Templar - 01.11.1925, Síða 3

Templar - 01.11.1925, Síða 3
TEMPLAR 3 Frá stúkunum. Br. Quðm. G. Kristjánsson fór af stað frá heimili sínu ísafirði í byrjun fyrra mánaðar í regluboðunarferð fyrir Stórstúkuna. Hann hjelt fyrst til Hólmavíkur í erindum Um- dæmisstúkunnar nr. 6 og heimsótti st. Von nr. 195. F*ví næst fór hann til Breiðafjarðar og heimsótti stúkur þar, m. a. st. Árroði nr. 200 í Flatey. Hann kom aftur á kjöl st. Hildur í Stykkishólmi, og er umboðsmaður hinn sami og áður, br. Guðm. Jónsson. Flutti br. Guðm. G. Kr. fyrirlestur í Stykkis- hólmi, og var hann vel sóttun í Grundar- firði flutti br. G. G. Kr. fyrirlestur og stofn- aði nýja stúku 2. Nóvbr. með 28 fjelögum, og heitir hún Sóley nr. 202. Var mælt með br. Birni Jónssyni bónda í Gálutröð sem umbm. stórtemplars. — í Ólafsvík stofnaði regluboðinn nýja stúku 6. Nóv. með 23 fjelögum, Hvítablómið nr. 203. Er hún stofnuð upp úr st. Jökulblómið og Mjöll. Br. sr. Magnús Guðmundsson er æ. t. þessarar nýju stúku, og var niælt með br. Sveini Einarssyni fiskimatsmanni sem umbm. stórt. — Býður »'Templar« þessar nýju stúkur velkomnar í hópinn. -— 15. þ. m. flutti br. Guðmundur fyrirlestur í Borgarnesi fyrir fjölmenni og var, er síðast frjettist, að hressa upp á st. Borg nr. 181.*— Næst heldur hann til skólasetranna á Hvann- eyri og Hvítárbakka. Um víða veröld. Sviþjóö. Par var mikið um dýrðir 1. Oktbr. s.l., hátíðahöld um alt landið, í minningu þess, að þann dag voru liðin rjett 125 ár-frá fæðingu Per Wieselgren, en hann var brautryðjandi bindindishreyfingarinnar í Svíaríki. Wieselgren var dómprófastur í Gautaborg, merkur rithöfundur, ótrauður bardagamaður. Hann var gæddur afarmiklu starfsþreki og var í stultu máli sagt hinn mesti afreksmaður. — Æfisaga þessa ágætis- manns fæst hjá Oskar Eklunds Bokförlag, Drottninggatan 55, Stockholm, og kostar aðeins 50 aura. — Per Wieselgren: Samlade Skrifter í Nykterhetsfrágan, útg. av Studen- ternas Helnykterhetssállskap i Uppsala, fást hjá sama forlagi og æfisagan. Kosta kr. 7 óbundin, en 11 kr. í bandi. Er verkið í tveimur bindum, 856 bls. alls. Whisky-auglýsinííum ei viötaka veitt. í enska tímaritinu »Efficiency Magazine,« er sjerstaklega leggur ráð á um að efla starfsþrek þjóðarinnar, segir svo: »Vjer veitum Whisky-auglýsingum eigi viðtöku. Nóg er fyrir af fylliröftum á Stóra- Bretlandi. Pað er eigi þörf að fjölga þeim. Vjer þurfum á góðum heilum að halda. Og það eru eigi til tíu menn svo vitrir á Stóra- Bretlandi, að þeir megi við því að spilla gáfunum með whisky-drykkju,* * Samkvæmt skeyti frá br. Guðm. 18. þ. m. var Borg komið á kjöl 17. þ. m. með 20 fjelögum og mælt með br. Sveini Níelssyni sem umbm. stórtemplars. Belgía. Kaþólski lýðvaldsflokkurinn í belgíska þinginu hefir tilkynt, að hann muni innan skamms leggja fram frumvarp um algert áfengisbann. Ungverjalandi Bindindishreyfingin magnast nú með Ungverjum. Nýlega hefir verið spurt um skoðanir allra opinberra stofn- ana eða þeirra, er að þeim standa, í áfengis- málinu, sjerstakl. um vínsölubann. Austurriki. Par er útlit fyrir, að bannmálið verði eitt af aðalmálunum, sem næstu þingkosningar snúist um, og er við búið, að svo verði víðar. Nú sem stendur eru 77 bannmenn á þingi Austurríkismanna, en þingmenn eru alls 140 að tölu. — Johnson-Pussyfoot fer til Austurríkis úr næstu jólum, til þess að undirbúa kosningabaráttuna fyrir bannflokkinn. Kosningar fara fram 5. Maí n. á. Rúmenía. Stjórnin hefir lagt frumvarp fyrir þingið um takmörkun vínveitinga og vínbruggunar, og er takmarkið, sem að er kept, fullkomið áfengisbann. Ætlun stjórnar- innar er, að aðflutnings- og tilbúningsbann áfengis gangi í gildi að 12 árum liðnum. Ford Ogf bannið. Henry Ford segir, að það sje ekki snefill af ráðvendni í þeirri hreyfingu, sem sje grundvölluð á þeirri ímyndun, að lög, sem eru til gagns, bjeu heimskuleg og gagnslaus, af því að þau svifti nokkra menn tœkifœri til þess að rœna samborgara sina. Þjófar og kauplæð- ingar eru af sama flokki. Þeir hafa sams- konar rangsnúinn skilning, að þau lög, sem aftra atvinnu þeirra, sjeu meingerð við þá og móðgun. Spurningin er þessi: Viltu skipa þjer í flokk með þjófum og smyglurum eða vera hinum megin? Bandaríkin. Roger W. Babson, ein- hver mesti hagfræðingur