Enda varð það uppvíst, að áfengis- fjármagnið. breska stóð á bak við þessa út- gáfu bókarinnar. Síðan hefir einhver há- skólakennari í Bandaríkjunum gefið út skýrslur um áhrif áfengisnautnar á heilsu manna. Og þar er alt í einu gersnúið við öllum niðurstöðum, sem hundruð ágætra vísindamanna hafa komist að ágreiningslaust í tugi ára. Er það meira en tortryggilegt, einkum í augum þeirra, sem þekkja ráða- brugg áfengissalanna í Miinchen og söguna af bók Starlings. Útdrátturúrþessari bók Bandaríkjamannsins voru ein heilbrigðistíðindiní Morgunblaðinu.* Manni fer að detta margt í hug í þessu sambandi um skýrsluna makalausu um bann- ið á Finnlandi, er Steingrímur læknir Matt- híasson fann köllun hjá sjer til að þýða í andbanningablaðið »íslending« snemma í þ. m. (48. tbl.). Pessi læknir telur líklega nefnda grein bezta »innleggið«, sem hann hafi á boðstólum í bannmálinu. En hvern- ig er það um hann sjálfan? — Var það ekki sami herra Steingrímur Matthíasson hjeraðslæknir, sem hjer um árið lýsti yfir því í »Lögrjettu«, að hann hefði aflað sjer fjár til utanfarar með áfengisreceptasölu ? Ef embættisbræður hans í Vasa-ljeni á Finn- landi eru jafn duglegir sem hann segist sjálfur vera að selja áfengi eftir lyfseðlum, þá er ekki að undra, þó að þeir sjái ekki grænt haglendi alt í kringum sig. — Jónas Kristjánsson og Vilmundur Jónsson eru báðir viðurkendir framúrskarandi dug- legir og samvizkusamir læknar og ágætlega að sjer. Læknastjettin íslenzka má vera »stolt« af þeim. — Peir hafa báðir talað um áhrif áfengis,— og þeim ber saman. — Hver verður nœstur?

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.