Ameríku, lætur svo um mælt fyrir skömmu, að hinn stórkost- lega aukni fjárafli Bandaríkjanna síðustu árin sje álengisbanninu og engu öðru að þakka. Innlög í sparisjóði árið áður en bannlögin gengu í gildi námu 10,6 miljónum, en nú stappar nærri, að þau sjeu ferfalt meiri eða 38,9 miljónir. Henry Ford, bifreiðakóngurinn mikli, er eindreginn bannmaður. Hann segir að and- staðan við bannlögin sje einkum meðal yngri innflytjenda, en sannir Bandaríkjamenn vilji fyrir hvern mun halda lögunum. Það sje metnaður þjóðarinnar að skara fram úr öðr- um. Hraðinn aukist í öllum greinum. Menn þurfi að vera fljötir að hugsa og hugsa rjett. Hann bendir á þá ógurlegu hættu, sem sje því samfara, að druknir menn aki á reið- hjólum, stýri bifreiðum og flugvjelum. Kröf- urnar hækka með vaxandi framförum, og fyrsta krafan er: burt með áfengið! Nýju skipulagi var komið á bannlagaeftir- litið 1. Septbr. síðastl. Bandaríkjunum er skilt niður í 24 sýslur eða deildir með þessu nýja fyrirkomulagi. Yfirumsjónin er í hönd- um Lincoln C. Andrews ofursta, sem er stjórnardeildarforseti í fjármálaráðuneytinu í Washington. Hann hefir leitað samvinnu við stóriðnrekendur og sjálfboðalið það, er nefn- ist »þúsund manna sveitin«. Hafa þeir lofað að styðja bannsýslumenn (24) stjórnarinnar með ráðum og dáð. í þúsund manna sveit- inni er meðal annara Elbert H. Gary dóm- ari og John D. Rockefeller yngri. Horfurnar á að framfylgja banninu með góðum árangri í Bandaríkjunum eru nú betri en nokkru sinni áður. Noregur. Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að smygla áfengi á land í Þrændalögum og á Mæri. Bar eigi á neinu langa hríð, með því að yfirvöldin í þessum stöðum hafa tekið rösklega á málunum og sökudólgana engum vetlingatökum, þar til um daginn, að lögreglan þar í Þrændalög- um fjekk pata af því, að smyglskip hefði komið frá Danmörku. Afengið var sett á land hingað og þangað, en lögreglan náði því hjer um bil öllu eðaum 16 þúsundum lítra. Skipið (Glygg I.) var upptækt gert og vjel- báturinn »Stanley« og kauplæðingar átta settir í steininn í Kristianssund. — Afengið var keypt í Kaupm.höfn af Schau & Co. í Fredrikshavn, en skipið tók það skamt frá Læsö. — Svo fór um sjóferð þá. — Undirbúningur er þegar hafinn undir þjóð- aratkvæðagreiðsluna um bannið næsta ár. Var fundur haldinn í lok Október mánaðar. Komu þá saman forvígismenn bannflokksins. Þar var meðal annars rætt um og af- staða tekin til málsins, hvort berjast skuli við næstu atkvæðagreiðslu aðeins fyrir brennivínsbanni, þ. e. banni sterkra drykkja, eða fullkomnu áfengisbanni (totalforbud). Eru horfur á, að ofan á verði að halda sjer að- eins við aðflutningsbann S sterkum drykkj- um. Pussyfoot á NorBurlöndum. Góð- ur gestur kemur til Norðurlanda nú f haust, þar sem er bannpostulinn ameríski, W. E. Johnson, venjulega nefndur Pussyfoot. Hann er á ferð um víða veröld, stöðugt f þjón- ustu Alheimsfjelagsins gegn áfengisbölinu. Öfundum vjer frændur vora á Norðurlönd- um af því að sjá hann og heyra, en unn- um þeim þó með gleði ágæts árangurs af för hans. — England. Um þessar mundir og fram undir Jól er verið að koma skipulagi á öfl- uga bannboðun á Stóra-Bretlandi. Eru að verki fjölmargir áhrifamenn, margir fyrver- andi ráðherrar og aðrir mikilsmetnir stjórn- málamenn, leiðtogar margra kirkjudeilda og iðnrekendur. Gera menn sjer miklar vonir um þátttöku og áhrif stóriðjuhölda. — Kaupsýslumenn og verksmiðjueigendur á Englandi hafa gert sjer mikið far um að kynnast áhrifum bannsins í Ameríku á at- vinnulíf þjóðarinnar. Skýrslur þær, er sendi- menn þeirra hafa gefið, eru mjög uppörv- andi fyrir bannflokkinm — Ennfremur taka mörg trúboðsfjelög og fjöldi annara manna, er láta sig miklu skifta þjóðfjelagsmál, þátt í þessari miklu herför á hendur Bakkusi og þjónum hans. Forgöngu hefir hið mikla bindindisfjelag, The United Kingdom Alli- ance. Taldir eru meðal þeirra, er að þessu vinna, fulltrúar skipasmíðastöðva Clydes og Tynen og verksmiðjuiðnaðar, t. d. í Manch- ester, Sheffield og margra fjelaga í London. Góðum mönnum á Englandi hrýs hugur við drykkjuböli þjóðarinnar. — Arið 1924 kost- aði sopinn Englendinga 315 miljónir, 858 þúsundir sterlingspunda.

x

Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.